25.10.2011 | 01:46
Stórborgin
Ætli það sé ekki best að nota þetta blogg í eitthvað almennilegt eins og að blogga um reynsluna sem maður hefur uppúr því að vera hérna í New York city! :)
7. vikan í skólanum byrjaði í dag og ég trúi því varla að ég sé búin að vera hérna í 8 vikur...
Skólinn er frábær! Námið er krefjandi og mikil vinna en ég nýt þess í botn að vera hérna og fá að læra hjá öllu þessu frábæra fólki. Kennararnir mínir eru allir mikil reynsluboltar af Broadway og margir hverjir að vinna þar samhliða því að kenna í skólanum.
Kannski ég segi bara aðeins frá kennurunum mínum....
VP Boyle - VP er maðurinn á bakvið musical theatre deildin í NYFA. Hann er einn eftirsóttasti áheyrnaprufu-þjálfarinn (já...það er hægt að starfa við allan andskotan hérna í Ameríku) í New York. Hann fór í samstarf við NYFA og hefur unnið hörðum höndum að því að byggja deildina upp svo hún lagi sig að því að þjálfa nemendurna til að verða þau bestu í bransanum. Og hann fékk til liðs við sig besta fólkið af Broadway sem hefur reynsluna, hæfileikana og veit upp á hár hvað þau eru að tala um.
Thom C. Warren - Ahhh Thom....uppáhalds kennarinn minn. Hann kennir sögu Musical theatre ásamt söngþjálfun af ýmsum toga. Hann er eins og er í Lion King á Broadway og leikur þar til skiptis Skara, Sasú og Púmba :)
Kristy Cates - Kristy kennir söng og söngframkomu þ.e.a.s. það er ekki nóg að kunna að syngja þú verður líka að kunna að leika það sem þú ert að syngja....og skv. Kristy hefuru ekki rétt á að syngja "stóru nóturnar" nema þú vinnir þér inn þann rétt....og þú gerir það með því að leika lagið út í gegn!......but NO indications!
Chad Austin - Chad er engum líkur. Hann er ballet þjálfari "from hell". Frábær kennari og þú færð ekkert brake hjá honum!! Hann lærði í Rússlandi og ég held að það segi allt sem segja þarf. Hann er alveg fáránlega fyndin og það er sko aldrei leiðinlegt í tímum hjá honum.......(þó svo að hann hafi komið táraflóði af stað hjá nemanda einu sinni á önninn sem ég veit um). Hann dansar mjög oft fyrir Metropolitan Óperunni en annars ferðast hann víðsvegar...núna síðast var hann að dansa í Svanavatninu í Florida.
Deidra Goodwin - Jazz og Theatre dans. Deidra er Musical theatre stjarna sem er með allan pakkan. Hún syngur, dansar og leikur og gerir það allt saman óaðfinnanlega! Ef þið hafið séð Chicago-myndina þá er hún ein af gellunum sem að er í "Cellblock tango". Annars lék hún Vilmu í Broadway uppfærslunni og er eins og er í Silence the musical (sem er söngleikur um Silence of the lambs :D )
Anna Ebbesen - Anna er aðal píanó-leikarinn í deildinni. Hún er eldklár og hefur verið tónlistarstjóri fyrir mikið af frægum söngleikjum m.a. A chorus line, Wizard of Oz o.fl. Anna hefur líka samið mikið af tónlist fyrir söngleiki. Hún er líka í miklu uppáhaldi hjá mér.
Þetta eru þau sem að kennar okkur mest....annars eru þau fleiri og hverju öðru meiri snillingar t.d. Lauren (Speech - ég elska Lauren en speech er nú meira helvítið.....ef maður er ekki Amerískur þá þarf maður sko að leggja sig fram!) Andrew - Music theory, Michelle - kennir okkur líka jazz og teatre dans, Dan - Acting technique og Katie - Improvisation sem er án efa ein fyndnasta manneskja sem ég hef hitt!!
Hingað til líkar mér vel í borginni þó svo að ég fái stundum heimþrá. En þá er bara að drífa sig að gera eitthvað uppbyggilegt og það er nú ekkert lítið sem hægt er að hafa fyrir stafni hér...
Jæja þetta er komið gott í bili.
Ég blogga meira seinna :)
Kv. Dísa í borginni :D
Athugasemdir
Gaman að heyra frá lífinu í NY og frábært að heyra að það sé nóg að gera og gaman hjá þér :) Hlakka til að fylgjast með þessu bloggi þínu :)
Sigga Dögg (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 07:23
Skemmtilegt að lesa um hvað þú ert að bralla! Njóttu þín! Segi eins og Sigga Dögg, hlakka til að lesa næstu blogg.
Margrét Lilja (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 08:09
Gaman að lesa þetta og heyra hvernig er hjá þér. Langar að heyra meira :-)
Helga Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 09:07
ánægð með að þú sért byrjuð að blogga, ég verð dyggur lesandi:) Hlakka til næst!
Helena (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 10:22
ánægð með þig gæra :) like
Selma Guðbrandsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 11:03
ánægð með þig :) hlakka til að lesa næsta blogg :)
Tinna Hrund (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 13:09
Skemmtilegt, kannski hringi ég aðeins sjaldnar mamma
Mamma (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.