10.3.2008 | 16:42
Það er leikur að læra....
Þegar ég var yngri átti ég alveg óskaplega erfitt með að einbeita mér af því að læra svo að á endanum sættist ég á það að vera svona það sem ég kalla 6 - 7 manneskja. Fannst það alveg ágætar einkunnir og ef að ég fékk hærra varð ég himinglöð
Svo fór ég í snyrtifræðina og þar er krafist ansi mikils af manni t.d. varðandi mætingu og annað. Maður varð að læra heima annars fékk maður ekki hátt enda mikið af þessu námi ekki eitthvað sem að maður getur bara lært af lífsins skóla, sem er náttúrulega mjög leiðinlegt því að það er mikið af þessu sem er gott og gagnlegt að kunna
Núna er ég aftur komin í dagskóla til að reyna að verða stúdent til að teljast til "almennilegrar manneskju" á Íslandi í dag, svona ef þið vitið hvað ég á við Og er að fá endalaust af 9 og 10 sem að er náttúrulega alveg frábært fyrir "6-7" eins og mig hehe. En ég hef aðeins verið að velta því fyrir mér hvort ætli þetta tengist því nú að maður var ekki látin komast upp með neitt hangs í snyrtingunni eða er þetta af því að ég er orðin eldri og finnst þess vegna forréttindi að fá að læra.
Ég veit það ekki, en ég veit að ég hef mun meiri áhuga núna heldur en ég hafði þegar ég byrjaði fyrst í framhaldsskóla. Ég efast um að mér hefði fundist Brennu-Njálssaga svona skemmtileg þegar ég var 17 ára, hefði örugglega ekki nennt að skilja hana en það er nú meira snilldarritið....mér finnst hún alveg merkileg og mjög fyndin í þokkabót Líklega er þetta af því að ég er orðin þroskaðri.
Annars er ég alveg á því að það ætti að hafa frjálsa mætingu í framhaldsskólum. Allavega eftir 18 ára aldurinn....finnst að krakkar ættu að vera búnir að taka út nógu mikinn þroska til að ákveða sjálfir hvort að þeir mæti, það vita það allir sem eru orðnir aðeins eldri að þú lærir miklu meira á því að mæta í tímana heldur en að sitja heima hjá þér að rembast við að skilja eitthvað sem að kennarinn þinn getur kannski útskýrt fyrir þér á 2 mínútum. Nema að fólki finnist það betra og fyrir þá sem að finnst það ætti fjarnám að kosta miklu minna heldur en það gerir.
En ég hef mjög gaman af því að vera sest aftur á skólabekk það er eitt sem víst er......mæli með því fyrir alla sem eru að velta því fyrir sér að fara aftur í nám
Kv. Dísa litla skólastúlka
Athugasemdir
Æðislegt að heyra hvað þér gengur vel í þessu! Ég held að það tengist bæði aganum í snyrtifræðinni og svo það að eftir því sem maður eldist og þroskast þá er maður meira að læra þetta fyrir sjálfan sig... ekki bara af því allir aðrir fóru í menntó eða e-ð svoleiðis. Alla vegana segja þeir sem gekk ekkert rosalega vel í skóla en byrjuðu svo aftur eftir nokkur ár að það sé allt annað.
En ég er sammála þér með Njálu, hún er góð finnst mér!
Hildur Gylfa (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:08
Já hún er virkilega skemmtileg.....og nú skora ég á alla sem ekki hafa lesið hana að gera það
Hjördís Ásta, 10.3.2008 kl. 18:09
Já ég held að þetta sé svona sitt lítið af hvoru; aginn í snyrtóinu og svo þroski!
Ég er einmitt þessi týpíska 6-7 manneskja og er að vona að eftir svona gott frí þá meiki maður það í háskólanum
Flottar einkunnir hjá þér og frábært að þú njótir þess að vera í skóla litla mín
Hlakka til að leika við þig þegar ég kem heim
Helena (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:09
Stórt knús frá pabba gamla.
Þórir Kjartansson, 11.3.2008 kl. 14:33
Það er leikur að læra!
Knús, Maggs
Magga (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:17
Já ætli það sé ekki sérstaklega það að núna ertu að þessu miklu meira fyrir sjálfa þig, sem sagt þroski;)
Helga (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.