Færsluflokkur: Bloggar

Verður maður einhvern tíma stór???

Ég er alltaf að fresta því að verða fullorðin. Ég eiginlega nenni því ekki.....fylgir því alltof mikil ábyrgð. En þegar upp er staðið þá verð ég víst að teljast til fullorðinnar manneskju og það er alveg sama hversu oft ég segi "þegar ég verð stór" þá er ég samt orðin stór og ég verð að viðurkenna að ef ég verð eitthvað stærri en ég er þá verður það eflaust bara á þverveginn því að það er langt síðan ég hætti að stækka...GetLost

Ég veit ekki hversu mörg störf ég valdi mér að verða þegar "ég yrði stór" meðan ég var krakki -sjúkrunnarkona (já sagði það svollis) var líkleg það fyrsta, svo var það flugfreyja, lögga, slökkvuliðsmaður og á einhverjum tímapunkti ætlaði ég mér að verða köttur (samt hafði ég nú aldrei séð catwoman þá Ninja)

Já á endanum valdi ég mér svo að verða snyrtifræðingur og er nú bara nokkuð ánægð með valið en það er eins og að ég segi, í mínum augum verð ég aldrei orðin stór og ég er ekkert hcatwoman - tattooætt ennþá að velja mér framtíðarstörf og drauma. Ég á ennþá eftir að læra alveg heilmikið og verða alveg heilmikið Tounge Þess vegna finnst mér alveg tilvalin hugmynd hjá mér að verða leikkona eins og ég hef ætlað mér í nokkur ár.....því að þá get ég starfað við fleira en margur fær á sinni ævi ekki rétt?? PoliceBanditWizardAlien

Svo er nú það að komast inn í rétta skóla til þess að verða sem best leikkona og ég er með einn í huga en ef að þið eruð með hugmyndir þá eru þær vel þegnar Smile

Nú jæja...þegar upp er staðið er ég sem sagt ekki ennþá búin að ákveða alveg hvað ég vil verða þegar ég verð stór en það næsta á planinu er leikkona....ég ætti kannski bara að reyna að verða allt sem að ég hef ætlað mér yfir ævina.....hjúkrunnarkona, slökkvuliðsmaður, lögga......

jæja...okey ég hugsa að aðgerðin til þess að breyta mér yfir í kött yrði kannski aðeins of painful en hver veit það eru sumir sem að hafa reynt að breyta sér í dýr Errm OMG

Það var ekki fleira í dag börnin góð....


Ég vil ekki trúa því að fólk geti logið svona mikið...!!

Guð minn góður......hvernig dettur nokkrum manni í hug að ljúga til um svona sorglegan atburð eins og 9/11 er???

Ef að þetta er rétt að manneskjan hefur logið þessu öllu til þess að fá athygli út á það þá er hún bara ekki með réttu ráði og ætti að leita sér hjálpar. Þetta er aldeilis ekki lygi sem að hefur verið lítil og kannski snúið örlítið upp á sig. Þessi manneskja hefur ætlað sér að ljúga frá fyrsta degi. En svona eru sumir sick í höfðinu.

En ef að hún er nú á annað borð að segja satt...hvers vegna þá ekki að fá þessa ekkju til þess að koma fram og segja að hún hafi látið hana hafa hringinn.

Ég veit að ég er ansi svartsýn en hefur þessi manneskja ekki bara verið einhver staðar að halda fram hjá sínum heittelskaða Dave og fengið svo mikið samviskubit yfir því að hún hefur logið því að hún hafi verið í turnunum? Það er það eina sem að mér dettur í hug sem að gæti útskýrt þetta.....því að ef að hún getur logið svona stórt...þá gæti hún alveg eins verið líklega til þess að halda framhjá líka....!!!

En við skulum vona hennar vegna að hún segi satt því annars verða alveg öruggleg ekki margir eftir í hennar vinahóp Shocking


mbl.is Leiðsögumaður um Ground Zero villti á sér heimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djammtýpur

Ég er mjög aktív í djamminu og hef verið svona síðast liðið ár og eins og mér finnst nú gaman að dansa á skemmtistöðum og svona þá finnst mér líka alveg rosalega skemmtilegt að fylgjast með fólkinu og ég er komin á þá skoðun að það eru til svona “týpur” sem fara út á djammið. Og svona er sem sagt mín mynd af þessum týpum....

Vonandi nennið þið að lesa þessa langloku hehe W00t  

Sá fyllsti: Það eru þeir gaurar sem að gjörsamlega VELTA um og svona hálf partinn grípa í alla sem fyrir verða svo þeir hreinlega detti ekki í gólfið. Endrum og sinnum stoppa þeir svo og líta hálf luktum augum í kringum sig og venjulega stoppa þegar þeir sá stórt par af brjóstum eða flottan rass til að glápa á og ef að annað hvort er nógu nálægt þá jafnvel teygja þeir út höndina til að snerta.....*slapp* maður þarf að berja á höndina á þeim eins og þeir séu börn sem að mega ekki snerta alla fallegu hlutina í hillunni.Wink 

Eldri “frúin” :  Já það eru alltaf til það sem að maður myndi kalla kannski þær sem að eru svona í eldri kanntinum og halda samt að þær séu ennþá um tvítugt og klæða sig þar af leiðandi eftir því (dæmi nú hver fyrir sig hvað þeim finnst óviðeigandi klæðnaður fyrir hvaða aldur). Þessar dömur eiga það til að vera einar að dansa á gólfinu og helst hengja þær sig á einhverja yngri herramenn sem að vilja þá sem fyrst koma sér í burtu (ja allavega svona yfirleitt) og þeim er bara alveg sama hvort að þeir fara eða ekki því þá færa þær sig bara yfir á næsta mann. Þær eru mjög oft aðeins fyllri en að gott þykir og dansa alveg eins og brjálæðingar. En það verður ekki af þeim tekið að þær eru alveg hressar as hell.Cool 

Einmana gæinn: Þessi týpa dansar aldrei og ef hann hættir sér nógu nálægt dansgólfinu þá passar hann að láta ekki taktinn ná sér á sitt vald. Annars eru þeir oftar en ekki á barnum og bíða eftir því að einhver kvenkynsvera gefi sig á tal við hann og bíður henni þá í glas og yfirleitt er hann ekkert að trana sér fram og kalla eftir þjónustu svona til að halda sem lengst í félagskapinn. Svo er það nú yfirleitt þannig að þeir fara einir heim enda einkennir það einmanaleikan að vera einn.Errm 

Heita stelpan: Þetta er stelpan sem að allir horfa á...bæði strákar og stelpur...en ekki í sama tilgangi. Stelpur horfa á hana og hugsa *afhverju er ég ekki svona hot* og strákar *það væri nú ekki leiðinlegt að taka þessa með sér heim og...*ehem já you get the picture. Þessar stelpur sitja yfirleitt eða standa allt kvöldið á mismunandi stöðum en í eina skiptið sem að þær sjást á gangi er ef að þær eru að fara í klósettið og laga make up-ið, annars dansa þær ekki annars vegar vegna þess að þær gætu brotið hælana á skónum sem að þær eru í sem er næstum því ekki hægt að ganga á af því að þeir eru svo háir (hvað þá dansa á þeim) og hins vegar vegna þess að það verður alveg óhugnalega heitt á dansgólfum skemmtistaðana og ekki mega þær sjást svitna...god forbid.Halo 

Dans freakin: Þetta geta verið stelpur og strákar en kynin haga sér ekki eins undir þessum kringum stæðum.

Stelpur: Dansa eins sexy og þær geta....með misgóðum árangri auðvita. Elska að dansa utan í strákum sem að þær þekkja ekki en slá svo á hendurnar á þeim ef að þeir verða of ágengir og fara aftur til vinkvenna sinna. Þessar stelpur eiga það soldið til að vera í sömu vinahópunum og geta þess vegna verið saman í hóp og finnst það bara gaman.Kissing

Strákar: Taka gjörsamlega trylling ef að það kemur lag sem að þeim líkar og mjög oft verður fólkið í kringum þessa gaura vel pirrað þar sem að þeir hoppa eins hátt og þeir geta upp í loftið og þegar þeir lenda skoppa þeir í einhverja átt og láta alla í kringum sig taka höggið til að þeir detti ekki bara. Þeir syngja hæst af öllum...nei ÖSKRA hæst af öllum og það er nú yfirleitt sem að þeir annað hvort kunna ekki lögin eða bara geta ekki haldið sig á réttri nótu þó að lífið lægi við.Pinch

Slagsmálahundurinn: Þessir bjánar fara út í byrjun kvölds með það í hausnum að í kvöld “skuli þeir berja einhvern í köku” (held að þeir séu þá pirraðir í byrjun kvölds útaf einhverju allt öðru og  ætli að láta það bitna á einhverjum ræfil sem að veit ekki hvaða á sig stendur veðrið) Mjög oft eru þessir menn á dansgólfinu og ef að einhver snertir þá með svo mikið sem litla fingri þá verða þeir brjálaðir og halda að allur heimurinn sé á móti þeim. Ef að einhver lætur svo tilleiðast og verður pirraður á móti og fer í slagsmál við viðkomandi þá er þeim hent út af staðnum innan mínútu og svo er fyrir að þakka yfirleitt góðri dyravörslu (jaaa þetta er allavega svona á staðnum sem að ég er mest á).Ninja

Reykinga fólkið: Þetta er nýtilkomin hópur þar sem að reykingarbannið er komið á öllum stöðum landsins. Þessir angar hýrast úti alveg sama hversu kalt er. Þessi hópur kemur auðvita úr hinum ýmsu áttum en það er samt mjög oft þannig að því finnst leiðinegt að standa eitt og reykja og finnst alveg óskaplega gaman að tala við hvern sem er. Þar af leiðandi er mjög oft mikið skvaldur og mikill hlátur í reykplássunum fyrir utan staðina.Tounge

Litlu börnin: Það eru nú ekki neitt svakalega mörg ár síðan ég fór sjálf að komast inn á staði en það kemur ekki í veg fyrir það að stundum get ég alveg hreint glápt á einhvern einstakling sem að sést laaaangar leiðir að á ekki heima aldurslega séð inni á stöðunum. Þetta litla fólk horfir oft stórum augum á allt í kringum sig en reynir samt að leyna því eins og það getur að það er undir aldri. Það er feimið og þorir ekki fyrir sitt litla líf að fara sjálft á barinn en ef að það hittir einhvern sem að það þekkir sem að getur keypt þá er það undir eins komið með seðla og réttir þeim hann til að kaupa handa sér krana bjór (það er sjaldnast eitthvað annað áfengi allavega eftir því sem að ég sé)Police

Two in one: Þetta er sem sagt parið sem að stendur út á gólfi og tékkar á því hvort að það geti hreinlega ekki bara étið hálskirtlana á hinum aðilanum. Það tekur ekki eftir neinum öðrum en henni/honum í kringum sig og horfist alltaf í augu ef að það slitna þá sleftaumarnir á milli þeirra á annað borð. Þau fara svo yfirleitt aðeins fyrr heim en aðrir til að geta náð sér sem fyrst í leigurbíl til þess að kossaárásin geti haldið þar áfram.ToungeKissing

Ég er auðvita ekki að segja að allir falli undir einhvern af þessum hópum sem að ég er að nefna hér til gamans en hefur maður samt ekki einhver tíma upplifað sig kannski pínulítið í einhverjum af þeim?? Ég veit allavega að ég hef gert það og ef að það er hópur sem að ég vil helst ekki vera í þá finnst mér það samt allt í lagi því að ég get helgið að því seinna. En ef að ég er að gleyma einhverri mikilvægri týpu endilega segið mér frá því

Later...Smile


Japani, internet og dagblöð....

Alltaf á sumrin fer ég út á land og vinn í ferðamannaverslun föður míns. Það er alveg með ólíkindum hvað sumir útlendingar geta komið með skemmtileg og stundum alveg hreint heimskulegar spurningar. Það er meira að segja stundum sem að þeir hafa sérstakt lag á því að reyna að segja manni ævisögu sína þegar það bíða um 30 manns í röð á eftir þeim......já þeir eru sko ekki með íslenska stressið í sér það er alveg á hreinu Smile

Í sumar var ég einu sinni sem oftar bara bak við borðið að dunda mér eitthvað og fylgjast með því sem að fólkið var að gera og þá kemur alveg þessi indælis Japani skælbrosandi til mín og fer að spyrja mig útúr um Ísland.....ég tók þessu nú bara létt svona fyrst og svaraði samviskusamlega þar sem að það var lítið að gera og mér finnst alveg rosalega gaman að spjalla við fólk sem að ég þekki alls ekki neitt...Tounge

Þegar hann var búin að spyrja um það helsta hvernig væri nú að búa þarna og þess háttar fóru samræðurnar út í eitthvað sem að ég flissa ennþá yfir ef að ég hugsa um það....W00t

Við skulum taka með í reikningin að þessi ágætis maður var komin á syðsta punktinn á Íslandi og þar af leiðandi eflaust búin að vera á landinu í svona 2 kannski 3 daga. Það stendur tax free tölva á búðarborðinu (svo sem ágætis apparat og góð til síns brúgs en ekkert til að hrópa húrra fyrir)

Japaninn - J og svo Ég - H

(Samtalið fór fram á ensku)

-J: Já þið eruð með svona?

-H: Ha? Svona hvað?

-J: Nú svona tölvu

-H: (soldið hissa á því út í hvað þetta samtal var komið) Já...þessi er ágæt, en ég get ekki verið að hanga á internetinu í henni samt (brosi svona sætt eins og ég sé að grínast)

-J: Nú eru þið líka með internet hérna?

-H: (Byrjuð að glotta svona út í annað) Já já....ég hugsa að flest heimili á Íslandi séu með internet

-J: Vaaaá þetta vissi ég ekki, og eru þið þá líka með dagblöð á Íslandi?

(Nú...ég er sem sagt þannig að þegar fólk er byrjað að koma með furðuleg komment eða spurningar þá á ég það til að fara brosa óstjórnlega og ef mikið gengur á þá fer ég að flissa alveg þvert gegn vilja mínum)

-H: Ehem....já já...það eru kannski svona 3 eða 4 stór dagblöð og auðvita alveg hellingur af tímaritum...

-J: Vá! Og til hvers eru þau?

-H: (Á þessum tímapunkti var byrjað að komu upp í mér ansi stórt bros og soldið fliss...ég hélt að maðurinn væri að grínast) Til hvers? Bara svona til að koma með helstu fréttir svona innan lands og utan hugsa ég.....eru dagblöð ekki vanalega til þess?

-J: Já þið skrifið þá mikið til um önnur lönd....(og við skulum hafa á hreinu að þetta var bara staðhæfing hjá honum ekki spurning)

-H: Ööööö (ég var eiginlega komin út í svo mikið "halda niðrí sér" fliss þarna að ég bara gat ekki svarað manninum)

-J: Þetta er svo lítið land að það gerist nú ekki mikið hérna (Eins og það breyti EINHVERJU hversu lítið það er) Segið þið ekki bara frá því sem að nágranninn gerði?....ekki getur það nú komist í blöðin...

Þarna gat ég hreinlega ekki meira og kinkaði bara kolli.....einhvern vegin náði ég að klára samtalið án þess að stórslys yrðu en ég bara get ekki annað er haldið að mann greyið hafi verið að gera grín að mér......og ef svo er þá er maðurinn alveg snilldar leikari því að hann hélt andliti allan tíma og það var eins og að hann gerði sér enga grein fyrir því að mig langaði að detta í gólfið af hlátri. Svo tók hann mynd af tax free tölvunni, brosti út að eyru.....-keypti ekki neitt- og labbaði út.

Ég var í góðu skapi allan daginn eftir þetta líka fróðlega samtal...jaaa vonandi  fræddi ég hann allavega alveg fullt Tounge

En þetta er nú bara lítið brot af því sem að túristar taka upp á að gera eða segja...ég gæti komið með ALLTOF langa færslu ef að ég ætti að fara að segja frá því öllu saman...en mikið geta þeir glatt mig stundum Joyful


Heimurinn versnandi fer :D

Jæja já....ef að fólk er farið að auglýsa sig á mjólkurfernum þá held ég að þetta sé búið.

Nú er ekki nóg að hafa hundruði netsíða sem að ganga út á það að fólk finni þann eina eða þá einu réttu heldur er fólk farið að auglýsa sig á matvörum líka. Ég hugsa að þetta sé komið úti of mikið rugl eða hvað haldið þið? Mér finnst einkamála síður bara alveg meira en lítið í lagi fyrir þá sem finnst það henta sér en matvörur?

Væri nú ekki ráða að reyna frekar að koma sér út í búð og kaupa mjólk og kannski hitta þá drauma prinsinn eða prinsessuna fyrir framan mjólkurkælinn ferkar en að láta kjánaglottið á sér framan á einhverja mjólkurfernudruslu og vonast til þess að einhver heillist haaa???

En ég sé reyndar ekki fyrir mér að Íslendingar færu að taka upp á þessu....eða sjái þið vin ykkar fyrir ykkur verða svo desperate að þeir færu að skella smettinu á sér á kaffipoka? Ég hugsa ekki....

En þetta gleður það verður að segjast...ég allavega hló alveg fullt þegar ég las fréttinu Grin


mbl.is Ástarsaga í kjölfar auglýsingar á mjólkurfernu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verknám vs. Bóknám

Jahh....maður er búin að færa sig yfir á annað blogg og svo veit maður náttúrulega ekkert hvað á að blogga um.

Ég skráði mig aftur í skóla í síðustu viku..ætla mér að fara að taka stúdentinn sem er víst alveg bráðnauðsynlegt í margra augum. Ég sé svo sem ekki afhverju þetta er það mikilvægasta í heiminum en allt í lagi að gera það samt.....ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að nota stúdentsprófið í....því að ég er alls ekki þessi háskólatýpa. En þetta lítur vel út ef maður ætlar að sækja um vinnu og fleira.

Oftar en ekki verð ég alveg ægilega pirruð þegar sumt fólk lítur niður á mig fyrir að hafa verið "bara" í verknámi. Jaaaa fyrir þá sem að halda því fram að verknám sé eitthvað svakalega mikið auðveldara heldur en bóknám þá get ég alveg sagt ykkur það greyin mín að það er mikill misskilningur. Það er ekki neitt minni vinna að læra að verða smiður, snyrtifræðingur eða rafvirki. Og það sem meira er....þetta sem að verknámsnemar læra er bráðnauðsynlegt fyrir flesta....í hvaða húsum myndum við búa ef að ekki væri fyrir smiði eða hvað gerist ef að rafmagnið bilar hjá fólk...þá er kallað á rafvirkja og ég hugsa að svona all flestar konur fari reglulega í litun og plokkun ef ekki meira dekur heldur en það.

En ég er auðvita ekki að segja að bóknám sé eitthvað minna mikilvægt alls ekki. En svona fyrir þá sem að halda að háskóli sé það allra mikilvægasta í námi hvernig væri að hugsa málið aðeins betur því að það er ekki af ástæðulausu sem að maður fer í nám til að læra að verða "verkamaður" það þarf að kenna það...maður fæðist ekki sem einhver snillingur í að greina húðvandamál hjá fólki eða að læra að byggja tjahh ég veit ekki hringstiga kannski...það er alveg örugglega ekki auðvelt....ég get stundum hugsað til þess með hryllingi hversu mikið ég þurfti að læra um húðina, vöðvana og beinin til þess að verða "ómerkilegur snyrtifræðingur"

Smá vangaveltur....Shocking

Hjördís

 


Fyrsta blogg...

Já...ég er nú bara svona rétta að prófa áður en við systurnar rífum okkur upp úr þessari djöfuls leti sem að virðist alltaf taka öll völd hjá okkur. Já við ætlum sko að TAKA TIL....mér finnst við alveg ægilega duglegar Cool

Já þessi stutta færsla var sem sagt smá æs...og svo koma auðvita snilldarfærslur hjá mér næstu daga....er það ekki? LoL

Þangað til næst....

Hjördís


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband