Vinna í göllunum til að byggja upp sjálfstraustið...

Ég og bróðir minn áttum mjög skemmtilegt símasamtal í gær. Við ræddum allt á milli Þetta kalla ég sko sjálfstraust !!!himins og jarðar en mér fannst soldið skemmtilegar pælingar hjá okkur í gangi um sjálfstraustið.

Hvað er það sem að byggir upp sjálfstraustið hjá okkur. Auðvita ætti maður að hafa gott sjálfstraust þegar maður veit að maður er góð manneskja og vinnur í sér svona af og til. En því miður er það ekki alltaf tilfellið. Ég tel mig svo sem hafa fínt traust á sjálfri mér og finnst ekki óþægilegt að vera ég sjálf á neinn hátt en ég veit af göllunum hjá mér og reyni að vinna í þeim ef að ég get....á það til dæmis til að vera með eitthvað yfirlæti við fólk alveg óvart....eða meira ég hljóma eins og ég þykist vita eitthvað betur heldur en það þegar ég segi eitthvað þó að ég ætli mér það alls ekki.....stór galli þar á ferð og ég er að gera mitt besta við að vinna í þessu!!! Langar ekki að að fólk hafi það álit á mér að það rigni sífellt upp í nefið á mér Pinch

Þessum galla vissi ég ekki af fyrst um sinn fyrren mér var sagt frá honum og varð náttúrulega voðalega reið og sár þegar mér var sagt frá þessu og fór þar af leiðandi að taka betur eftir þessu og fattaði það sjálf að þetta var nú tilfellið hvort sem mér líkaði það betur eða verr.

Ef að einhver er nógu hugrakkur til að segja þér frá galla í fari þínu þá er líklegt að viðkomandi þyki væntum þig og vilji bara að þú bætir þig sem persónu....og ef maður er að því....stuðlar það þá ekki að bættu sjálfstrausti um leið. Það ættu allir að taka þetta til athugunnar og ekki hreyta til baka í þann sem þorir að segja þér sannleikan um sjálfan þig Joyful 

Þó svo það sé ekki alltaf gaman að heyra það þá verðuru bara að vera nógu sjálfsöruggur til að geta sagt við sjálfan þig....já þetta get ég sko lagað. Og ekki gera þau mistök að segja "ég er bara svona"......þú getur ekki breytt neinum nema sjálfum þér....það kenndi mamma mér fyrir löngu síðan og það er góð lexía. Smile

Já gott fólk....farið þið nú og vinnið í sjálfum ykkur sem mest þið megið...það er enginn fullkominn en maður getur samt reynt að vera góð manneskja fyrir það Joyful

Eigið góðan dag og endilega kommentið þið á þetta Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já thetta er skemmtilegt blogg hjá thér ég verd ad vidurkenna ad ég hef eins og eflaust flestir eytt stundum i ad byggja mitt upp. Svo reynir madur sitt besta i ad svara ekki fólki á hrottalegan hátt thegar thad bendir manni á galla sína. En batnandi fólki er best ad lifa og vonandi reynir mar ekki ad byggja sitt upp á kostnad annara i bili og hugsar sig tvisvar um ádur en mar svara hrottalega.

Ingvar (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Hjördís Ásta

Já.....þó að það sé nú erfitt...þá reynir maður samt

Hjördís Ásta, 11.2.2008 kl. 17:30

3 identicon

Jámm góð færsla!

Það hafa allir gott af því að vinna í sjálfum sér. Sammála því líka að það er erfitt að fá ábendingu en auðvitað á maður bara að vera þakklátur fyrir það að einhver bendi manni á það sem maður sér ekki!

Það getur verið gott að fara í smá naflaskoðun um áramótin og reyna að bæta sig á nýju ári Ég hef allavega oft gert það. Miklu betra áramótaheit heldur en að ætla að losna við 10 kíló eða eitthvað sem flestir guggna svo á

 Er ánægð með hvað þú ert dugleg að blogga

Helena (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:44

4 identicon

Gott blogg :D

Andrea (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 18:23

5 identicon

já gott blogg hjá þér  :) já ég myndi nú segja það að flestir eiga ótrúlega erfitt með það að taka svona ábendingum en ef það á við og maður tekur svo eftir því sjálfur og verður mjög þakklátur svo fyrir að láta mann vita af því... en það eru líka mikið fleiri sem segja ekki neitt heldur en fólk sem segir manni eitthvað...

En hvað um það bara kvitta fyrir mig :)

Bjarney (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 18:40

6 identicon

kvitt!;)

Jóna Hulda (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 10:04

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, mín kæra dóttir. Þennan ,,galla"  sem þú talar um hefur þú að ég held úr Longættinni. En ég veit að þú ert best. 

Þórir Kjartansson, 12.2.2008 kl. 23:21

8 identicon

Ég las fyrirsögnin oft þannig að þú værir að vinna í galla (bláum vinnugalla eða e-ð svoleiðis) skyldi þetta ekki fyrr en ég var hálfnuð með færsluna! :)

Gott blogg btw! :)

Helga Björg (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 08:46

9 Smámynd: Hjördís Ásta

HAHA.....snilld Helga

Hjördís Ásta, 14.2.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband