Imagination is NOT you bitch!!

Þessi setning var toppurinn á Shakespeare tímanum hjá okkur í gær. Við erum komin með nýjan kennara og við veltumst um af hlátri yfir henni allan tíman!

Hún heitir Glynis (og ef það er einhver sem er jafn mikið Friends nörd og ég sem að lesa þetta skilur hann afhverju mér fannst þetta skemmtilegt nafn! :D )

Ég held að föstudagar séu orðnir uppáhalds dagarnir mínir bara alveg út í gegn. Það var yfirleitt soldið erfitt að enda föstudagana á Speech því sá tími er svo mikill "geisp-tími" en núna er:

Performance lab: Kristy Cates tekur okkur í gegn og kennir okkur að koma fram og hreinlega rífa úr okkur hjartað og rétta áhorfendum það á bakka! Því að það ser bara það sem að maður þarf að gera til að vera góður performer! :)

Improvisation: Úff við kviðum svo mikið fyrir þessum tíma áður en hann byrjaði í fyrstu vikunni. Maður heyrir orðið spuni og heldur að maður geti ekki gert NEITT af viti! En þetta er skemmtilegasti tíminn sem ég er í. Við hlægjum svo mikið í þessum tíma að stundum getum við ekki andað.....

Og núna erum við komin í Shakespeare með Glynis!

Ég held að þetta verði mjög skemmtilegir tímar. Maður hugsar um Shakespeare og sér fyrir sér þykkar, rykfallnar bækur og sér fyrir sér marga klukkutíma fara í lestur og upplestur á leikritum, einleikjum og Sonnetum.....

En hún notar öðruvísi aðferðir við að leika og notar sem sagt mest ímyndunaraflið...

En málið er að þú getur ekki bara NEYTT ímyndurnaraflið í að gera eitthvað sem það vill ekki gera....ég skal taka dæmi:

Ef þú lokar augunum og þér er sagt að ímynda þér að þú sért að sökkva niður í helvíti...hvernig er þá um að litast þar...? Hvernig er djöfullinn á litinn...?

Og ef þú lokar augunum og þér er sagt að gera nákvæmlega það sama og þú sígur hægt og rólega niður en allt í einu er þér sagt að ímynda þér út í bláinn að hin hái HERRA sér GRÆNN!!!

Maður getur það kannski upp að vissu marki....en djöfullinn er alltaf rauður og maður ímyndar sér hann alltaf sem rauðu steríó-týpuna! Og það er bara allt í lagi!....s.s. ekki neyða ímyndurnaraflið hjá þér til að gera eitthvað sem það vill ekki "Imagination is not your bitch!" :D

Þetta erum við að læra að gera í Shakespeare og reyndar miklu meira en Glynis vinnur úr frá ímyndunaraflinu og hvernig maður setur það í líkaman hjá sér...ég er spennt að sjá hvernig þessi tími verður! :)

Annars fékk ég alveg glimmrandi einkunnir á prófunum A- og A+ og það þýðir s.s. 9.2 í History of musical theatre og 9.9 í song interpretation :D....ég er ekki ennþá búin að fá út úr lokaprófinu í Speech, vonandi verður það bara jafn skemmtileg einkunn! :)

Það er komið haust hérna í New York og í dag er ég að hugsa um að fara í Central Park til að sjá haust litina!! Hefur verið sagt að það sé alveg einstakt að labba í gegnum garðinn á þessum árstíma :)

Svo er ég að hugsa um að flytja út af vistinni........en ég ætla ekki að segja frá því núna....

Þetta er svona to be continued eins og í spennandi sjónvarpsþætti svo að þið gerið ykkur ferð aftur inná bloggið til að sjá framhaldið ....*illgjarn hlátur* Djók ;D

Meira síðar... :)

kv. Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eg bid spennt eftir framhaldinu!!!

eyglo dk (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband