Ertu status-týpa?

how to indeed.... :P

Ég hef ekki bloggað í tvö ár....nánast upp á dag. Fannst svona komin tími til Smile

Þegar ég var að lesa yfir gömlu bloggin þá fékk ég nú stundum smá kjánahroll, jafnvel þó að það séu ekki nema tvö eða þrjú ár síðan ég skrifaði þetta. Samt gaman að skoða Smile

Síðan ég bloggaði síðast hefur facebook komist í tísku. Ég veit að það var til staðar í byrjun árs 2009 en það var ekki orðið svona svakalega stórt ef ég man rétt.Woundering

Í dag eru allir með facebook (og ég á örugglega eftir að "pósta" þessari færslu þar svo að það séu örugglega sem flestir sem fái að sjá þetta hjá mér Cool)

Þú ert ekki maður með mönnum ef þú átt ekki facebook í dag...já bara hreint út sagt undarlegur ef þú ert fæddur einhversstaðar á bilinu 1965 (og jafnvel eldra) til 1999 (og jafnvel yngra) ef þú hefur útaf einhverjum ástæðum ákveðið að taka ekki þátt í þessu rugli sem fer þarna fram....

Ef út í það er farið er hægt að gera hluti á facebook sem telst ekki til almennrar kurteisi í dag og komast upp með það....Til dæmis getur þú potað í fólk daginn út og daginn inn og það finnst öllum það bara allt í lagi. Sérðu ekki fyrir þér ef þú færir nú og værir alltaf potandi í alla þá sem þú þekkir meira eða minna, þvílíkur endemis dónaskapur...Joyful

En svona án alls gríns þá getur maður, eins og við stelpurnar köllum það, spæjað fólk alveg vandræðalega mikið á þessum vef og þar afleiðandi sogið í sig ógrynni af upplýsingum um viðkomandi sem maður ætti alla jafna ekki að vita. Pinch

Þetta getur náttúrulega orðið enn vandræðalegra ef maður stendur í fyrstu kynnum með einhverjum. Auðvitað er rokið beint á facebook og spæjað úr sér líftóruna og svo hefur maður ekki hugmynd um hvort að manneskjan sagði manni það sem að maður veit um hana eða hvort maður náði sér í upplýsingarnar myglaður og sveittur eftir æfingu í World Class, með hárið allt út í loftið á "gloomy" þriðjudegi eða þ.e.a.s ekki í því ástandi sem maður myndi nokkurn tíma leyfa einhverjum, sem maður var að kynnast, sjá sig. Halo

En ég er eins og allir aðrir og get ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að sleppa því að vera með facebook.....gvööööð hvað ég get skemmt mér vel við það að skoða aðra. Nágranna-njósnir frá því í gamla daga hafa verið teknar á hærra plan....Bandit

Þegar kemur að þessu eins og mörgu öðru hjá mér þá finnst mér alltaf gaman að reyna að sjá sérstakar týpur útúr fólki...."status-týpur". Og ég er ekkert endilega að setja þetta út sem slæman hlut, þó svo að það geti alveg verið slæmur hlutur líka. Það eru sumir af mínum facebook vinum sem ég get alltaf verið vissum að komi með einhverja snilldar-statusa. Kannski alltaf um eitthvað svipað og jafnvel alltaf það sama...en ávallt, ávallt eitthvað sem maður hefur gaman að Wink

Ég hugsa að það viti allir hvað ég á við þegar ég tala um þetta og fólk hefur ÁN efa rætt þetta við einhvern en ég ætla bara að skrifa þetta upp eins og það kemur mér fyrir sjónir og vonandi særi ég ekkert voðalega marga í  ferlinu Devil

Here we go:

Fyrsta týpan...hef soldið gaman að þessari týpu....það er meira að segja soldið af þessari týpu í mínum statusum:

  • Matarstatusa-týpan: Það er alltaf verið að segja frá því hvað maður er að borða....hvort sem að það gengur út á það hvað maður er MEGA, FRIGGIN', FLABBERING duglegur að borða hollt eða fáránlega spenntur fyrir því að feitasta pizza með 10 kjötáleggstegunum er detta í hús...mmmm ég er bara farin að slefa W00t

Svo er það týpan sem ég nánast örmagnast við að lesa hjá status-a:

  • Ómennskt-duglegastatusa-týpan: Búin að fara í ræktina, skrifa 80bls ritgerð, elda matinn fyrir alla vikuna, þvo þvott fyrir allt árið, unga út sex krökkum og koma þeim á legg, fara út í heim og lækna AIDS......okey...kannski ekki alveg....en viti þið samt ekki hvaða týpu ég er að meina? Ætli þetta fólk sé aldrei að ljúga? Ég bara spyr....Shocking

Hefur þú einhvern tíma gubbaði yfir tölvuna þína? Tölvan mín er stundum í mikilli hættu þegar þessar týpur byrja að tjá sig Sick:

  • Sykurhúðarvelgjustatus-týpurnar: Það virðist allt, alltaf vera í einhverjum rósrauðum bjarma hjá þessum týpum. Það leikur allt í lyndi og lífið er svo yndislegt....þetta eru oftar en ekki líka "knús á þig" týpurna....já þú veist hvaða týpu ég er að meina. ææææ þessar týpur eru kannski krúttlegar stundum.....KNÚS Á ALLA ÞÁ SEM ERU ÞESSI TÝPA InLove

Ég held að ég falli sterklega undir næstu týpu....ætti maður kannski að reyna að laga það...Whistling:

  • FMLstatus-týpan: Þetta er NÖLDRANDI týpan....ó já....Umferðin í RVK: FML, það er snjór úti: FML, bíllinn bilaði og ég þurfti að borga það  sem kemst nálægt því að borga Ice-save skuldina til að laga hann: FML, ég nenni ekki í vinnuna í dag afþví að allir eru neyddir endaþarmsskoðun: F*** my life.....hmmm...ef svo væri...væri kannski allt í lagi að vera nöldrandi týpan W00t

Hefuru einhvern tíma verið massi í besta formi lífs þíns? Ekki? Þá máttu eiginlega ekki setja út á þessa týpu.....

  • Flotta/fittstatus-týpan: Þetta er fallega fólkið....þetta er fólkið sem er í besta forminu og getur haldið á 20kg lóðum með litla fingri á meðan það hleypur blindandi upp og niður Esjuna í -15°C og blæs ekki úr nös. Það er með mínus í fituprósentu og borðar bara brokkólí af því að það þarf ekki meira....þetta ER fallega fólkið...Cool

Hættu að hanga á facebook í vinnunni.....máttu það...? Er það? Vá hvað þú ert í skemmtilegri vinnu..!

  • Work-aholicstatus-týpan: ææææ maður verður nú að fyrirgefa vinnu-statusana. Ef að líf þitt er vinnan og þú hittir aldrei maka þinn, börnin þín, vini þína, köttinn, páfagaukinn né köngulóna sem er búin að koma sér fyrir í horninu í svefnherberginu þínu af því að þú ert aldrei heima til að þrífa þá verður maður að fyrirgefa vinnustatus-týpuna. Ef maður er ALLTAF í vinnunni og sér aldrei til sólar getur maður þá sett eitthvað annað í status?? Errm

og síðast en ekki síst skulum við taka týpuna sem enginn þolir og flestir halda í þá von að verða aldrei:

  • Vælustatus-týpan: Manneskjan sem að talar...nei ekki talar VÆLIR um líf sitt á facebook. Að einhver sé vondur við sig, að lífið sé ömurlegt, að ég hafi verið að grenja og þess vegna er þungu fargi af mér létt, að "kærastinnvaraðdömpamérafþvíaðégermeðsvoljótartær" - USS hættu núna!!!...í guðs almáttugs bænum ef þú ert vælustatus-týpan farðu þá og talaðu við einhvern "smetti-í-smetti". Því að ég skal segja þér það að þú átt ekki 563 NÁNA vini.....það er alveg örugglega svona 555 af þessum "nánu" vinum þínum á facebook alveg....afsakið orðbragðið SKÍTsama...


Og þetta eru nú bara status-týpurnar.....svo er líka hægt að skipta fólki í fleiri týpur á facebook.....leikjatýpur, "joina-alltof-mörgum-grúppum" týpur (ég er ein af þeim W00t), skiptir alltof oft um profile-mynd týpur o.s.fr.

En annars held ég all-flestir séu kannski bara nokkuð eðlilegir á facebook og setji bara eitthvað í status sér og öðrum til gamans Smile.......og þessi bloggfærsla er einmitt gerð í þeim tilgangi....."til gamans" Joyful

Hvað segi þið um þetta lömbin mín?

Er bara nokkuð hress með að blogga.....sjáum til hvort ég helst eitthvað við það

kv. Dísa litla ljósálfur Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er náttl.bara djöfulsins tærasta snilld :) og mikið sannleikskorn í þessu hahahah

selma (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband