Sveitin vs. Borgin

376601948_7f9cf2e697Jææææja. Það gekk víst ekki alveg eftir hjá mér að vera duglega að blogga eða hvað???Whistling

En ég var að skoða fréttina áðan um 3 stráka sem lömdu og spörkuðu í einn, tóku það upp á myndband og settu á Youtube.com. Eins hræðilegt og þetta er þá er það samt ekki það sem ég ætla að tala um. Það var nefninlega einn bloggari hérna á blog.is sem ákvað að þetta væri "dreifbýlispakkinu" að kenna eða ef ég set þetta eins og hann orðaði það "dreifbýlispakk verður alltaf dreifbýlispakk" LoL

Jahh...ég er búin að vera dreifbýlispakk síðastliðin 23 ár og ég kann bara vel við sjálfa mig hahaha. En þó að ég telji mig vera sveitastelpu í húð og hár þá er ég samt sem áður búin að búa meira og minna í borginni síðan ég var 16 ára. Þar sem að ég hef reynslu af báðum stöðum þá á ég erfitt með að gera upp á milli. Bæði hefur sína kosti og galla. En það er líka alveg sama hversu lengi ég bý hérna í Kópavogi þá kalla ég það alltaf "heim" að fara í sveitina og það er sko æðislegt að komast þangað til að fara aðeins út úr stressinu.....svo þessi manneskja hefur kannski rétt fyrir sér að sumu leiti eða hvað?? Joyful

Eigum við að taka aðeins fyrir nokkra kosti og galla í báðum tilfellum??

Sveitin:

Kostirnir eru margir að búa í sveitinni. Það er rólegt þar, þegar maður elst þar upp eignast maður stóran og traustan vinahóp þegar maður er lítill og þessi vinahópur helst sko saman alveg sama hvað gerist (jaaa allavega í mínu tilfelli svo það er kostur hjá mér), þú þekkir nánast alla sem búa í sveitafélaginu þínu (jább það getur sko verið kostur....en líka galli), það er auðveldur aðgangur að hreinni náttúru ef maður fílar svoleiðis og veit reyndar ekki um marga sveitakrakka sem fíla það ekki á einn eða annan hátt.....og það má örugglega telja upp margt fleira....endilega komið með eitthvað þið þarna "pakkið" sem lesið þetta hehe

Gallarnir eru eins og við er að búast að það er ekki jafnmikið að gerast, maður hefur sama sem ekkert privacy....þegar maður gerir eitthvað vita það ALLIR klukkutíma seinna (og það er ekkert djók hef einu sinni verið vitni af slúðri sem ferðast svo hratt Grin), þegar mann langar í bíó, kaffihús eða annað er ekki endilega auðveldur aðgangur að því nema þú keyrir í svo sem klukkutíma til einn og hálfan o.s.fr. og svo er það auðvitað SLÚÐRIÐ...það er svakalegt að hvað maður getur dottið í það að slúðra um annað fólk....en þetta er svona á þessum litlu stöðum...að fylgjast með náunganum getur verið jafn spennandi og að horfa á bíómynd sko Errm...en annars tel ég það að borgarbúar séu alveg jafn slæmir með þetta, það ber bara minna á því af því að það er innan hverfisins eða innan blokkarinnar sem maður býr í en ekki í heilubæjarfélagi....ég veit ekki Sideways

Borgin:

Kostirnir eru náttúrulega þeir að þú getur farið út þegar þú vilt og gert eitthvað af því sem ég nefndi hér að ofan og það þarf ekki að vera planað nokkra klukkutíma fram í tíman. Ef þú ert vakandi kl. 3 að nóttu til og langar í pizzu þá GETURU farið og fengið þér hana hehehehe. Jaaaa við skulum bara setja þetta svona...það er meira að gerast í borginni svona dagsdaglega Smile

Gallarnir sem ég sé hér eru fyrst og fremst UMFERÐIN....það er alveg ótrúlegt hvað ég get BÖLVAÐ þegar ég er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu og þeir sem hafa setið með mér í bíl þegar ég er að keyra hérna vita að ég er með svona VOTT af road-rage haha. Svo finnst mér ekki beint næs að stíga út úr bílnum t.d. í miðbæ Reykjavíkur og finna lykt af umferð og mengun....þá finnst mér nú betra að vera einhversstaðar uppi á fjalli þar sem er hreint loft mmmmm....

Og það er eflaust hægt að finna MARGT fleira svona. En svo geri ég mér auðvitað FULLA grein fyrir því að það er örugglega eitthvað þarna sem mér finnst vera kostur eða galli sem einhver annar hugsar um á þveröfugan hátt....og vitið þið hvað ég KANN að sætta mig við það Wink Ég hef barasta aldrei skilið það þegar það er verið að dæma manna eitthvað fyrir það að vera úr sveitinni.....eða öfugt for that matter. Ef þið hugsið ykkur nú aðeins um í smá stund....er ekki alltaf einhver í lífi manns sem manni þykir væntum sem ólst upp á "hinum staðnum" (eins og þetta sé barasta önnur pláneta.) Tounge Ég held að það séu nú flestir sem þekki einhvern og ég skal veðja að allavega helmingurinn af fólkinu sem maður hittir hvern einasta dag hefur t.d. verið ástfangin af einhverjum sem er.....eins og ég segi af hinum staðnum Kissing

En svona til að botna þetta og vera SANNUR sveitakrakki þá verð ég auðvitað að rakka borgina aðeins niður hohoho.....Reykjavík er pínulítið ÞORP miðað við stórborgirnar út í heimi svo ég veit ekki hvað þið eruð að rífa ykkur hahaha Grin

Og ef fólk er eitthvað að rakka mig niður fyrir það að vera úr sveitinni þá segji ég alltaf bara eina settningu og hlæ svo allsvakalega 

"jahhh ég er allavega ekki GANGSTÉTTAKRAKKI" múahahahahaha Wink

Bara svona smá vangaveltur hjá mér börnin mín....mér finnst indælt að búa hérna í Kópavoginum....enda valdi ég mér það sjálf....en mér finnst bannað að dæma það sem maður þekkir ekki þó það sé nú yfirleitt tilfellið...eða hvað??

Kv. Dísa litla ljósálfur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð færsla! Ég einmitt ÞOLI ekki lookið á sumu fólki þegar maður segir því að maður komi frá Vík í Mýrdal Gæti slegið þetta lið utan undir! En kannski að ég byrji að nota þessa góðu setningu þína, held hún gæti virkað vel.

Ég held ég hafi ekki við þetta að bæta, er svo nákvæmlega sammála þér með kosti og galla. Mér finnst við bara hafa notið forréttinda að alast upp á svona litlum og góðum stað og það sem meira er, við fáum líka að prófa að búa í borginni en það eru hinsvegar minni líkur á því að "gangstéttarkrakkarnir" fái nokkurntímann að prófa að búa í sveitinni! Þau vita ekki hverju þau eru að missa af.

Helena (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Hjördís Ásta

Einmitt ...við getum sagt til um hvort okkur finnst betra af því að við höfum prófað bæði. Ég leyfi engum að dæma um þetta nema hann hafi prófað bæði

Hjördís Ásta, 21.11.2008 kl. 15:30

3 identicon

já ég hef allavega prófað bæði og það er alltaf gott að fara í sveitinna það er eitthvað svo mikil afslöppun í því ... Annars skil ég ekki hvað fólk er að kalla Reykjanesbæ sveit... vá aldrei hef ég litið svolsiðis á hann... 15000 manns 30 mín frá reykjavík HELLÚ..  Ég myndi frekar kalla það GANGSTÉTTARPAKK...

Anyway en þetta var samt sem áður viðbjóðsleg árás... mér leið bara illa eftir að hafa séð myndbandið á youtube :(

sigga (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 18:55

4 Smámynd: Hjördís Ásta

úff...sástu það ég veit ekki hvort ég hefði haft það í mér að horfa á það

Hjördís Ásta, 21.11.2008 kl. 20:56

5 identicon

Mikið er ég nú sammála þér með kosti og galla sveitar og borgar..... þess vegna valdi ég að fara milliveginn og flytja á Akranes og sé sko ekki eftir því. Nógu stutt í bæinn til að gera það sem maður vill, þegar maður vill, nógu stórt til að það vita ekki allir allt um alla og nógu lítið til að vera þorp:-D

Katrín Valdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Hjördís Ásta

Já...það er rétt. Ég ætti kannski bara að flytja þangað

Hjördís Ásta, 22.11.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband