Djammtýpur

Ég er mjög aktív í djamminu og hef verið svona síðast liðið ár og eins og mér finnst nú gaman að dansa á skemmtistöðum og svona þá finnst mér líka alveg rosalega skemmtilegt að fylgjast með fólkinu og ég er komin á þá skoðun að það eru til svona “týpur” sem fara út á djammið. Og svona er sem sagt mín mynd af þessum týpum....

Vonandi nennið þið að lesa þessa langloku hehe W00t  

Sá fyllsti: Það eru þeir gaurar sem að gjörsamlega VELTA um og svona hálf partinn grípa í alla sem fyrir verða svo þeir hreinlega detti ekki í gólfið. Endrum og sinnum stoppa þeir svo og líta hálf luktum augum í kringum sig og venjulega stoppa þegar þeir sá stórt par af brjóstum eða flottan rass til að glápa á og ef að annað hvort er nógu nálægt þá jafnvel teygja þeir út höndina til að snerta.....*slapp* maður þarf að berja á höndina á þeim eins og þeir séu börn sem að mega ekki snerta alla fallegu hlutina í hillunni.Wink 

Eldri “frúin” :  Já það eru alltaf til það sem að maður myndi kalla kannski þær sem að eru svona í eldri kanntinum og halda samt að þær séu ennþá um tvítugt og klæða sig þar af leiðandi eftir því (dæmi nú hver fyrir sig hvað þeim finnst óviðeigandi klæðnaður fyrir hvaða aldur). Þessar dömur eiga það til að vera einar að dansa á gólfinu og helst hengja þær sig á einhverja yngri herramenn sem að vilja þá sem fyrst koma sér í burtu (ja allavega svona yfirleitt) og þeim er bara alveg sama hvort að þeir fara eða ekki því þá færa þær sig bara yfir á næsta mann. Þær eru mjög oft aðeins fyllri en að gott þykir og dansa alveg eins og brjálæðingar. En það verður ekki af þeim tekið að þær eru alveg hressar as hell.Cool 

Einmana gæinn: Þessi týpa dansar aldrei og ef hann hættir sér nógu nálægt dansgólfinu þá passar hann að láta ekki taktinn ná sér á sitt vald. Annars eru þeir oftar en ekki á barnum og bíða eftir því að einhver kvenkynsvera gefi sig á tal við hann og bíður henni þá í glas og yfirleitt er hann ekkert að trana sér fram og kalla eftir þjónustu svona til að halda sem lengst í félagskapinn. Svo er það nú yfirleitt þannig að þeir fara einir heim enda einkennir það einmanaleikan að vera einn.Errm 

Heita stelpan: Þetta er stelpan sem að allir horfa á...bæði strákar og stelpur...en ekki í sama tilgangi. Stelpur horfa á hana og hugsa *afhverju er ég ekki svona hot* og strákar *það væri nú ekki leiðinlegt að taka þessa með sér heim og...*ehem já you get the picture. Þessar stelpur sitja yfirleitt eða standa allt kvöldið á mismunandi stöðum en í eina skiptið sem að þær sjást á gangi er ef að þær eru að fara í klósettið og laga make up-ið, annars dansa þær ekki annars vegar vegna þess að þær gætu brotið hælana á skónum sem að þær eru í sem er næstum því ekki hægt að ganga á af því að þeir eru svo háir (hvað þá dansa á þeim) og hins vegar vegna þess að það verður alveg óhugnalega heitt á dansgólfum skemmtistaðana og ekki mega þær sjást svitna...god forbid.Halo 

Dans freakin: Þetta geta verið stelpur og strákar en kynin haga sér ekki eins undir þessum kringum stæðum.

Stelpur: Dansa eins sexy og þær geta....með misgóðum árangri auðvita. Elska að dansa utan í strákum sem að þær þekkja ekki en slá svo á hendurnar á þeim ef að þeir verða of ágengir og fara aftur til vinkvenna sinna. Þessar stelpur eiga það soldið til að vera í sömu vinahópunum og geta þess vegna verið saman í hóp og finnst það bara gaman.Kissing

Strákar: Taka gjörsamlega trylling ef að það kemur lag sem að þeim líkar og mjög oft verður fólkið í kringum þessa gaura vel pirrað þar sem að þeir hoppa eins hátt og þeir geta upp í loftið og þegar þeir lenda skoppa þeir í einhverja átt og láta alla í kringum sig taka höggið til að þeir detti ekki bara. Þeir syngja hæst af öllum...nei ÖSKRA hæst af öllum og það er nú yfirleitt sem að þeir annað hvort kunna ekki lögin eða bara geta ekki haldið sig á réttri nótu þó að lífið lægi við.Pinch

Slagsmálahundurinn: Þessir bjánar fara út í byrjun kvölds með það í hausnum að í kvöld “skuli þeir berja einhvern í köku” (held að þeir séu þá pirraðir í byrjun kvölds útaf einhverju allt öðru og  ætli að láta það bitna á einhverjum ræfil sem að veit ekki hvaða á sig stendur veðrið) Mjög oft eru þessir menn á dansgólfinu og ef að einhver snertir þá með svo mikið sem litla fingri þá verða þeir brjálaðir og halda að allur heimurinn sé á móti þeim. Ef að einhver lætur svo tilleiðast og verður pirraður á móti og fer í slagsmál við viðkomandi þá er þeim hent út af staðnum innan mínútu og svo er fyrir að þakka yfirleitt góðri dyravörslu (jaaa þetta er allavega svona á staðnum sem að ég er mest á).Ninja

Reykinga fólkið: Þetta er nýtilkomin hópur þar sem að reykingarbannið er komið á öllum stöðum landsins. Þessir angar hýrast úti alveg sama hversu kalt er. Þessi hópur kemur auðvita úr hinum ýmsu áttum en það er samt mjög oft þannig að því finnst leiðinegt að standa eitt og reykja og finnst alveg óskaplega gaman að tala við hvern sem er. Þar af leiðandi er mjög oft mikið skvaldur og mikill hlátur í reykplássunum fyrir utan staðina.Tounge

Litlu börnin: Það eru nú ekki neitt svakalega mörg ár síðan ég fór sjálf að komast inn á staði en það kemur ekki í veg fyrir það að stundum get ég alveg hreint glápt á einhvern einstakling sem að sést laaaangar leiðir að á ekki heima aldurslega séð inni á stöðunum. Þetta litla fólk horfir oft stórum augum á allt í kringum sig en reynir samt að leyna því eins og það getur að það er undir aldri. Það er feimið og þorir ekki fyrir sitt litla líf að fara sjálft á barinn en ef að það hittir einhvern sem að það þekkir sem að getur keypt þá er það undir eins komið með seðla og réttir þeim hann til að kaupa handa sér krana bjór (það er sjaldnast eitthvað annað áfengi allavega eftir því sem að ég sé)Police

Two in one: Þetta er sem sagt parið sem að stendur út á gólfi og tékkar á því hvort að það geti hreinlega ekki bara étið hálskirtlana á hinum aðilanum. Það tekur ekki eftir neinum öðrum en henni/honum í kringum sig og horfist alltaf í augu ef að það slitna þá sleftaumarnir á milli þeirra á annað borð. Þau fara svo yfirleitt aðeins fyrr heim en aðrir til að geta náð sér sem fyrst í leigurbíl til þess að kossaárásin geti haldið þar áfram.ToungeKissing

Ég er auðvita ekki að segja að allir falli undir einhvern af þessum hópum sem að ég er að nefna hér til gamans en hefur maður samt ekki einhver tíma upplifað sig kannski pínulítið í einhverjum af þeim?? Ég veit allavega að ég hef gert það og ef að það er hópur sem að ég vil helst ekki vera í þá finnst mér það samt allt í lagi því að ég get helgið að því seinna. En ef að ég er að gleyma einhverri mikilvægri týpu endilega segið mér frá því

Later...Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Ásta

Djöfull ég get ekki vistað þetta án þess að þetta dragist svona saman þarna neðri parturinn vonandi er þetta í lagi til lestrar

Hjördís Ásta, 23.9.2007 kl. 23:16

2 identicon

Ég er sammála þessum hópum sem þú ert búin að nefna :) og það er ábyggilega til fullt af öðrum gerðum af fólki :) fólk er flest allt mjög furðulegt þegar það drekkur hehe

Bjarney (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 07:13

3 identicon

Get tilgreint tvær týpur til viðbótar:

1. Fulli sjómaðurinn. Útúr ölvaður kall í kringum fimmtugt eða sextugt sem rambar inná bar sem ætlaður er mun yngra liði og reynir að slá upp samræðum við hvern sem er. Sú týpa og eldri "frúin" gera sér hvorugar grein fyrir að eftir tuttugu og sjö ára aldurinn er ekkert krúttlegt að vera rúllandi fullur niðrí bæ.

2. Designated driver. Edrú gaurinn á bílnum. Oftast þurrir alkar eða gaurar sem hafa aldrei drukkið. Maður sér það langar leiðir ef edrú gaurinn á bílnum er alki þar sem hann er ótrúlega sjálfsmeðvitaður en er að gera örvæntingafulla tilraun til að skemmta sér án áfengis. Oftast nær líka pirraðir þar sem þeir eru fengnir til að skutla vinunum niðrí bæ, fara með þeim inná staðina, panta sér kók og heyra vinina röfla í þeim hvað þeir virka fúlir og hvað þeir voru miklu skemmtilegri þegar þeir voru fullir. Loks þegar hann nær að slíta sig lausan frá þeim með fortölum og drífur sig heim hringir oftast nær síminn hjá þeim rétt í því sem þeir eru að festa svefn. Þá er það fullur vinur að spyrja: "Geturðu ekki skutlað mér heim?" 

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 11:22

4 Smámynd: Hjördís Ásta

hehehe...já hef einmitt séð þessar týpur líka Bjarki, svona þegar þú segir það 

Hjördís Ásta, 24.9.2007 kl. 11:24

5 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Eru ekki til svona "sleppa-fram-af-sér-beislinu" týpur? Því meira bull sem maður lét hafa sig út í, því betra fyllerí varð það? Jimmjimm... good ol' daze
Núna er ég bara "eldri en 27 ára frúin" nema að ég bæti um betur, gref upp gömlu 80's fötin og er stolt af neon-grænu grifflunum og snjóþvegnu gallabuxunum.... múwahaha

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 24.9.2007 kl. 21:26

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe þetta er bara snilld og hvert orð satt náttúrlega. Ég telst til eldri frúarinnar og ef ég væri óvirkur alki þá væri ég líka í týpu 2 hollinu hjá Bjarka Þór.

Það þyrfti nú bara að birta þessa grein á pappír

Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2007 kl. 09:35

7 Smámynd: Hjördís Ásta

hehe takk og takk

Hjördís Ásta, 25.9.2007 kl. 20:42

8 identicon

so true...

Ragna Björg Ársælsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband