There's no business like show business....

Ef þú hefur ekki komið til New York og komið á Times Square þá er kannski erfitt að lýsa því fyrir þér hvað orðið "Broadway" hefur mikla þýðingu í þessari borg. Times Square er eitt stórt ljósa-show af auglýsingum og helmingurinn af þeim eru risa stór skyllti fyrir Broadway söngleiki og leikrit.

Það er ekkert grín að reyna að komast í áheyrna-prufur á Broadway. Þar sem að skólinn okkar er í rauninni áheyrnarprufu-stúdíó (og reyndar stærsta áheyrnaprufu stúdíó-ið fyrir Broadway í New York) þá fáum við þetta beint í æð. Í þessari viku voru tvær mismunandi "opnar" áheyrnaprufur í Pearl Studios og annað eins brjálæði hef ég nú bara ekki séð....

Jú það eru áheyrnarprufur þarna á hverjum degi en ef að áheyrnarprufur eru opnar eru á milli 700 og 800 manns að reyna fyrir sér. Báðir söngleikirnir eru frægir, Beauty and the beast annars vegar og Pal Joey hins vegar og þar sem að þetta er bæði svo þekkt þá kemur fólk í hrönum þarna inn til að reyna fyrir sér....

EN! Það var enginn að reyna að ljúga því að okkur að þetta væri auðveldur starfsvettvangur ó nei! Ef þú ætlar þér á toppinn þá verður þú að gjöra svo vel og berjast. Og á Broadway þá ertu alltaf að berjast um góðu hlutverkin því að það er svo mikið af flott og hæfileikaríku fólki sem gætu fengið hlutverkin! Þú verður alltaf að koma og sýna allt sem þú hefur fram að fær í hvert EINASTA skipti!!

Þetta er samt draumastarfið....að fá að gera eitthvað sem er SVONA skemmtilegt og fá borgað fyrir það er auðvitað algjör draumur!

Í kvöld fór ég að sjá rokk-söngleikinn Chick6, sem var algjör snilld. Þessi söngleikur er í rauninni að klára þróunnarferlið sitt og þegar söngleikir eru á því stigi gætu þeir kannski og kannski ekki komist á Broadway.....þessi söngleikur er á leiðinni á Broadway á næsta ári. Þróunin getur verið gífurleg á milli þess sem þú ert í litlu leikhúsi í Queens og þangað til að þetta kemst á frægu Broadway fjalirnar og ég hreinlega get ekki beðið eftir að sjá sama söngleikinn á næsta ári og sjá hverju þeir eru búnir að breyta og bæta við!!

Söngfólkið og þá aðallega söngKONURNAR, þar sem að það var bara einn karlmaður í hlutverki, í þessum söngleik voru svo hæfileikaríkar að það hreinlega þyrmdi bara yfirmann.

Og í gærkvöldi fór ég á leiksýninguna Sons of the prophet á Broadway með Joanna Gleason í einu af aðalhlutverkunum. Sú sýning var svo allt öðruvísi heldur en það sem að ég sá í kvöld en alveg ótrúlega vel skrifað og leikið í alla staði.

Að sjá tvö svona ólík verk á tveimur dögum sýnir bara hvað það er hægt að gera mikið við þessa reynslu sem maður er að afla sér hér í þessum skóla....

Ég er orðin algjör Broadway fíkill og get ekki beðið eftir að sjá eitthvað fleira...!

Ekki meira að sinni

Dísa :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umað gera að nota tækifærið meðan þú ert þarna, ég er byrjuð að safna

mamma (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband