9.10.2007 | 23:21
Dýragarðsferð í Danaveldi
Afhverju er alltaf svona gaman að fara til útlanda. Meira að segja bara yfir eina helgi. Ég var að koma frá DK og mig langaði sko barasta ekki neitt heim aftur hefði alveg getað hugsað mér að hanga þarna í svona svo sem tvær vikur í viðbót með tærnar upp í loft
En þó svo að ég sé ferðalaga týpan þá fer það samt ekki fram hjá mér að fólk er alveg brjál þegar kemur að utanlandsferðum. Þetta er nú komið út í ansi miklar öfgar á sumum heimilum finnst mér. Að fara til útlanda 4 sinnum á ári eða meira getur bara ekki verið hollt fyrir budduna.....ég veit allavega að ég myndi ekki hafa efni á því og hvernig fær fólk svona mikið frí úr vinnu?? Það mætti halda að það hafi bara ekkert að gera í vinnunni. En annars er það svo sem ekki mitt að dæma...kannski er ég bara öfundsjúk af því að ég þarf að vinna fyrir mér til þess að lifa af
En annars var ég í fimmtugs afmæli úti hjá systur hennar móður minnar og það var alveg hreint rosalega gaman. Vorum í þessu líka fína sumarhúsi með sundlaug, saunu og fullt af svefnplássi fyrir alla sem að vildu, mæli með þessu ef að þið ætlið til Danmerkur í bráð
Dýragarðsferðin var líka ekkert smá frábær. Við frænkurnar (me and Eygló) hættum okkur út á hraðbrautina með ekkert okkur til hjálpar til að rata nú nema auðvita fyrir utan hana TomTom sem er GPS tæki Annars var TomTom ekki neitt sérstaklega skemmtileg í ferðinni sífellt að grípa fram í samtölum hjá okkur og endaði svo með því að láta okkur fara einhverja kolvitlausa leið þannig að við enduðum úti í skógi fyrir framan stórt hlið sem las "adgang forbudt" En við björgðum okkur og fundum leiðina út sjálfar alveg sama þó að kvikindið segði okkur að snúa við svona 59 sinnum....þá slökktum við á henni
Dýragarðurinn var alveg sérlega spes....þarna vorum við í miklum frumskógi þar sem að sólin rétt náði að skína milli trjána og safarí-bíllinn okkar (lítill rauð drusla..sem að komst vart áfram) fór með okkur hinar mestu torfærur. Við sáum allskyns villidýr (og núna er ég ekkert að ýkja) en brunuðum svo bara áfram þegar þau ætluðu að stökkva á bílinn. Auðvita vorum við það hugrakkar að við tókum myndir áður en að við fórum á harðarhlaupum frá hverju dýrinu á fætur öðru (svona eins og t.d. brjáluðum svönum sem að lágu á eggjum ) En við komumst að mestu ómeiddar útúr skóginum þeim fyrir utan nokkur tígrisklór og brotnar tær eftir brjálaðan flokk geita sem að stillti sér upp á veginum rétt áður en að við komumst í burtu frá þessum brjálaða frumskógi
En svona í fullri alvöru þá var þessi dýragarður þannig að maður keyrði í gegnum hann og mátti stoppa og fara út svo lengi sem að ekki væru nein lífshættuleg dýr á því svæði en á lífshættulegum svæðum mátti maður samt stoppa bílinn, skrúfa niður rúður og taka myndir....miiiiklu skemmtilegra en þessar sífelldu myndir af BÚRUM í forgrunni og svo lítill haus af ljóni þar bakvið einhver staðar Hef aldrei verið svona nálægt tígrisdýrum sem að gætu hreinlega bara stokkið á mig...en ég var auðvita óhult inn í bíl á meðan tilbúin að mökka ef að þau kæmu of nærri mér
En núna tekur aftur við minn colorful hversdagsleiki....því að minn er ekki grár ónei....hef aldrei skilið afhverju fólki finnst hann vera svona grár. Ef að ekki væri hversdagsleiki þá gæti maður aldrei haft gaman af því sem að væri sérstakt að gerast í lífinu hjá manni eða hvað??? Svo að maður á bara að reyna að hafa sem mest gaman af því sem að maður er að gera svona dagsdaglega og hafa ENNÞÁ meira gaman ef að maður gerir eitthvað eins og fara í Danaveldi og eiga það á hættu að láta tígrisdýr bíta af sér hausinn í dýragarði Og allir saman nú......
"always look on the brigth sides of life" flaut, flaut, flaut, flaut
Ein svona í lokin sem að er ein af mínum uppáhalds
Eigið þið góða viku elskurnar mínar (þar sem að mín byrjaði bara í dag...kom heim í gær frá DK)
Athugasemdir
Mig langar í eitt stk. TomTom til að koma mér í gott skap í Reykjavíkurumferðinni
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 9.10.2007 kl. 23:34
Flott blogg Helv Tom Tom, tækið sem við þurftum að nota um daginn var með svona Hómer Simspons rödd ...og var einmitt alltaf að grípa fram í samtölin okkar! Eeen samt sem áður mjög mikilvægt tæki ef maður ætlar að komast á leiðarenda
Helena (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 12:15
jahh...já ef að það kemur manni á leiðarenda....þetta kom okkur bara NÆSTUM því á leiðarenda svo fundum við útúr hinu sjálfar hehe
Hjördís Ásta, 10.10.2007 kl. 12:54
HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ RUSLVÖRNINA!!!
ég er sko ekkert að læra stærðfræði í háskólanum!! ég er að læra umönnun !!
jæja.. vonandi gengur þetta.. já, talandi um dýragarðin... mér fannst eiginlega fyndnast þegar kameldýrin stóðu í veginum.. eða á veginum... og voru ekkert endilega á því að hleypa okkur fram hjá!!!
hilsen pilsen frá þreyttri stúdínu
Eygló dk (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.