Bókalestur er góður fyrir tennur og bein

Jeminn eini.....ég held að ég gæti aldrei látið líða heilt ÁR án þess að líta í bók....jaaa svona þegar ég hugsa um það get ég eiginlega ekki sleppt því í mánuð nema það sé þeim mun meira að gerast hjá mér þann mánuðinn Woundering

En að lesa ekki bækur er náttúrulega bara val þess sem að les ekki. Ég vorkenni þeim samt sem að finnst leiðinlegt að lesa jafnvel þó að þeim sjálfum finnist þeim engin vorkunn. Mér finnst ekkert skemmtilegra að detta inn í bók og búa SJÁLF til heilan heim í kringum hana....hús, persónur og annað í bókinni. Þó að mér finnist bíómyndir alveg svakalega skemmtilegar þá eru bækur öðruvísi að því leitinu til að þú ákveður allt sjálfur.....s.s.það er ekki búinn til heimur fyrir þig þú býrð hann til sjálfur. Wizard

Og svo finnst mér líka alltaf pínu "sorglegt" þegar fólk segir....."til hvers að lesa bókina...ég bíð bara eftir myndinni" .....en en en...það er nánast undantekningarlaust sem að vantar alveg heilan helling inn í myndirnar sem að kemst ekki fyrir innan þess tímaramma sem er ætlast til í bíómyndum. Meira að segja þessar svakalega löngu og flottu myndir sem LOTR eru þá vantaði  samt svakalega mikið inn í þær. En það er alveg sama hvað ég segi við þetta sama fólk það nennir ekki að lesa bækurnar......

og svona fyrir utan það.....ef að myndin myndi svo ekki koma út efast ég stórlega um að þessar sömu manneskjur myndu hugsa með sér...."nú jæja....þá er kannski bara eins gott að lesa bókina" svo að þetta er lost cause anyway Wink

Annars ætla ég bara að segja það hér og nú....mér er alveg sama hvort að fólk les eða ekki en þið sem gerið það ekki vitið ekki afhverju þið eruð að missa....og þetta veit ég vegna þess að leeeengi vel las ég ekki en ákvað svo einn daginn að byrja á því og hef ekki hætt síðan Joyful Og að mínu mati hafa allir gott af því að lesa eitthvað....fólk verður vandaðra í talsmáta og lærir að nota heilan almennilega og hana nú Halo


mbl.is Líta aldrei í bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alls ekki mikil bókamanneskja en er algjörlega sammála því að allir hafi gott af því að lesa! Það er hægt að læra svo margt af bókum eins og þú segir...

Sjáumst á morgun

Helena (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:00

2 identicon

Hæ, já ég er sammála mér finnst nauðsynlegt að lesa bækur og oft þegar maður byrjar er erfitt að hætta  En anyway ég vildi bara kvitta hjá þér skvís. Gaman að lesa bloggið þitt.

Fríða snyrtipinni (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband