Heimurinn versnandi fer :D

Jæja já....ef að fólk er farið að auglýsa sig á mjólkurfernum þá held ég að þetta sé búið.

Nú er ekki nóg að hafa hundruði netsíða sem að ganga út á það að fólk finni þann eina eða þá einu réttu heldur er fólk farið að auglýsa sig á matvörum líka. Ég hugsa að þetta sé komið úti of mikið rugl eða hvað haldið þið? Mér finnst einkamála síður bara alveg meira en lítið í lagi fyrir þá sem finnst það henta sér en matvörur?

Væri nú ekki ráða að reyna frekar að koma sér út í búð og kaupa mjólk og kannski hitta þá drauma prinsinn eða prinsessuna fyrir framan mjólkurkælinn ferkar en að láta kjánaglottið á sér framan á einhverja mjólkurfernudruslu og vonast til þess að einhver heillist haaa???

En ég sé reyndar ekki fyrir mér að Íslendingar færu að taka upp á þessu....eða sjái þið vin ykkar fyrir ykkur verða svo desperate að þeir færu að skella smettinu á sér á kaffipoka? Ég hugsa ekki....

En þetta gleður það verður að segjast...ég allavega hló alveg fullt þegar ég las fréttinu Grin


mbl.is Ástarsaga í kjölfar auglýsingar á mjólkurfernu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held þú sért að gera þig seka um þjóðhverfan hugsunarhátt hérna. Það kemur fram í fréttinni að þetta tíðkist á vissum stöðum í Wales og þá er ekki okkar að fussa og sveia yfir því. Eins tel ég ekkert athugavert við það að bera sig eftir björginni og reyna að fanga hamingjuna þó það sé eftir einhverjum frumlegum krókaleiðum. Manni á að lærast af þessu ævintýri að vera bara nógu helvíti kræfur og láta vaða því að þeir fiska sem róa...

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: Hjördís Ásta

Ég er nú ekkert að fussa og sveia neitt....mér finnst þetta alveg drepfyndið enda hlæ ég nú að flestu...maður verður nú að hafa smá húmor fyrir lífinu er það ekki

Hjördís Ásta, 13.9.2007 kl. 20:52

3 identicon

Ja, ég býst við því að það sé hægt að hlæja undir ákveðnum kringumstæðum, eins og þegar maður sér hamstra í frökkum eða maður verður vitna af því að einhver leysir vind á bókasafni. En þetta er grafalvarlegt mál!

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 21:20

4 Smámynd: Hjördís Ásta

Hahaha :D....hamstrar í frökkum...það er sko hægt að hlægja að því :D

Hjördís Ásta, 13.9.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

sammála.....gott að geta brosað. Endilega kíktu sem oftast. Bestu kveðjur til þín.

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband