Hjördís Ásta
Ákvað að setja bara svona nokkrar spurningar til að auðvelda mér hvað ég á að segja
Nafn: Hjördís Ásta
Fæðingardagur: 25. maí 1985
Háralitur: Rauður
Augnlitur: Blá
Hvar áttu heima: Heimabærinn minn heitir Vík í Mýrdal en annars bý ég nú mestan hluta ársins í RVK
Starf: Ég er að vinna núna hjá pabba mínum við að hengja upp sokka en annars er ég snyrtifræðingur að mennt og er núna að taka stúdentinn
Á föstu eða lausu: á lausu
Besti matur: Mér finnst flestur matur góður ef hann er rétt eldaður. En svona uppáhalds réttir eru Karrýfiskur, tær grænmetissúpa, lax o.fl. af skyndibitamat finnst mér svo pizzur mjög góðar og nautasteik frá American Style og svo AUðvitað Kenny
Skemmtilegasti sjónvarpsþáttur: Ég er mikill sjónvarps glápari og get nánast horft á hvað sem er nema raunveruleikaþætti mér finnst þeir alveg DREP leiðinlegir (ok skal viðurkenna að ég horfi á so you think you can dance) En Friends eru my all time favorite og ég held að það séu ekki neinir þættir sem að komi í staðin fyrir þá
Besti drykkur: Mér finnst íslenskt vatn mjög gott, appelsín uppáhalds gosdrykkur og ég get drukkið heila fernu af Frissa Fríska með blönduðum ávöxtum
Besta nammið: Ég er ekkert rosalega mikill nammigrís en ef ég á að velja eitthvað þá eru það M&M hnetur get ekki hætt ef ég byrja
Sumar eða vetur: Tvímælalaust SUMAR....elska sól og hita
Bíll: Ég á ennþá fyrsta bílinn minn sem er Toyota Turin og mér þykir alveg óendalega væntum hann en því miður verð ég að skipta honum út því að hann er orðin lúinn svo að hvað á hverju verður það nýr bíll og það er kominn nýr bíll - Toyota corolla 2006 ...ég kalla hann Gismo
Stjörnumerki: Ég er Tvíburi út í gegn - það er allt tvískipt hjá mér
Ég elska: Fjölskylduna mína og vini, öll dýr, að hlægja og margt fleira
Ég hata: Ókurteist og óheiðarlegt fólk, þegar fólk ætlast til þess að ég hafi sömu skoðannir og það á hlutunum, þegar ég er trufluð við eitthvað sem að ég er niðursokkin í
Eftirminnilegt atvik: Æ það eru svo mörg. Ég man alveg eins eftir litlum "ómerkilegum" atvikum í lífinu eins og stóru atvikunum....svo að ég nenni ekki að segja frá neinu sérstöku.
Lífsmottó: Gerðu allt sem að þig langar til og lifðu lífinu til fullnustu
Framtíðarplön: Mig langar alveg ofboðslega mikið að verða leikkona í framtíðinni og hef ætlað mér að fara í leiklistarskóla úti einhverstaðar annars veit ég ekkert....sé bara til hvert lífið leiðir mig
3 hlutir sem ég get: Sungið, teiknað og lesið bók á nokkrum klukkutímum
3 hlutir sem ég get ekki: Boltaíþróttir, snert nefið á mér með tungunni og meitt dýr
Hvað kemur þér til að hlæja: Það þarf nú ekki mikið til að koma mér til þess að hlægja. Aulahúmor, svartur húmor try me...ég hlæ að öllu hehe
Hverju tekuru eftir hjá hinu kyninu: Það er nú voðalega mismunandi. Mér finnst strákar sem að eru fyndnir og ófeimnir mjög aðlaðandi en eins og ég segi þá er það mismunandi hverju sinni
Ást við fyrstu sýn: Neiii ....en hrifning við fyrstu sýn er alveg possible hef upplifað það sjálf