6.11.2011 | 15:16
Próf, Daylight Savings og Hugh Jackman bell kicking!
Hörku vika að baki. 2 miðannapróf og eitt lokapróf. 8 vikur af Speech voru að enda og við taka 8 vikur af Shakespeare..
Ég hef nú aldrei skilið afhverju allir leikarar þurfa að læra Shakespeare. En ég vonandi fæ innblástur á næstu 8 vikum sem lyftir mér á hærra plan og lætur mig sjá ljósið. Við erum þegar búin að fá eina Sonnetu til að læra utanbókar...áður en tímarnir eru einu sinni byrjaðir svo ég efast ekki um að það verði nóg að gera í þessum áfanga :)
Miðannaprófin sem ég tók voru svo í Song interpretation og History of musical theatre. Held að mér hafi gengið bara aldeilis ágætlega á báðum. Fæ einkunnir í komandi viku....það verður spennandi að sjá hvað bókstafi ég fæ...
Já það er nú annað...hérna í Ammirrríku þá gefa þeir í bókstöfum....ég hef ekki fengið einkunnir í bókstöfum síðan ég var 9 ára ef ég man rétt, eða jafnvel yngri ég bara man það ekki. En ég er búin að vera gera verkefni og taka lítil próf og ég hef en ekki fengið neitt undir B og flestar einkunnirnar eru A. Sem þýðir sem sagt að ég er bara á góðu róli :D
Í dag breyttist svo tíminn hjá mér svo nú er ég 5 tímum á eftir Íslandi en ekki bara 4. Get ekki sagt að ég sé eitthvað hoppandi glöð yfir því eins og það sé ekki nógu mikill tímamunur samt!! Daylight Savings! pff...
......Ég græddi samt extra klukkutíma í dag. Sem er nú alveg gott þar sem að ég er að fara á tökustað til að hjálpa með smávægilegt make-up í stuttmynd hjá einum nemandanum sem er í film prógramminu í skólanum. Bara svona skemmtileg tilbreyting frá hversdaglífinu held ég.
Er búin að eiga glimmrandi fína helgi og núna tekur við önnur vika með undarlegu prófunum þ.e.a.s. prófi í:
Showcase: Sem er eiginlega bara próf í kórsöng.....ég ætti nú að rúlla því upp er það ekki?!...ef ekki þá er nú eitthvað að :P
Jazz og theatre dansi: Skriflegt og verklegt próf í dansi "gerðu pirouette" eða "hvað er supporting leg". Flick kicks, fan kicks og svo auðvitað bell kicks sem félagi minn Hugh Jackman gerir alveg einstaklega vel í Oklahoma...hoppa upp hælar saman svo maður myndar bjöllu í loftinu!! :D
Og svona "on a side note" Hugh Jackman alveg sérlega kurteis og indæll í alvöru.......æææi við skulum bara segja það sem þarf að segja. Hann er HOT!! :D
Eigið góða viku kæra fólk
kv. Dísa
Athugasemdir
Þetta hljómar allt svo spennandi! Gangi þér vel í prófunum!
Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 15:49
Flottar einkunnir stelpa.... :)
mamma (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.