11.9.2007 | 14:23
Verknám vs. Bóknám
Jahh....maður er búin að færa sig yfir á annað blogg og svo veit maður náttúrulega ekkert hvað á að blogga um.
Ég skráði mig aftur í skóla í síðustu viku..ætla mér að fara að taka stúdentinn sem er víst alveg bráðnauðsynlegt í margra augum. Ég sé svo sem ekki afhverju þetta er það mikilvægasta í heiminum en allt í lagi að gera það samt.....ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að nota stúdentsprófið í....því að ég er alls ekki þessi háskólatýpa. En þetta lítur vel út ef maður ætlar að sækja um vinnu og fleira.
Oftar en ekki verð ég alveg ægilega pirruð þegar sumt fólk lítur niður á mig fyrir að hafa verið "bara" í verknámi. Jaaaa fyrir þá sem að halda því fram að verknám sé eitthvað svakalega mikið auðveldara heldur en bóknám þá get ég alveg sagt ykkur það greyin mín að það er mikill misskilningur. Það er ekki neitt minni vinna að læra að verða smiður, snyrtifræðingur eða rafvirki. Og það sem meira er....þetta sem að verknámsnemar læra er bráðnauðsynlegt fyrir flesta....í hvaða húsum myndum við búa ef að ekki væri fyrir smiði eða hvað gerist ef að rafmagnið bilar hjá fólk...þá er kallað á rafvirkja og ég hugsa að svona all flestar konur fari reglulega í litun og plokkun ef ekki meira dekur heldur en það.
En ég er auðvita ekki að segja að bóknám sé eitthvað minna mikilvægt alls ekki. En svona fyrir þá sem að halda að háskóli sé það allra mikilvægasta í námi hvernig væri að hugsa málið aðeins betur því að það er ekki af ástæðulausu sem að maður fer í nám til að læra að verða "verkamaður" það þarf að kenna það...maður fæðist ekki sem einhver snillingur í að greina húðvandamál hjá fólki eða að læra að byggja tjahh ég veit ekki hringstiga kannski...það er alveg örugglega ekki auðvelt....ég get stundum hugsað til þess með hryllingi hversu mikið ég þurfti að læra um húðina, vöðvana og beinin til þess að verða "ómerkilegur snyrtifræðingur"
Smá vangaveltur....
Hjördís
Athugasemdir
Lýst vel á að þú farir í skóla! Mér finnst starfsheitið snyrtifræðingur í raun vera meira en það að vera "bara" stúdent. Hef alltaf litið á stúdentsprófið sem upphafið af einhverju meira. Og ekki má gleyma því að samningurinn sem þú ert núna á er líka hluti af náminu þannig þetta er ekkert eitthvað smá-nám eins og sumt fólk heldur örugglega.
Helena (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 14:48
Fólk sem er illa haldið af menntasnobbi er eitt það allra versta sem ég veit
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 11.9.2007 kl. 18:13
ALLT nám er merkilegt! :) En mér finnst þú dugleg að skella þér í þetta!;)
Magga (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.