Jóla, jóla, jóla...og saga söngleikja

Það eru 4 dagar þangað til að ég flýg heim á klakann!! Ég trúi þessu ekki. Eru í alvöru liðnar 15 vikur? :D

Ég hlakka samt alveg svakalega til....finnst eiginlega hálf skrítið að það séu að koma jól. Það eru jólalög í öllum búðum hérna og jólaskraut út um allt.....en.....það vantar snjóinn.

Ég hef aldrei verið neitt sértaklega hrifin af snjó þegar ég þarf að keyra í honum....en ég sakna hans núna. Það er ný byrjað að vera það sem ég myndi kalla almennilegt haustveður hérna og þá er komið að jólum! ÉG VIL FÁ BYL!! :)

...en mér sýnist á öllu að mér verði að ósk minni um snjóinn....það er víst nóg af honum heima í augnablikinu :D

Við fáum samt ekki að syngja jólalög í skólanum. Syngjum söngleikjalög út í gegn og mér finnst það nú ekki leiðinlegt....

Áður en ég kom hingað gerði ég mér enga grein fyrir því hvað Söngleikir eru stór hluti af menningunni hérna í Bandaríkjunum. Og svo er fólk að segja að Bandaríkjamenn séu menningarsnauðir.....alltaf þarf að dæma hópinn á nokkrum útvöldum!

Ég hélt að ég væri svona nokkuð klár í söngleikjum....en ég vissi ekki neitt, og þó svo að ég viti meira núna þá er það bara svo óskaplega lítið brot af því sem þetta er.

Söngleikja-iðnaðurinn hérna tvinnar sig inn í sögu landsins, stíðsárin, the great depression, Pearl Harbor, immigration og ég tala nú ekki um þrælahaldið...

"musical theatre is an american art form"
Þetta tónlistarform kom til af því að það voru svo margar mismunandi þjóðir sem að komu hingað og settust að og "vinsæla-tónlistin" hjá hverjum þjóðflokki fyrir sig blandaðist öðrum og varð að lokum að POP-tónlist, svo seinna skildi popp tónlistin sig frá söngleikjunum alfarið en lengi vel var þetta tvennt það sama!

Vaudeville, Ziegfeld Follies, Showboat, Oklahoma þetta er allt partur af þróuninni og hvernig Musical theatre varð eins og það uppbyggt í dag!

Ég gæti haldið svo lengi áfram að segja frá þessari sögu...og sögu-áfanginn sem ég er að klára núna hefur gagnast mér mikið því að auðvitað er mikilvægt að vita um uppruna þess sem þú ert að læra!

En ef fólk vill fyrir alvöru kynna sér sögu þessarar frábæru listgreinar þá mæli ég eindregið með því að viðkomandi panti sér þessa DVD diska -

http://www.amazon.com/Broadway-American-Musical-PBS-VHS/dp/B0002Y4SWA

Julie Andrews segir frá sögu Broadway og þeir eru bara algjör snilld þessir diskar!.....jólagjöfin í ár?? haaa? :)

Það er búið að vera alveg svakalega mikið að gera núna síðustu vikurnar fyrir frí og það ætlar ekkert að verða neitt betra núna í síðustu vikunni....

En ég á eflaust ekki eftir að blogga mikið á meðan ég er á Íslandi svo ég óska bara öllum:

Gleðilegra jóla og nýs árs!

kv. Dís :)


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Skal reyna að halda snjónum hérna fyrir þig ;o) Já við erum pínu gjörn á að dæma hópinn eftir örfáum.... Montin af þér og segi sko við fólk sem að heldur að hér séu BARA smiðir og hótelrekstraraðilar að VIÐ eigum nú eina í NY að læra við þennan virta skóla.. Ég held að ég stækki um nokkra sentimetra við að segja þetta ;)

Kv. Solveig og kettir

Solveig (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 14:47

2 identicon

það er ekki bara snjór það er HÁLKA  maður kemst hvorki aftur á bak né áfram nema með hjálp brodda og góðra manna    - hlökkum til að sjá þig elskan, Bestu kveðjur af ÍSNUM.....

mamma (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband