Karlmenn og konur að keyra...hvor er betri?

bstn538lMikið hvað þetta rifrildi á milli karla og kvenna getur endst.....Karlmenn eru öskrandi hægri vinstri "konur kunna ekki að keyra - þær geta ekki bakkað og keyra allar eins og það sé ennþá 1904" og þá væla konur á móti "karlar eru svo óábyrgir í umferðinni og það eru miklu fleiri karlar en konur sem lenda í slysum og árekstrum í umferðinni..." Undecided

Ég segi nú bara fyrir sjálfa mig að ég held að sumar konur séu góðar að keyra og aðrar ekki og alveg eins með karlmenn. Ég get alveg ímyndað mér slæma og góða bílstjóra sem ég þekki af báðum kynjum....er þetta ekki orðið soldið þreytt?? GetLost

Þetta rifrildi kemur alltaf upp reglulega í partýum eða annarsstaðar þar sem að ég er og er fólk af báðum kynjum....og svo er ætlast til þess af mér sem konu að halda alltaf með "stelpu-liðinu"....jahh ég er bara hætt að halda með einum né neinum í þessari umræðu takk....enda sit ég yfirleitt og loka bara munninum þegar þetta kemur upp og éééég hef nú ekki verið þekkt fyrir það að halda kjafti svona yfirleitt hehe Joyful

Mér finnst líka soldið merkilegt að í sömu umræðu getur fólk stundum ekki viðurkennt hvað það kann og kann ekki í þessu samhengi....jahh allavega ekki allir - ég get alveg viðurkennt að ég kann ekki að bakka í stæði....er alveg hræðileg í því og hvort það tengist því að ég sé kona veit ég ekkert um og stendur eiginlega bara alveg á sama um það...ég kann það ekki og þyrfti kannski bara að æfa mig á því - "er ekki einhver ægilega hæfileikaríkur KARLMAÐUR þarna úti sem getur kennt mér" HAHA Grin 

En ef einhver þarna úti getur komið með GÓÐ rök fyrir því afhverju konur eða karlar eru betri að keyra þá er ég alveg til í endurskoða afstöðu mína....en það þarf þá að vera virkilega góð og vel útlistuð skýring held ég....try me...ég á auðvelt með að skipta um skoðun ef að ég fæ góð og skiljanleg rök fyrir því afhverju ég ætti að gera það Wink

Annars hef ég ekki mikið meira um málið að segja...hvað finnst ykkur?? Halo

Kv. Dísa litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband