Auglýsingar

Hafið þið einhver tíma pælt eitthvað almennilega í auglýsingum í sjónvarpinu. Ég sver það að stundum skil ég hvorki upp né niður í því hvað er verið að auglýsa JAFNVEL þó að það komi í endan á auglýsingunni frá hvaða fyrirtæki hún er.

Ég hef verið þannig alveg frá því að ég var lítil að ég horfði á auglýsingar með athygli....kannski ekki á sömu forsendum núna og þá en það er ekki aðalmálið og þegar ég er að horfa á nakið fólk þar sem að það teygir sig og reygir aftur á bak og áfram þá verður mér ekki hugsað til þess að ég þurfi nú að fara að sjúkratryggja mig skal ég segja ykkur og mig langar ekkert frekar að skipta við banka ef það er verið líkja eftir bíómynd eins og nýjar auglýsingar frá einum bankanum hérna á Íslandi núna því að ég veit alveg að ég stjórna lífi mínu og það er svo sannarlega ekki eins og  einhver bíómynda drusla GetLost

En ef að auglýsingar eru góðar á annað borð og miklar hugmyndir á bakvið þær þá finnst mér alveg verulega gaman að horfa á þær (já ég veit....sad....mér finnst gaman að auglýsingum, laugh I don't care) Einar skemmtilegustu auglýsingar sem að ég horfi á eru Coka Cola auglýsingar...þær eru næstum alltaf skemmtilegar og alveg ferlega mikið lagt í þær líka....fer ekki í jólafíling fyrren ég er búin að sjá eina góða jólaauglýsingu frá Coka Cola Company Joyful

Það er leikur sem að ég fer stundum í við sjálfa mig (kannski aðra ef að þeir eru jafn steiktir og ég) þegar ég sit í bíó að bíða eftir því að myndin byrji og það er að giska á hvað hver auglýsing er að auglýsa áður en það kemur fram W00t(prófið þetta það er ferlega gaman eins hægt með bíómynda auglýsingar) en eftir því sem á líður þá verður þetta erfiðara og erfiðara því að demmit fólk er byrjað að fá svo heimskulegar hugmyndir að auglýsingum að mér finnst það merkilegt að fyrirtæki vilji setja þetta í sjónavarpið eða hvar sem að er auglýst með logo-inu sínu á Woundering Ég er næstum því vissum að fólkið sem að gerir svona allra verstu auglýsingarnar (ætla ekki að fara að upplýsa eitthvað meira um það hvað mér finnst slæmar auglýsingar, gæti sært einhvern Pinch) það hafa setið saman einhverjar nokkrar hræður eitt kvöldið með annað hvort áfengi eða eitthvað sterkara og hlegið sig máttlaust yfir einhverju meðan það er í galsa svo skilar það inn hugmyndinni og kvikmyndaliðið sem er sett í að filma þetta veit svona varla hvað er í gangi með þetta er það er verið að borga því og þess vegna gerir það þetta án þess að heyrist múkk Whistling

Já auglýsingar geta verið spes og sumar fara meira að segja pínu í taugarnar á mér það verður að segjast....

Ekki meira í bili

kv. Hjördís gagnrýnandi Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sammála þér með leikinn, hehe!

Magga (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 18:32

2 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Já líklega er eina auglýsingin sem maður þolir coke auglýsingin afþví að hún hefur verið hluti af jólunum síðan ég man eftir mér.... annars langar mig yfirleitt að garga yfir auglýsingum.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 22.10.2007 kl. 19:47

3 identicon

Skemmtilegar pælingar hjá þér, eins og alltaf! Ég horfi einmitt af athygli eins og lítill krakki á auglýsingarnar hér í UK því maður hefur ekki séð þær áður og er ekki orðinn leiður á þeim Og uppáhalds auglýsingin mín er Airwick auglýsing sem er leikin af kolkröbbum steikt já!

Annars bara kvitt kvitt og miss you a lot lilli

Helena (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 20:10

4 identicon

já þær eru örfáar auglýsingarnar sem eru skemmtilegar.... annars hata ég bara auglýsingar! :D

Jóna Hulda (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 21:58

5 identicon

Persónulega þá sé ég rautt í hvert einasta skipti sem ég borga 900 krónur til að sjá mynd og þarf að horfa á auglýsingar í kortér áður en myndin byrjar!

Eins finnst mér fólk sem er áskrifendur af stöð tvö vera að fífla sig þar sem byrjað er að setja auglysingar inn í þættina sem þeir sýna. Ég yrði brjálaður ef ég væri að borga um 5000 kall á mánuði fyrir áskrift en þyrfti samt að standa í því að horfa á auglýsingaflaum milli atriða. 

Maður á ekki að láta bjóða sér svona kjaftæði!  

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband