19.9.2007 | 09:23
Japani, internet og dagblöð....
Alltaf á sumrin fer ég út á land og vinn í ferðamannaverslun föður míns. Það er alveg með ólíkindum hvað sumir útlendingar geta komið með skemmtileg og stundum alveg hreint heimskulegar spurningar. Það er meira að segja stundum sem að þeir hafa sérstakt lag á því að reyna að segja manni ævisögu sína þegar það bíða um 30 manns í röð á eftir þeim......já þeir eru sko ekki með íslenska stressið í sér það er alveg á hreinu
Í sumar var ég einu sinni sem oftar bara bak við borðið að dunda mér eitthvað og fylgjast með því sem að fólkið var að gera og þá kemur alveg þessi indælis Japani skælbrosandi til mín og fer að spyrja mig útúr um Ísland.....ég tók þessu nú bara létt svona fyrst og svaraði samviskusamlega þar sem að það var lítið að gera og mér finnst alveg rosalega gaman að spjalla við fólk sem að ég þekki alls ekki neitt...
Þegar hann var búin að spyrja um það helsta hvernig væri nú að búa þarna og þess háttar fóru samræðurnar út í eitthvað sem að ég flissa ennþá yfir ef að ég hugsa um það....
Við skulum taka með í reikningin að þessi ágætis maður var komin á syðsta punktinn á Íslandi og þar af leiðandi eflaust búin að vera á landinu í svona 2 kannski 3 daga. Það stendur tax free tölva á búðarborðinu (svo sem ágætis apparat og góð til síns brúgs en ekkert til að hrópa húrra fyrir)
Japaninn - J og svo Ég - H
(Samtalið fór fram á ensku)
-J: Já þið eruð með svona?
-H: Ha? Svona hvað?
-J: Nú svona tölvu
-H: (soldið hissa á því út í hvað þetta samtal var komið) Já...þessi er ágæt, en ég get ekki verið að hanga á internetinu í henni samt (brosi svona sætt eins og ég sé að grínast)
-J: Nú eru þið líka með internet hérna?
-H: (Byrjuð að glotta svona út í annað) Já já....ég hugsa að flest heimili á Íslandi séu með internet
-J: Vaaaá þetta vissi ég ekki, og eru þið þá líka með dagblöð á Íslandi?
(Nú...ég er sem sagt þannig að þegar fólk er byrjað að koma með furðuleg komment eða spurningar þá á ég það til að fara brosa óstjórnlega og ef mikið gengur á þá fer ég að flissa alveg þvert gegn vilja mínum)
-H: Ehem....já já...það eru kannski svona 3 eða 4 stór dagblöð og auðvita alveg hellingur af tímaritum...
-J: Vá! Og til hvers eru þau?
-H: (Á þessum tímapunkti var byrjað að komu upp í mér ansi stórt bros og soldið fliss...ég hélt að maðurinn væri að grínast) Til hvers? Bara svona til að koma með helstu fréttir svona innan lands og utan hugsa ég.....eru dagblöð ekki vanalega til þess?
-J: Já þið skrifið þá mikið til um önnur lönd....(og við skulum hafa á hreinu að þetta var bara staðhæfing hjá honum ekki spurning)
-H: Ööööö (ég var eiginlega komin út í svo mikið "halda niðrí sér" fliss þarna að ég bara gat ekki svarað manninum)
-J: Þetta er svo lítið land að það gerist nú ekki mikið hérna (Eins og það breyti EINHVERJU hversu lítið það er) Segið þið ekki bara frá því sem að nágranninn gerði?....ekki getur það nú komist í blöðin...
Þarna gat ég hreinlega ekki meira og kinkaði bara kolli.....einhvern vegin náði ég að klára samtalið án þess að stórslys yrðu en ég bara get ekki annað er haldið að mann greyið hafi verið að gera grín að mér......og ef svo er þá er maðurinn alveg snilldar leikari því að hann hélt andliti allan tíma og það var eins og að hann gerði sér enga grein fyrir því að mig langaði að detta í gólfið af hlátri. Svo tók hann mynd af tax free tölvunni, brosti út að eyru.....-keypti ekki neitt- og labbaði út.
Ég var í góðu skapi allan daginn eftir þetta líka fróðlega samtal...jaaa vonandi fræddi ég hann allavega alveg fullt
En þetta er nú bara lítið brot af því sem að túristar taka upp á að gera eða segja...ég gæti komið með ALLTOF langa færslu ef að ég ætti að fara að segja frá því öllu saman...en mikið geta þeir glatt mig stundum
Athugasemdir
Það er ekki bara hvað þeir SEGJA heldur líka hvað þeir GERA. Ég gleymi t.d. aldrei rússneska mafíuforingjanum sem kom inn í búð með fullt af aðstoðarmönnum. Hann var klæddur alveg eins og í bíómyndunum, með svona loðhúfu á hausnum og alles. Gaurinn labbaði um búðina á kannski 15 mínútum.... aumingja litli aðstoðarmaðurinn á eftir honum.... talaði stanslaust við sjálfan sig á rússnesku og týndi lopapeysur, sokka og minjagripi úr hillunum og liggur við henti afturfyrir sig í fangið á hjálparhellunni. Ég horfði bara gapandi á aðfarirnar og gapti ennþá meira þegar ég var búin að leggja saman hvað þetta allt kostaði. Eitthvað í kringum 100 þús kall . En já.... túristarnir eiga það svo sannarlega til að lýsa upp daginn, það er satt
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.9.2007 kl. 10:31
haha Það er bara stórkostlegt stundum að heyra hvaða hugmyndir þeir hafa af Íslandi. Ég var í skóla í Bretlandi og eftir tveggja mánaða skólavist þá spurði ein skólasystir mín mig hvort við byggjum í snjóhúsum á Íslandi, ég var fljót til og sagði: "já og ég bý í einu þriggja hæða með lyftu"! Hún trúði mér hahaha
Huld S. Ringsted, 19.9.2007 kl. 10:41
Hahaha...skondinn Japani þetta!:D
Magga (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 10:49
útlendingar sko...Ég er nú reyndar ein af þeim núna þannig ég get ekkert sagt, hehe geðveikt lengi að borga þegar ég nota pund:D Svona eins og þegar útlendingarnir taka daginn í það að telja íslensku krónurnar og maður stendur hinumegin við borðið og bölvar í hljóði:D
(djöfuls bögg er að kvitta hérna hehe, of flókið fyrir mig)
Helena (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.