Færsluflokkur: Bloggar
12.12.2011 | 23:47
Jóla, jóla, jóla...og saga söngleikja
Það eru 4 dagar þangað til að ég flýg heim á klakann!! Ég trúi þessu ekki. Eru í alvöru liðnar 15 vikur? :D
Ég hlakka samt alveg svakalega til....finnst eiginlega hálf skrítið að það séu að koma jól. Það eru jólalög í öllum búðum hérna og jólaskraut út um allt.....en.....það vantar snjóinn.
Ég hef aldrei verið neitt sértaklega hrifin af snjó þegar ég þarf að keyra í honum....en ég sakna hans núna. Það er ný byrjað að vera það sem ég myndi kalla almennilegt haustveður hérna og þá er komið að jólum! ÉG VIL FÁ BYL!! :)
...en mér sýnist á öllu að mér verði að ósk minni um snjóinn....það er víst nóg af honum heima í augnablikinu :D
Við fáum samt ekki að syngja jólalög í skólanum. Syngjum söngleikjalög út í gegn og mér finnst það nú ekki leiðinlegt....
Áður en ég kom hingað gerði ég mér enga grein fyrir því hvað Söngleikir eru stór hluti af menningunni hérna í Bandaríkjunum. Og svo er fólk að segja að Bandaríkjamenn séu menningarsnauðir.....alltaf þarf að dæma hópinn á nokkrum útvöldum!
Ég hélt að ég væri svona nokkuð klár í söngleikjum....en ég vissi ekki neitt, og þó svo að ég viti meira núna þá er það bara svo óskaplega lítið brot af því sem þetta er.
Söngleikja-iðnaðurinn hérna tvinnar sig inn í sögu landsins, stíðsárin, the great depression, Pearl Harbor, immigration og ég tala nú ekki um þrælahaldið...
"musical theatre is an american art form"
Þetta tónlistarform kom til af því að það voru svo margar mismunandi þjóðir sem að komu hingað og settust að og "vinsæla-tónlistin" hjá hverjum þjóðflokki fyrir sig blandaðist öðrum og varð að lokum að POP-tónlist, svo seinna skildi popp tónlistin sig frá söngleikjunum alfarið en lengi vel var þetta tvennt það sama!
Vaudeville, Ziegfeld Follies, Showboat, Oklahoma þetta er allt partur af þróuninni og hvernig Musical theatre varð eins og það uppbyggt í dag!
Ég gæti haldið svo lengi áfram að segja frá þessari sögu...og sögu-áfanginn sem ég er að klára núna hefur gagnast mér mikið því að auðvitað er mikilvægt að vita um uppruna þess sem þú ert að læra!
En ef fólk vill fyrir alvöru kynna sér sögu þessarar frábæru listgreinar þá mæli ég eindregið með því að viðkomandi panti sér þessa DVD diska -
http://www.amazon.com/Broadway-American-Musical-PBS-VHS/dp/B0002Y4SWA
Julie Andrews segir frá sögu Broadway og þeir eru bara algjör snilld þessir diskar!.....jólagjöfin í ár?? haaa? :)
Það er búið að vera alveg svakalega mikið að gera núna síðustu vikurnar fyrir frí og það ætlar ekkert að verða neitt betra núna í síðustu vikunni....
En ég á eflaust ekki eftir að blogga mikið á meðan ég er á Íslandi svo ég óska bara öllum:
Gleðilegra jóla og nýs árs!
kv. Dís :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2011 | 01:09
Hindrannir og sigrar í skólalífinu!!
Ótrúlegt hvað er hægt að sjá miklar framfarir í manneskjum á bara 10 vikum.
Bæði sé ég hvernig bekkjarfélagar mínir eru að vaxa og dafna með hverri vikunni sem líður og eins finn ég hjá sjálfri mér hvar mér hefur farið fram og í hverju ég þarf að vinna meira...
Fyrstu 4 vikurnar voru bara nokkurs konar kynning á þessu öllu saman. Jú við þurftum að læra mikið af lögum og okkur var alveg hent út í djúpu laugina en álagið byrjaði samt ekki almennilega fyrren á 5. og 6. viku....
Ég fann bara hvað ég var þreytt á hverjum einasta föstudegi svo að ef ég gerði þau mistök á föstudagskvöldi að leggjast upp í rúm þá nánast reis ég ekki upp fyrren næsta dag.
Það er ekki fyrren fyrst núna á 9. og 10. viku sem maður er loksins farinn að fá almennilegan árangur eftir erfiðið...
Ég efast ekki um það eigi eftir að ég eigi eftir að fá að glíma við ýmislegt áður en ég útskrifast en þegar maður er farinn að sjá árangurinn hjá sjálfum sér þá fær maður svo mikinn innblástur að maður vill bara gera meira og meira....
Ég finn hvernig ég er að styrkjast í dansinum....að læra að gera pirouette rétt að rétta úr öllu....standa teinréttur....og ég tala nú ekki um hvað maður er orðin mun liðugri heldur en fyrir 10 vikum síðan!! Það er svo margt...og svo er líka bara svo gaman að dansa! :D
Í leiklistinni....jahh við erum allavega öll farinn að fá hrós og að "þetta hafi verið brilliant" - en málið með leiklist er að þú getur aldrei vitað nákvæmlega hvað þú ert að gera rétt....eða allavega er ég alveg jafn rugluð og þegar ég byrjaði en samt sem áður þá virðist vera að ég sé orðin betri leikkona en ég var hehehe :D
Söngurinn...ég finn auðvitað mikinn mun á mér í þessu! Og það á auðvitað að ekki að vera neitt öðruvísi þar sem að við erum syngjandi alla daga vikunnar....fyrir utan æfingarnar sem við þurfum að að gera heima...
Svo er líka annað sem ég finna að ég er að styrkjast mikið í og það er að leggja texta og annað efni á minnið. Eins og ég sagði hérna að ofan þá er manni hent út í djúpu laugina strax á fyrstu vikunni og partur af því er að þú mátt aldrei horfa á texta né lög sem þú ert að syngja fyrir framan kennarana. Ég hugsa að minnsti tíminn sem ég hef fengið hingað til að læra lag utanbókar eru 2 dagar. Og manni kannski finnst það ekkert hljóma eins og neitt svakalegt. En þegar þú ert í 5 mismunandi söngkúrsum og að syngja mismuandi lög í hverjum og einum þá langar manni stundum að fara að gráta yfir því að þurfa að læra það allt utanbókar og auk þess að þurfa að "performa" lagið líka. Þýðir ekkert að standa og syngja það bara þú verður að gjöra svo vel og rífa úr þér hjartað og rétta það fram sem meðlæti með laginu meðan þú ert að synga...
.....EN ég er s.s. að verða betri í því að muna á stuttum tíma....sem er kannski eins gott fyrir svona svakalega gleymna manneskju.... :D
Eins gott að maður monti sig nú aðeins...en til þess að segja líka frá því hvað er erfitt fyrir mig..
Að vera helst til kuldalegur Íslendingur getur stundum verið ansi stór hindrun....
Það að opna sig og segja frá persónulegum hlutum til þess að seta tilfinningar í lag og annað sem maður er að vinna með er frekar erfitt fyrir Íslendinginn í mér...! Við erum alveg ferlega kuldaleg þjóð og ekki bara að ég finni það þegar kemur að því að koma fram heldur eru alltaf allir svo hroðalega vinalegir hérna. Þú kyssir og knúsar fólk sem þú þekkir nánast ekki neitt......ég varð eiginlega hálf skelkuð þegar ég kom fyrst hingað og ég er eiginlega ennþá að venjast þessu. En það kemur allt saman :D
Og í söngnum - úff BELT!! Ég varð svo pirruð á því að reyna belting í dag að ég fékk tár í augun!! Fyrrum kórmanneskja.....þá er maður alltaf að syngja á höfuðtóninum....svo að eins og er er þetta mín stærsta hindrun! En ég SKAL vinna á þessu þó svo að það sé alveg fáránlega erfitt! - og svona fyrir hvatningu hafa tveir bestu "belt-kennararnir" mínir sagt mér að þær gátu EKKERT í þessu heldur þegar þær byrjuðu en núna eru þær báðar fáránlega góðar - Þær hafa til að mynda báðar verið í hlutverkinu Grizabella í Cats sem er s.s. "Memory - hlutverkið"
En jæja nóg af þessum jappli :)
Eigið þið góða rest af viku....ég er að fara í Thanksgiving frí sem ég ætla að njóta sem mest!!!
Takk fyrir mig í bili :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.11.2011 | 16:32
Imagination is NOT you bitch!!
Þessi setning var toppurinn á Shakespeare tímanum hjá okkur í gær. Við erum komin með nýjan kennara og við veltumst um af hlátri yfir henni allan tíman!
Hún heitir Glynis (og ef það er einhver sem er jafn mikið Friends nörd og ég sem að lesa þetta skilur hann afhverju mér fannst þetta skemmtilegt nafn! :D )
Ég held að föstudagar séu orðnir uppáhalds dagarnir mínir bara alveg út í gegn. Það var yfirleitt soldið erfitt að enda föstudagana á Speech því sá tími er svo mikill "geisp-tími" en núna er:
Performance lab: Kristy Cates tekur okkur í gegn og kennir okkur að koma fram og hreinlega rífa úr okkur hjartað og rétta áhorfendum það á bakka! Því að það ser bara það sem að maður þarf að gera til að vera góður performer! :)
Improvisation: Úff við kviðum svo mikið fyrir þessum tíma áður en hann byrjaði í fyrstu vikunni. Maður heyrir orðið spuni og heldur að maður geti ekki gert NEITT af viti! En þetta er skemmtilegasti tíminn sem ég er í. Við hlægjum svo mikið í þessum tíma að stundum getum við ekki andað.....
Og núna erum við komin í Shakespeare með Glynis!
Ég held að þetta verði mjög skemmtilegir tímar. Maður hugsar um Shakespeare og sér fyrir sér þykkar, rykfallnar bækur og sér fyrir sér marga klukkutíma fara í lestur og upplestur á leikritum, einleikjum og Sonnetum.....
En hún notar öðruvísi aðferðir við að leika og notar sem sagt mest ímyndunaraflið...
En málið er að þú getur ekki bara NEYTT ímyndurnaraflið í að gera eitthvað sem það vill ekki gera....ég skal taka dæmi:
Ef þú lokar augunum og þér er sagt að ímynda þér að þú sért að sökkva niður í helvíti...hvernig er þá um að litast þar...? Hvernig er djöfullinn á litinn...?
Og ef þú lokar augunum og þér er sagt að gera nákvæmlega það sama og þú sígur hægt og rólega niður en allt í einu er þér sagt að ímynda þér út í bláinn að hin hái HERRA sér GRÆNN!!!
Maður getur það kannski upp að vissu marki....en djöfullinn er alltaf rauður og maður ímyndar sér hann alltaf sem rauðu steríó-týpuna! Og það er bara allt í lagi!....s.s. ekki neyða ímyndurnaraflið hjá þér til að gera eitthvað sem það vill ekki "Imagination is not your bitch!" :D
Þetta erum við að læra að gera í Shakespeare og reyndar miklu meira en Glynis vinnur úr frá ímyndunaraflinu og hvernig maður setur það í líkaman hjá sér...ég er spennt að sjá hvernig þessi tími verður! :)
Annars fékk ég alveg glimmrandi einkunnir á prófunum A- og A+ og það þýðir s.s. 9.2 í History of musical theatre og 9.9 í song interpretation :D....ég er ekki ennþá búin að fá út úr lokaprófinu í Speech, vonandi verður það bara jafn skemmtileg einkunn! :)
Það er komið haust hérna í New York og í dag er ég að hugsa um að fara í Central Park til að sjá haust litina!! Hefur verið sagt að það sé alveg einstakt að labba í gegnum garðinn á þessum árstíma :)
Svo er ég að hugsa um að flytja út af vistinni........en ég ætla ekki að segja frá því núna....
Þetta er svona to be continued eins og í spennandi sjónvarpsþætti svo að þið gerið ykkur ferð aftur inná bloggið til að sjá framhaldið ....*illgjarn hlátur* Djók ;D
Meira síðar... :)
kv. Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2011 | 15:16
Próf, Daylight Savings og Hugh Jackman bell kicking!
Hörku vika að baki. 2 miðannapróf og eitt lokapróf. 8 vikur af Speech voru að enda og við taka 8 vikur af Shakespeare..
Ég hef nú aldrei skilið afhverju allir leikarar þurfa að læra Shakespeare. En ég vonandi fæ innblástur á næstu 8 vikum sem lyftir mér á hærra plan og lætur mig sjá ljósið. Við erum þegar búin að fá eina Sonnetu til að læra utanbókar...áður en tímarnir eru einu sinni byrjaðir svo ég efast ekki um að það verði nóg að gera í þessum áfanga :)
Miðannaprófin sem ég tók voru svo í Song interpretation og History of musical theatre. Held að mér hafi gengið bara aldeilis ágætlega á báðum. Fæ einkunnir í komandi viku....það verður spennandi að sjá hvað bókstafi ég fæ...
Já það er nú annað...hérna í Ammirrríku þá gefa þeir í bókstöfum....ég hef ekki fengið einkunnir í bókstöfum síðan ég var 9 ára ef ég man rétt, eða jafnvel yngri ég bara man það ekki. En ég er búin að vera gera verkefni og taka lítil próf og ég hef en ekki fengið neitt undir B og flestar einkunnirnar eru A. Sem þýðir sem sagt að ég er bara á góðu róli :D
Í dag breyttist svo tíminn hjá mér svo nú er ég 5 tímum á eftir Íslandi en ekki bara 4. Get ekki sagt að ég sé eitthvað hoppandi glöð yfir því eins og það sé ekki nógu mikill tímamunur samt!! Daylight Savings! pff...
......Ég græddi samt extra klukkutíma í dag. Sem er nú alveg gott þar sem að ég er að fara á tökustað til að hjálpa með smávægilegt make-up í stuttmynd hjá einum nemandanum sem er í film prógramminu í skólanum. Bara svona skemmtileg tilbreyting frá hversdaglífinu held ég.
Er búin að eiga glimmrandi fína helgi og núna tekur við önnur vika með undarlegu prófunum þ.e.a.s. prófi í:
Showcase: Sem er eiginlega bara próf í kórsöng.....ég ætti nú að rúlla því upp er það ekki?!...ef ekki þá er nú eitthvað að :P
Jazz og theatre dansi: Skriflegt og verklegt próf í dansi "gerðu pirouette" eða "hvað er supporting leg". Flick kicks, fan kicks og svo auðvitað bell kicks sem félagi minn Hugh Jackman gerir alveg einstaklega vel í Oklahoma...hoppa upp hælar saman svo maður myndar bjöllu í loftinu!! :D
Og svona "on a side note" Hugh Jackman alveg sérlega kurteis og indæll í alvöru.......æææi við skulum bara segja það sem þarf að segja. Hann er HOT!! :D
Eigið góða viku kæra fólk
kv. Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2011 | 05:59
There's no business like show business....
Ef þú hefur ekki komið til New York og komið á Times Square þá er kannski erfitt að lýsa því fyrir þér hvað orðið "Broadway" hefur mikla þýðingu í þessari borg. Times Square er eitt stórt ljósa-show af auglýsingum og helmingurinn af þeim eru risa stór skyllti fyrir Broadway söngleiki og leikrit.
Það er ekkert grín að reyna að komast í áheyrna-prufur á Broadway. Þar sem að skólinn okkar er í rauninni áheyrnarprufu-stúdíó (og reyndar stærsta áheyrnaprufu stúdíó-ið fyrir Broadway í New York) þá fáum við þetta beint í æð. Í þessari viku voru tvær mismunandi "opnar" áheyrnaprufur í Pearl Studios og annað eins brjálæði hef ég nú bara ekki séð....
Jú það eru áheyrnarprufur þarna á hverjum degi en ef að áheyrnarprufur eru opnar eru á milli 700 og 800 manns að reyna fyrir sér. Báðir söngleikirnir eru frægir, Beauty and the beast annars vegar og Pal Joey hins vegar og þar sem að þetta er bæði svo þekkt þá kemur fólk í hrönum þarna inn til að reyna fyrir sér....
EN! Það var enginn að reyna að ljúga því að okkur að þetta væri auðveldur starfsvettvangur ó nei! Ef þú ætlar þér á toppinn þá verður þú að gjöra svo vel og berjast. Og á Broadway þá ertu alltaf að berjast um góðu hlutverkin því að það er svo mikið af flott og hæfileikaríku fólki sem gætu fengið hlutverkin! Þú verður alltaf að koma og sýna allt sem þú hefur fram að fær í hvert EINASTA skipti!!
Þetta er samt draumastarfið....að fá að gera eitthvað sem er SVONA skemmtilegt og fá borgað fyrir það er auðvitað algjör draumur!
Í kvöld fór ég að sjá rokk-söngleikinn Chick6, sem var algjör snilld. Þessi söngleikur er í rauninni að klára þróunnarferlið sitt og þegar söngleikir eru á því stigi gætu þeir kannski og kannski ekki komist á Broadway.....þessi söngleikur er á leiðinni á Broadway á næsta ári. Þróunin getur verið gífurleg á milli þess sem þú ert í litlu leikhúsi í Queens og þangað til að þetta kemst á frægu Broadway fjalirnar og ég hreinlega get ekki beðið eftir að sjá sama söngleikinn á næsta ári og sjá hverju þeir eru búnir að breyta og bæta við!!
Söngfólkið og þá aðallega söngKONURNAR, þar sem að það var bara einn karlmaður í hlutverki, í þessum söngleik voru svo hæfileikaríkar að það hreinlega þyrmdi bara yfirmann.
Og í gærkvöldi fór ég á leiksýninguna Sons of the prophet á Broadway með Joanna Gleason í einu af aðalhlutverkunum. Sú sýning var svo allt öðruvísi heldur en það sem að ég sá í kvöld en alveg ótrúlega vel skrifað og leikið í alla staði.
Að sjá tvö svona ólík verk á tveimur dögum sýnir bara hvað það er hægt að gera mikið við þessa reynslu sem maður er að afla sér hér í þessum skóla....
Ég er orðin algjör Broadway fíkill og get ekki beðið eftir að sjá eitthvað fleira...!
Ekki meira að sinni
Dísa :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2011 | 01:46
Stórborgin
Ætli það sé ekki best að nota þetta blogg í eitthvað almennilegt eins og að blogga um reynsluna sem maður hefur uppúr því að vera hérna í New York city! :)
7. vikan í skólanum byrjaði í dag og ég trúi því varla að ég sé búin að vera hérna í 8 vikur...
Skólinn er frábær! Námið er krefjandi og mikil vinna en ég nýt þess í botn að vera hérna og fá að læra hjá öllu þessu frábæra fólki. Kennararnir mínir eru allir mikil reynsluboltar af Broadway og margir hverjir að vinna þar samhliða því að kenna í skólanum.
Kannski ég segi bara aðeins frá kennurunum mínum....
VP Boyle - VP er maðurinn á bakvið musical theatre deildin í NYFA. Hann er einn eftirsóttasti áheyrnaprufu-þjálfarinn (já...það er hægt að starfa við allan andskotan hérna í Ameríku) í New York. Hann fór í samstarf við NYFA og hefur unnið hörðum höndum að því að byggja deildina upp svo hún lagi sig að því að þjálfa nemendurna til að verða þau bestu í bransanum. Og hann fékk til liðs við sig besta fólkið af Broadway sem hefur reynsluna, hæfileikana og veit upp á hár hvað þau eru að tala um.
Thom C. Warren - Ahhh Thom....uppáhalds kennarinn minn. Hann kennir sögu Musical theatre ásamt söngþjálfun af ýmsum toga. Hann er eins og er í Lion King á Broadway og leikur þar til skiptis Skara, Sasú og Púmba :)
Kristy Cates - Kristy kennir söng og söngframkomu þ.e.a.s. það er ekki nóg að kunna að syngja þú verður líka að kunna að leika það sem þú ert að syngja....og skv. Kristy hefuru ekki rétt á að syngja "stóru nóturnar" nema þú vinnir þér inn þann rétt....og þú gerir það með því að leika lagið út í gegn!......but NO indications!
Chad Austin - Chad er engum líkur. Hann er ballet þjálfari "from hell". Frábær kennari og þú færð ekkert brake hjá honum!! Hann lærði í Rússlandi og ég held að það segi allt sem segja þarf. Hann er alveg fáránlega fyndin og það er sko aldrei leiðinlegt í tímum hjá honum.......(þó svo að hann hafi komið táraflóði af stað hjá nemanda einu sinni á önninn sem ég veit um). Hann dansar mjög oft fyrir Metropolitan Óperunni en annars ferðast hann víðsvegar...núna síðast var hann að dansa í Svanavatninu í Florida.
Deidra Goodwin - Jazz og Theatre dans. Deidra er Musical theatre stjarna sem er með allan pakkan. Hún syngur, dansar og leikur og gerir það allt saman óaðfinnanlega! Ef þið hafið séð Chicago-myndina þá er hún ein af gellunum sem að er í "Cellblock tango". Annars lék hún Vilmu í Broadway uppfærslunni og er eins og er í Silence the musical (sem er söngleikur um Silence of the lambs :D )
Anna Ebbesen - Anna er aðal píanó-leikarinn í deildinni. Hún er eldklár og hefur verið tónlistarstjóri fyrir mikið af frægum söngleikjum m.a. A chorus line, Wizard of Oz o.fl. Anna hefur líka samið mikið af tónlist fyrir söngleiki. Hún er líka í miklu uppáhaldi hjá mér.
Þetta eru þau sem að kennar okkur mest....annars eru þau fleiri og hverju öðru meiri snillingar t.d. Lauren (Speech - ég elska Lauren en speech er nú meira helvítið.....ef maður er ekki Amerískur þá þarf maður sko að leggja sig fram!) Andrew - Music theory, Michelle - kennir okkur líka jazz og teatre dans, Dan - Acting technique og Katie - Improvisation sem er án efa ein fyndnasta manneskja sem ég hef hitt!!
Hingað til líkar mér vel í borginni þó svo að ég fái stundum heimþrá. En þá er bara að drífa sig að gera eitthvað uppbyggilegt og það er nú ekkert lítið sem hægt er að hafa fyrir stafni hér...
Jæja þetta er komið gott í bili.
Ég blogga meira seinna :)
Kv. Dísa í borginni :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.2.2011 | 20:53
Ertu status-týpa?
Ég hef ekki bloggað í tvö ár....nánast upp á dag. Fannst svona komin tími til
Þegar ég var að lesa yfir gömlu bloggin þá fékk ég nú stundum smá kjánahroll, jafnvel þó að það séu ekki nema tvö eða þrjú ár síðan ég skrifaði þetta. Samt gaman að skoða
Síðan ég bloggaði síðast hefur facebook komist í tísku. Ég veit að það var til staðar í byrjun árs 2009 en það var ekki orðið svona svakalega stórt ef ég man rétt.
Í dag eru allir með facebook (og ég á örugglega eftir að "pósta" þessari færslu þar svo að það séu örugglega sem flestir sem fái að sjá þetta hjá mér )
Þú ert ekki maður með mönnum ef þú átt ekki facebook í dag...já bara hreint út sagt undarlegur ef þú ert fæddur einhversstaðar á bilinu 1965 (og jafnvel eldra) til 1999 (og jafnvel yngra) ef þú hefur útaf einhverjum ástæðum ákveðið að taka ekki þátt í þessu rugli sem fer þarna fram....
Ef út í það er farið er hægt að gera hluti á facebook sem telst ekki til almennrar kurteisi í dag og komast upp með það....Til dæmis getur þú potað í fólk daginn út og daginn inn og það finnst öllum það bara allt í lagi. Sérðu ekki fyrir þér ef þú færir nú og værir alltaf potandi í alla þá sem þú þekkir meira eða minna, þvílíkur endemis dónaskapur...
En svona án alls gríns þá getur maður, eins og við stelpurnar köllum það, spæjað fólk alveg vandræðalega mikið á þessum vef og þar afleiðandi sogið í sig ógrynni af upplýsingum um viðkomandi sem maður ætti alla jafna ekki að vita.
Þetta getur náttúrulega orðið enn vandræðalegra ef maður stendur í fyrstu kynnum með einhverjum. Auðvitað er rokið beint á facebook og spæjað úr sér líftóruna og svo hefur maður ekki hugmynd um hvort að manneskjan sagði manni það sem að maður veit um hana eða hvort maður náði sér í upplýsingarnar myglaður og sveittur eftir æfingu í World Class, með hárið allt út í loftið á "gloomy" þriðjudegi eða þ.e.a.s ekki í því ástandi sem maður myndi nokkurn tíma leyfa einhverjum, sem maður var að kynnast, sjá sig.
En ég er eins og allir aðrir og get ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að sleppa því að vera með facebook.....gvööööð hvað ég get skemmt mér vel við það að skoða aðra. Nágranna-njósnir frá því í gamla daga hafa verið teknar á hærra plan....
Þegar kemur að þessu eins og mörgu öðru hjá mér þá finnst mér alltaf gaman að reyna að sjá sérstakar týpur útúr fólki...."status-týpur". Og ég er ekkert endilega að setja þetta út sem slæman hlut, þó svo að það geti alveg verið slæmur hlutur líka. Það eru sumir af mínum facebook vinum sem ég get alltaf verið vissum að komi með einhverja snilldar-statusa. Kannski alltaf um eitthvað svipað og jafnvel alltaf það sama...en ávallt, ávallt eitthvað sem maður hefur gaman að
Ég hugsa að það viti allir hvað ég á við þegar ég tala um þetta og fólk hefur ÁN efa rætt þetta við einhvern en ég ætla bara að skrifa þetta upp eins og það kemur mér fyrir sjónir og vonandi særi ég ekkert voðalega marga í ferlinu
Here we go:
Fyrsta týpan...hef soldið gaman að þessari týpu....það er meira að segja soldið af þessari týpu í mínum statusum:
- Matarstatusa-týpan: Það er alltaf verið að segja frá því hvað maður er að borða....hvort sem að það gengur út á það hvað maður er MEGA, FRIGGIN', FLABBERING duglegur að borða hollt eða fáránlega spenntur fyrir því að feitasta pizza með 10 kjötáleggstegunum er detta í hús...mmmm ég er bara farin að slefa
Svo er það týpan sem ég nánast örmagnast við að lesa hjá status-a:
- Ómennskt-duglegastatusa-týpan: Búin að fara í ræktina, skrifa 80bls ritgerð, elda matinn fyrir alla vikuna, þvo þvott fyrir allt árið, unga út sex krökkum og koma þeim á legg, fara út í heim og lækna AIDS......okey...kannski ekki alveg....en viti þið samt ekki hvaða týpu ég er að meina? Ætli þetta fólk sé aldrei að ljúga? Ég bara spyr....
Hefur þú einhvern tíma gubbaði yfir tölvuna þína? Tölvan mín er stundum í mikilli hættu þegar þessar týpur byrja að tjá sig :
- Sykurhúðarvelgjustatus-týpurnar: Það virðist allt, alltaf vera í einhverjum rósrauðum bjarma hjá þessum týpum. Það leikur allt í lyndi og lífið er svo yndislegt....þetta eru oftar en ekki líka "knús á þig" týpurna....já þú veist hvaða týpu ég er að meina. ææææ þessar týpur eru kannski krúttlegar stundum.....KNÚS Á ALLA ÞÁ SEM ERU ÞESSI TÝPA
Ég held að ég falli sterklega undir næstu týpu....ætti maður kannski að reyna að laga það...:
- FMLstatus-týpan: Þetta er NÖLDRANDI týpan....ó já....Umferðin í RVK: FML, það er snjór úti: FML, bíllinn bilaði og ég þurfti að borga það sem kemst nálægt því að borga Ice-save skuldina til að laga hann: FML, ég nenni ekki í vinnuna í dag afþví að allir eru neyddir endaþarmsskoðun: F*** my life.....hmmm...ef svo væri...væri kannski allt í lagi að vera nöldrandi týpan
Hefuru einhvern tíma verið massi í besta formi lífs þíns? Ekki? Þá máttu eiginlega ekki setja út á þessa týpu.....
- Flotta/fittstatus-týpan: Þetta er fallega fólkið....þetta er fólkið sem er í besta forminu og getur haldið á 20kg lóðum með litla fingri á meðan það hleypur blindandi upp og niður Esjuna í -15°C og blæs ekki úr nös. Það er með mínus í fituprósentu og borðar bara brokkólí af því að það þarf ekki meira....þetta ER fallega fólkið...
Hættu að hanga á facebook í vinnunni.....máttu það...? Er það? Vá hvað þú ert í skemmtilegri vinnu..!
- Work-aholicstatus-týpan: ææææ maður verður nú að fyrirgefa vinnu-statusana. Ef að líf þitt er vinnan og þú hittir aldrei maka þinn, börnin þín, vini þína, köttinn, páfagaukinn né köngulóna sem er búin að koma sér fyrir í horninu í svefnherberginu þínu af því að þú ert aldrei heima til að þrífa þá verður maður að fyrirgefa vinnustatus-týpuna. Ef maður er ALLTAF í vinnunni og sér aldrei til sólar getur maður þá sett eitthvað annað í status??
og síðast en ekki síst skulum við taka týpuna sem enginn þolir og flestir halda í þá von að verða aldrei:
- Vælustatus-týpan: Manneskjan sem að talar...nei ekki talar VÆLIR um líf sitt á facebook. Að einhver sé vondur við sig, að lífið sé ömurlegt, að ég hafi verið að grenja og þess vegna er þungu fargi af mér létt, að "kærastinnvaraðdömpamérafþvíaðégermeðsvoljótartær" - USS hættu núna!!!...í guðs almáttugs bænum ef þú ert vælustatus-týpan farðu þá og talaðu við einhvern "smetti-í-smetti". Því að ég skal segja þér það að þú átt ekki 563 NÁNA vini.....það er alveg örugglega svona 555 af þessum "nánu" vinum þínum á facebook alveg....afsakið orðbragðið SKÍTsama...
Og þetta eru nú bara status-týpurnar.....svo er líka hægt að skipta fólki í fleiri týpur á facebook.....leikjatýpur, "joina-alltof-mörgum-grúppum" týpur (ég er ein af þeim ), skiptir alltof oft um profile-mynd týpur o.s.fr.
En annars held ég all-flestir séu kannski bara nokkuð eðlilegir á facebook og setji bara eitthvað í status sér og öðrum til gamans .......og þessi bloggfærsla er einmitt gerð í þeim tilgangi....."til gamans"
Hvað segi þið um þetta lömbin mín?
Er bara nokkuð hress með að blogga.....sjáum til hvort ég helst eitthvað við það
kv. Dísa litla ljósálfur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2009 | 12:34
Fljúgandi Fugl frekar en fljúgandi furðuhlutur :D
Skemmtilegt myndband
En svona ef þið viljið sjá það sem þetta er í alvöru þá er myndband hérna sem sýnir þetta betur
Kv. Dísa ljósálfur
Fljúgandi furðuhlutur flaug yfir setningarathöfn Barack Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2009 | 13:11
Karlmenn og konur að keyra...hvor er betri?
Mikið hvað þetta rifrildi á milli karla og kvenna getur endst.....Karlmenn eru öskrandi hægri vinstri "konur kunna ekki að keyra - þær geta ekki bakkað og keyra allar eins og það sé ennþá 1904" og þá væla konur á móti "karlar eru svo óábyrgir í umferðinni og það eru miklu fleiri karlar en konur sem lenda í slysum og árekstrum í umferðinni..."
Ég segi nú bara fyrir sjálfa mig að ég held að sumar konur séu góðar að keyra og aðrar ekki og alveg eins með karlmenn. Ég get alveg ímyndað mér slæma og góða bílstjóra sem ég þekki af báðum kynjum....er þetta ekki orðið soldið þreytt??
Þetta rifrildi kemur alltaf upp reglulega í partýum eða annarsstaðar þar sem að ég er og er fólk af báðum kynjum....og svo er ætlast til þess af mér sem konu að halda alltaf með "stelpu-liðinu"....jahh ég er bara hætt að halda með einum né neinum í þessari umræðu takk....enda sit ég yfirleitt og loka bara munninum þegar þetta kemur upp og éééég hef nú ekki verið þekkt fyrir það að halda kjafti svona yfirleitt hehe
Mér finnst líka soldið merkilegt að í sömu umræðu getur fólk stundum ekki viðurkennt hvað það kann og kann ekki í þessu samhengi....jahh allavega ekki allir - ég get alveg viðurkennt að ég kann ekki að bakka í stæði....er alveg hræðileg í því og hvort það tengist því að ég sé kona veit ég ekkert um og stendur eiginlega bara alveg á sama um það...ég kann það ekki og þyrfti kannski bara að æfa mig á því - "er ekki einhver ægilega hæfileikaríkur KARLMAÐUR þarna úti sem getur kennt mér" HAHA
En ef einhver þarna úti getur komið með GÓÐ rök fyrir því afhverju konur eða karlar eru betri að keyra þá er ég alveg til í endurskoða afstöðu mína....en það þarf þá að vera virkilega góð og vel útlistuð skýring held ég....try me...ég á auðvelt með að skipta um skoðun ef að ég fæ góð og skiljanleg rök fyrir því afhverju ég ætti að gera það
Annars hef ég ekki mikið meira um málið að segja...hvað finnst ykkur??
Kv. Dísa litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 19:43
Kannski ekki alveg svona gróft!!
Að mínu mati er þetta ekki -algjört- kjaftæði...það verður að segjast.
En mér finnst maðurinn nú kannski ganga soldið langt í því að segja að lesblinda sé uppspuni alveg út í gegn. Ég veit að lesblinda er til...það er bara sumt fólk sem á mjög erfitt með að læra að lesa og skrifa EN....mér finnst samt ekki að þetta fólk eigi að afsaka sig með því að það sé lesblint og geti þess vegna ekki lært neitt o.s.fr. Vinkona mín er lesblind og eftir að hún bara ÁKVAÐ að lesa meira þá hefur hún lagast heilmikið í stafsetningu....svona viðhorf er það sem að lesblindir þurfa að vera með. Já það er erfiðara að læra, lesa, skrifa o.s.fr... en síðan hvenær hefur það verið með í myndinni að hætta þegar eitthvað er erfitt???
Eins og ég var að segja held ég samt sem áður að maður sé ekki alveg snar-geðveikur.... Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort að sumir sem segist vera lesblindir séu það ekki. Ég held samt alls ekki að þetta fólk sé að ljúga, ég er vissum að þetta fólk trúir því statt og stöðugt að það sé lesblint en ég held að þessar sömu manneskjur hafi bara ekki fengið góða kennslu og það sem meira er foreldrarnir hafi ekki nennt að setjast niður með þeim og kenna þeim líka "láta bara kennarana um það".
Svo er nú annað...mér finnst ekki beint góð lönd sem hann tekur sem dæmi.....eru allir fluglæsir í þessum löndum ég bara spyr?? Ég svona ímynda mér að það séu nú ekki allir sem kunni einu sinni að lesa í Níkaragua en nú er ég bara að giska á eitthvað sem ég veit EKKERT um.... ....you tell me...
Mín skoðun er allavega að það séu ekki allir lesblindir sem segjast vera það....
kv. Dísa litla ljósálfur
Segir lesblindu afsökun menntakerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)