13.12.2008 | 13:53
Hver hefur sinn stíl....mismunandi tíska á hverjum tíma...
Aaaa tískan getur alveg farið með mann....þessi fréttir minnir óneitanlega á hvernig tískan er hér á Íslandi í dag...
Ég get alveg hreint glápt á fólk sem að gengur í náttbuxum daginn út og inn. Það verður að viðurkennast að það er frekar krakkar sem eru yngri en ég sem gera þetta en það er algjörlega ofar mínum skilningi hvers vegna.....???
Er það af því að það er svo flott??
Það getur allavega ekki verið til þess að manni sé hlýtt....og það er nú hægt að fara í venjulegar íþróttabuxur til að láta sér líða sem best er það ekki?? En það er örugglega einhver góð og gild ástæða fyrir þessari tísku....þó svo að ég sé orðin of gömul til að skilja hana....
Þegar ég var í grunnskóla var svokölluð kraftgallatíska í gangi....kannski einhverjir sem muna eftir því Hörmuleg tíska en samt sem áður þá var manni hlýtt á meðan, fyrir þá sem muna EKKI eftir þeirri tísku þá var ægilega mikið "inn" að vera í kraftgöllum frá 66 norður og maður fór sko aldrei úr þeim....nei nei...þegar maður fór inn í skólan og svona tók maður bara efri hlutan niður og var bara í þeim inni líka
Æ já....ætli maður geti nokkrun tíma skilið tískuna á hverjum tíma fyrir sig.....
Fleiri dæmi um slæma tísku frá því að ég var krakki og unglingur....:
- Hvítur eyeliner á efri augnlokum: hehe....ég held að ég fengi ekki hátt í snyrtiskólanum mínum fyrrverandi ef ég tæki upp á þessu...
- Skipt í miðju og tveir SÍÐIR lokkar yfir andlitinu....og já það var sko YFIR andlitinu...það þýddi ekkert að greiða þá til hliðar
- Buffalo skórnir - ohhhh men ég skemmdi næstum á mér ökklana í þessu þykkbotna drasli....maður nennti aldrei að reima og missteig sig í öðru hvoru skrefi
- Skrjáf jogging-gallar - Oh my....já þetta var í tísku þegar ég var BARN...ég átti bleikan og þeir voru sko til í öllum regnbogans....
- Brjóstarhaldarabönd í hárinu eða svitabönd - Ég náðialdrei þessu eð brjóstarhöldin en ég var sko svitabandagellan númer 1
- Og ekki má gleyma AÐAL málinu....SKOPPARATÍSKAN - Ó það var svo slæmt - Smash-peysur, götuskór, alltof stórar buxur sem duttu næstum niðrum mann. Stelpurnar með ALLTOF stóra hringi í eyrunum og strákarnir með keðjur sem heyrðist í þegar þeir gengu hehe...good times
Hverju fleiru munið þið eftir krakkar mínir??? Endilega skrifið þið eitthvað fleira SLÆMT síðan við vorum börn og unglingar
Ég óska þessum örfáu hræðum sem skoða bloggið mitt, gleðilegrar aðventur hehe
Dísa ljósálfur kveður að sinni
Herferð gegn náttfötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég man þegar ég var með sítt að aftan. Það var 1985 og 1986. Ég var með þennan myndarlega lubba sem ég greiddi til hliðar. Gífurlega mikilvægt að vera flottur um hárið. Svo var maður í gallabuxum með gulrótarsniði og jakka með víðum örmum.
Einn dag var þetta svo horfið og maður mátti skammast sín fyrir þetta en í dag líður mér betur, orðinn sáttur og ánægður með fötin sem ég á.
Gleðilega aðventu.
Hilmir Arnarson, 14.12.2008 kl. 10:04
Hehehe...já. Maður horfir alltaf til baka með hryllingi
Hjördís Ásta, 14.12.2008 kl. 11:36
Mér fannst þú alltaf svo sæt, janvel í kraftgallanum mamma
mamma (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 00:20
Kraftgallatískan var frábær. Tilfellum blöðrubólgu snarminkaði
Hilmir Arnarson, 15.12.2008 kl. 07:51
Velkomin í bloggvinahópinn
Magnús Paul Korntop, 20.12.2008 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.