Hindrannir og sigrar í skólalífinu!!

Ótrúlegt hvað er hægt að sjá miklar framfarir í manneskjum á bara 10 vikum.

Bæði sé ég hvernig bekkjarfélagar mínir eru að vaxa og dafna með hverri vikunni sem líður og eins finn ég hjá sjálfri mér hvar mér hefur farið fram og í hverju ég þarf að vinna meira...

Fyrstu 4 vikurnar voru bara nokkurs konar kynning á þessu öllu saman. Jú við þurftum að læra mikið af lögum og okkur var alveg hent út í djúpu laugina en álagið byrjaði samt ekki almennilega fyrren á 5. og 6. viku....

Ég fann bara hvað ég var þreytt á hverjum einasta föstudegi svo að ef ég gerði þau mistök á föstudagskvöldi að leggjast upp í rúm þá nánast reis ég ekki upp fyrren næsta dag.

Það er ekki fyrren fyrst núna á 9. og 10. viku sem maður er loksins farinn að fá almennilegan árangur eftir erfiðið...

Ég efast ekki um það eigi eftir að ég eigi eftir að fá að glíma við ýmislegt áður en ég útskrifast en þegar maður er farinn að sjá árangurinn hjá sjálfum sér þá fær maður svo mikinn innblástur að maður vill bara gera meira og meira....

Ég finn hvernig ég er að styrkjast í dansinum....að læra að gera pirouette rétt að rétta úr öllu....standa teinréttur....og ég tala nú ekki um hvað maður er orðin mun liðugri heldur en fyrir 10 vikum síðan!! Það er svo margt...og svo er líka bara svo gaman að dansa! :D

Í leiklistinni....jahh við erum allavega öll farinn að fá hrós og að "þetta hafi verið brilliant" - en málið með leiklist er að þú getur aldrei vitað nákvæmlega hvað þú ert að gera rétt....eða allavega er ég alveg jafn rugluð og þegar ég byrjaði en samt sem áður þá virðist vera að ég sé orðin betri leikkona en ég var hehehe :D

Söngurinn...ég finn auðvitað mikinn mun á mér í þessu! Og það á auðvitað að ekki að vera neitt öðruvísi þar sem að við erum syngjandi alla daga vikunnar....fyrir utan æfingarnar sem við þurfum að að gera heima...

Svo er líka annað sem ég finna að ég er að styrkjast mikið í og það er að leggja texta og annað efni á minnið. Eins og ég sagði hérna að ofan þá er manni hent út í djúpu laugina strax á fyrstu vikunni og partur af því er að þú mátt aldrei horfa á texta né lög sem þú ert að syngja fyrir framan kennarana. Ég hugsa að minnsti tíminn sem ég hef fengið hingað til að læra lag utanbókar eru 2 dagar. Og manni kannski finnst það ekkert hljóma eins og neitt svakalegt. En þegar þú ert í 5 mismunandi söngkúrsum og að syngja mismuandi lög í hverjum og einum þá langar manni stundum að fara að gráta yfir því að þurfa að læra það allt utanbókar og auk þess að þurfa að "performa" lagið líka. Þýðir ekkert að standa og syngja það bara þú verður að gjöra svo vel og rífa úr þér hjartað og rétta það fram sem meðlæti með laginu meðan þú ert að synga...

.....EN ég er s.s. að verða betri í því að muna á stuttum tíma....sem er kannski eins gott fyrir svona svakalega gleymna manneskju.... :D

Eins gott að maður monti sig nú aðeins...en til þess að segja líka frá því hvað er erfitt fyrir mig..

Að vera helst til kuldalegur Íslendingur getur stundum verið ansi stór hindrun....

Það að opna sig og segja frá persónulegum hlutum til þess að seta tilfinningar í lag og annað sem maður er að vinna með er frekar erfitt fyrir Íslendinginn í mér...! Við erum alveg ferlega kuldaleg þjóð og ekki bara að ég finni það þegar kemur að því að koma fram heldur eru alltaf allir svo hroðalega vinalegir hérna. Þú kyssir og knúsar fólk sem þú þekkir nánast ekki neitt......ég varð eiginlega hálf skelkuð þegar ég kom fyrst hingað og ég er eiginlega ennþá að venjast þessu. En það kemur allt saman :D

Og í söngnum - úff BELT!! Ég varð svo pirruð á því að reyna belting í dag að ég fékk tár í augun!! Fyrrum kórmanneskja.....þá er maður alltaf að syngja á höfuðtóninum....svo að eins og er er þetta mín stærsta hindrun! En ég SKAL vinna á þessu þó svo að það sé alveg fáránlega erfitt! - og svona fyrir hvatningu hafa tveir bestu "belt-kennararnir" mínir sagt mér að þær gátu EKKERT í þessu heldur þegar þær byrjuðu en núna eru þær báðar fáránlega góðar - Þær hafa til að mynda báðar verið í hlutverkinu Grizabella í Cats sem er s.s. "Memory - hlutverkið"

En jæja nóg af þessum jappli :)

Eigið þið góða rest af viku....ég er að fara í Thanksgiving frí sem ég ætla að njóta sem mest!!!

Takk fyrir mig í bili :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Kossar og knús af klakanum :)

Pabbi.

Þórir Kjartansson, 23.11.2011 kl. 08:22

2 identicon

Gaman að fá að fylgjast aðeins með þér!

Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 08:57

3 identicon

Gaman að fylgjast með þér, frábært hvað þetta er að ganga vel hjá þér!

Þorbjörg (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 17:59

4 identicon

alltaf gaman að lesa, þú ert greinilega að læra mjög mikið í þessu námi og bara 10 vikur búnar- verður algjörlega pró við útskrift. Klárt mál!!

Veit ekkert hvað þú ert að tala um þegar þú segir BELT, ég syng bara einhvernveginn haha. En talandi um það, djöfull vantar mig þig í kórinn:)

Helena (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 23:07

5 identicon

Gaman að heyra í þér elskan.  Ég giska á, Helena,  :) að BELT sé ekki höfuðtónn, þá hlýtur BELT að vera hm.........    kannski einhverskonar brjósttónn..... eða ekki????? ;)

mamma (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 23:30

6 identicon

Vá hvað ég er montin af þér. Skil vel að þú sért örmagna eftir vikuna því að ég verð þreytt og fer í klessu bara við að lesa um það sem að þú þarft að gera. Já og ég veit hvað þú meinar með faðmlögum og því sem að við íslendingar þurfum að venjast frá öðrum... Verð stundum eins og spýta hehe. Áfram þú!

Solveig (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 14:38

7 identicon

gaman ad lesa um tig sæta min.. tyrftum ad fara ad heyrast aftur sem fyrst :) njottu takkargjørdarhatidarinnar!!

eyglo dk (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband