Færsluflokkur: Bloggar

Of SLAKT dómskerfi vs. of STRANGT dómskerfi!!

 GreenAcres724Ákvað að hafa smá grín hérna fyrst þar sem þetta er soldið þung færsla hjá mér Wink

Ég veit ekki hvort að það er einu sinni hægt að rífa sig nógu mikið yfir dóms- og lagakerfinu hér á Íslandi þegar verið er að tala um morð og kynferðisafbrot. Ég get orðið svo einstaklega pirruð þegar ég les og heyrir fréttir í fjölmiðlum um einhver ógeð sem myrða, nauðga eða níðast á litlum börnum og fá svo kannski 2 ára dóm þegar fórnarlömbin fá dóm fyrir lífstíð!! Angry

Ég er svo sem ekki að benda á neina sérstaka frétt sem ég hef heyrt nýlega (er bara að vinna og hef of mikinn tíma til að hugsa)

Óhugnalegast finnst mér þó að það heyrist alltaf meira og meira af kynferðisafbrotum gagnvart börnum. Það er eiginlega ótrúlegt hvað þessi brenglun er algeng í heiminum í dag. Það eru til svo margir barnaklámhringir þar sem eru margir meðlimir sem skiptast á myndum, kommentum og fleiru sem tengist þessu viðbjóðslega fetish hjá þeim. GetLost Tölurnar sem maður heyrir hversu mikið af myndum og myndböndum finnast í tölvunum hjá þessum lýð eru ofboðslega háar. Það er ofar mínum skilningi, og eflaust skilur engin sem er með eðlilegan hugsanahátt, hvernig nokkur getur gert barni, sem er svo saklaust og fallegt, eitthvað svona skemmandi og hræðilegt.Crying Og hérlendis fá þessi ógeð eins og fyrr segir alltof slaka dóma miðað við það sem þeir eru að gera!!!

En þó að ég sé að tala um að dómskerfið hér á Íslandi sé slakt þá finnst mér samt óþarfi að fara algörlega út í öfgar í hina áttina. "Kynferðisafbrotamenn" í Bandaríkjunum eru t.d. oft dæmdir alltof harðlega. Þar geturu fengið ansi stranga dóma fyrir að míga á almannafæri (já maður getur sko setið í fangelsi fyrir það að pissa úti....sjáið þið ekki fyrir ykkur að fylla fangelsin á Íslandi af öllum sem kasta af sér þvagi á Þjóðhátíð í Eyjum Joyful) og ef strákur sefur hjá 17 ára kærustunni sinni og er  18 ára sjálfur þá getur hann fengið að dúsa í fangelsi í X - langan tíma. Svo auðvitað þeir sem fremja virkileg - brot- eins og nauðgun eða kynferðisofbeldi gagnvart börnum þeir geta fengið dauðarefsingu í mjög mörgum ríkjum þarna úti. Ég var einu sinni með dauðarefsingum en ég hef eiginlega skipt um skoðun á þessu. Það GETUR gerst að einhver er ranglega sakaður og dæmdur fyrir eitthvað sem hann gerði ekki svo að ég get eiginlega ekki ákveðið mig með dauðarefsingarnar....FootinMouth (by the way ef þið hafði ekki séð myndina -Life of David Gale- þá ættu þið endilega að horfa á hana)

Jæja....aftur að þessu kerfi þarna úti fyrir kynferðisafbrot. Þegar þú loksins losnar út úr fangelsi (og ég ætla nú ekki einu sinni að byrja að tala um hvað fangelsin eru stundum ömurleg þarna úti) alveg sama á hvaða stigi afbrotið er þá ertu skráður í gangnagrunn í minnst 3 - 5 ár minnir mig og þú verður að skrá þig inn í þennan gagnagrunn á mánaðarfresti til að update-a upplýsingarnar um þig og þar á meðal er; nafnið þitt, heimilsfang og af hvaða stigi brotið sem þú framdir er....en það kemur samt ekki fram HVAÐ þú gerðir og það eru alls ekki allir sem taka tillit til á hvaða stigi þetta er. Fólk hefur verið að brenna niður hús hjá fólki sem er skráður kynferðisafbrotamaður í hverfinu hjá þeim og hugsar kannski ekkert út í að þessari manneskju var kannski bara ROSALEGA mál að míga einhvern tíma og var svo óheppin að það keyrði löggugrey fram hjá á meðan. Errm

Því miður á fólk það til að taka lögin í sínar eigin hendur.....ekki misskilja mig ég er skapheit alveg fram í fingurgóma og langar hreinlega að kyrkja og pína þá sem að gera börnum eitthvað svona hræðilegt en mér finnst nú heldur langt gengið að dæma bara hvern sem er án þess að kynna sér málið fyrst!! Sbr. málið sem var í fréttum hér um daginn þar sem að maður var drepinn af því að það gengu -sögusagnir- um að hann væri að nauðga börnum....en það hafði aldrei verið sannað á hann og ekkert sem benti til þess nema að einhver hafði sagt það...það finnst mér ekki sanngjarnt Shocking (veit reyndar engin detail í þessu máli en þetta hljómaði svona í fréttinni)

Ég heyrði umræðu í útvarpinu í vetur sem mér fannst mjög áhugaverð.  Það var verið að ræða hvar hægt sé að draga línuna....jú maður veit hvað manni finnst alveg hræðilegt en hvar byrjar þetta hræðilega?? Það er kannski hægt að segja að "nokkur fífl séu að skemma fyrir hinum". sérstaklega strákum, því að let's face it það eru frekar karlmenn sem eru að brjóta af sér gagnvart börnum, hvar eiga strákar að draga línuna....hvenær er t.d. dóttir þín orðin of stór til að sitja hjá þér eða sonur þinn orðin of stór til að hann sé baðaður....er ekki einum sem finnst það óviðeigandi á einhverjum aldri þegar öðrum finnst það meira en í lagi. Fer þá einhver að öskra -kynferðisafbrot- um leið og hann sér eitthvað sem honum finnst óviðeigandi??Woundering Það eru engar reglur til um þetta...en ég ætla rétt að vona að fíflin sem ég var að tala um sem "eru að skemma fyrir öðrum" verði ekki til þess að fólk hætti að sýna börnunum sínum almennilega væntumþykju með snertingum!! Ég ætla reyndar að leyfa mér að efast um að það gerist svona upp til hópa en kannski er þetta skemma fyrir einstaka fólki einhversstaðar og það finnst mér sorglegt Woundering

Jæja...nóg af þunglyndistali svona rétt fyrir áramótin..hafði bara svo mikinn tíma til að hugsa hérna í vinnunni að ég varð að koma því á netið eins og öllu sem manni dettur í hug í dag hehe Joyful

Gleðilegt ár lömbin mín...vonandi eigi þið góð áramót í kvöld Smile

kv. Dísa áramótaálfurWizard


Hver hefur sinn stíl....mismunandi tíska á hverjum tíma...

Aaaa tískan getur alveg farið með mann....þessi fréttir minnir óneitanlega á hvernig tískan er hér á Íslandi í dag...Joyful 

Ég get alveg hreint glápt á fólk sem að gengur í náttbuxum daginn út og inn. Það verður að viðurkennast að það er frekar krakkar sem eru yngri en ég sem gera þetta en það er algjörlega ofar mínum skilningi hvers vegna.....???

Er það af því að það er svo flott??

Það getur allavega ekki verið til þess að manni sé hlýtt....og það er nú hægt að fara í venjulegar íþróttabuxur til að láta sér líða sem best er það ekki?? En það er örugglega einhver góð og gild ástæða fyrir þessari tísku....þó svo að ég sé orðin of gömul til að skilja hana....

Þegar ég var í grunnskóla var svokölluð kraftgallatíska í gangi....kannski einhverjir sem muna eftir því Errm Hörmuleg tíska en samt sem áður þá var manni hlýtt á meðan, fyrir þá sem muna EKKI eftir þeirri tísku þá var ægilega mikið "inn" að vera í kraftgöllum frá 66 norður og maður fór sko aldrei úr þeim....nei nei...þegar maður fór inn í skólan og svona tók maður bara efri hlutan niður og var bara í þeim inni líka Grin 

Æ já....ætli maður geti nokkrun tíma skilið tískuna á hverjum tíma fyrir sig.....

Fleiri dæmi um slæma tísku frá því að ég var krakki og unglingur....:

  • Hvítur eyeliner á efri augnlokum: hehe....ég held að ég fengi ekki hátt í snyrtiskólanum mínum fyrrverandi ef ég tæki upp á þessu...Tounge
  • Skipt í miðju og tveir SÍÐIR lokkar yfir andlitinu....og já það var sko YFIR andlitinu...það þýddi ekkert að greiða þá til hliðar Shocking
  • Buffalo skórnir - ohhhh men ég skemmdi næstum á mér ökklana í þessu þykkbotna drasli....maður nennti aldrei að reima og missteig sig í öðru hvoru skrefi Pinch
  • Skrjáf jogging-gallar - Oh my....já þetta var í tísku þegar ég var BARN...ég átti bleikan og þeir voru sko til í öllum regnbogans....Tounge 
  • Brjóstarhaldarabönd í hárinu eða svitabönd - Ég náðialdrei þessu eð brjóstarhöldin en ég var sko svitabandagellan númer 1 Grin
  • Og ekki má gleyma AÐAL málinu....SKOPPARATÍSKAN - Ó það var svo slæmt BlushLoL - Smash-peysur, götuskór, alltof stórar buxur sem duttu næstum niðrum mann. Stelpurnar með ALLTOF stóra hringi í eyrunum og strákarnir með keðjur sem heyrðist í þegar þeir gengu hehe...good times Joyful

Hverju fleiru munið þið eftir krakkar mínir??? Endilega skrifið þið eitthvað fleira SLÆMT síðan við vorum börn og unglingar Wink

 Ég óska þessum örfáu hræðum sem skoða bloggið mitt, gleðilegrar aðventur hehe Kissing

Dísa ljósálfur kveður að sinni Wizard


mbl.is Herferð gegn náttfötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitin vs. Borgin

376601948_7f9cf2e697Jææææja. Það gekk víst ekki alveg eftir hjá mér að vera duglega að blogga eða hvað???Whistling

En ég var að skoða fréttina áðan um 3 stráka sem lömdu og spörkuðu í einn, tóku það upp á myndband og settu á Youtube.com. Eins hræðilegt og þetta er þá er það samt ekki það sem ég ætla að tala um. Það var nefninlega einn bloggari hérna á blog.is sem ákvað að þetta væri "dreifbýlispakkinu" að kenna eða ef ég set þetta eins og hann orðaði það "dreifbýlispakk verður alltaf dreifbýlispakk" LoL

Jahh...ég er búin að vera dreifbýlispakk síðastliðin 23 ár og ég kann bara vel við sjálfa mig hahaha. En þó að ég telji mig vera sveitastelpu í húð og hár þá er ég samt sem áður búin að búa meira og minna í borginni síðan ég var 16 ára. Þar sem að ég hef reynslu af báðum stöðum þá á ég erfitt með að gera upp á milli. Bæði hefur sína kosti og galla. En það er líka alveg sama hversu lengi ég bý hérna í Kópavogi þá kalla ég það alltaf "heim" að fara í sveitina og það er sko æðislegt að komast þangað til að fara aðeins út úr stressinu.....svo þessi manneskja hefur kannski rétt fyrir sér að sumu leiti eða hvað?? Joyful

Eigum við að taka aðeins fyrir nokkra kosti og galla í báðum tilfellum??

Sveitin:

Kostirnir eru margir að búa í sveitinni. Það er rólegt þar, þegar maður elst þar upp eignast maður stóran og traustan vinahóp þegar maður er lítill og þessi vinahópur helst sko saman alveg sama hvað gerist (jaaa allavega í mínu tilfelli svo það er kostur hjá mér), þú þekkir nánast alla sem búa í sveitafélaginu þínu (jább það getur sko verið kostur....en líka galli), það er auðveldur aðgangur að hreinni náttúru ef maður fílar svoleiðis og veit reyndar ekki um marga sveitakrakka sem fíla það ekki á einn eða annan hátt.....og það má örugglega telja upp margt fleira....endilega komið með eitthvað þið þarna "pakkið" sem lesið þetta hehe

Gallarnir eru eins og við er að búast að það er ekki jafnmikið að gerast, maður hefur sama sem ekkert privacy....þegar maður gerir eitthvað vita það ALLIR klukkutíma seinna (og það er ekkert djók hef einu sinni verið vitni af slúðri sem ferðast svo hratt Grin), þegar mann langar í bíó, kaffihús eða annað er ekki endilega auðveldur aðgangur að því nema þú keyrir í svo sem klukkutíma til einn og hálfan o.s.fr. og svo er það auðvitað SLÚÐRIÐ...það er svakalegt að hvað maður getur dottið í það að slúðra um annað fólk....en þetta er svona á þessum litlu stöðum...að fylgjast með náunganum getur verið jafn spennandi og að horfa á bíómynd sko Errm...en annars tel ég það að borgarbúar séu alveg jafn slæmir með þetta, það ber bara minna á því af því að það er innan hverfisins eða innan blokkarinnar sem maður býr í en ekki í heilubæjarfélagi....ég veit ekki Sideways

Borgin:

Kostirnir eru náttúrulega þeir að þú getur farið út þegar þú vilt og gert eitthvað af því sem ég nefndi hér að ofan og það þarf ekki að vera planað nokkra klukkutíma fram í tíman. Ef þú ert vakandi kl. 3 að nóttu til og langar í pizzu þá GETURU farið og fengið þér hana hehehehe. Jaaaa við skulum bara setja þetta svona...það er meira að gerast í borginni svona dagsdaglega Smile

Gallarnir sem ég sé hér eru fyrst og fremst UMFERÐIN....það er alveg ótrúlegt hvað ég get BÖLVAÐ þegar ég er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu og þeir sem hafa setið með mér í bíl þegar ég er að keyra hérna vita að ég er með svona VOTT af road-rage haha. Svo finnst mér ekki beint næs að stíga út úr bílnum t.d. í miðbæ Reykjavíkur og finna lykt af umferð og mengun....þá finnst mér nú betra að vera einhversstaðar uppi á fjalli þar sem er hreint loft mmmmm....

Og það er eflaust hægt að finna MARGT fleira svona. En svo geri ég mér auðvitað FULLA grein fyrir því að það er örugglega eitthvað þarna sem mér finnst vera kostur eða galli sem einhver annar hugsar um á þveröfugan hátt....og vitið þið hvað ég KANN að sætta mig við það Wink Ég hef barasta aldrei skilið það þegar það er verið að dæma manna eitthvað fyrir það að vera úr sveitinni.....eða öfugt for that matter. Ef þið hugsið ykkur nú aðeins um í smá stund....er ekki alltaf einhver í lífi manns sem manni þykir væntum sem ólst upp á "hinum staðnum" (eins og þetta sé barasta önnur pláneta.) Tounge Ég held að það séu nú flestir sem þekki einhvern og ég skal veðja að allavega helmingurinn af fólkinu sem maður hittir hvern einasta dag hefur t.d. verið ástfangin af einhverjum sem er.....eins og ég segi af hinum staðnum Kissing

En svona til að botna þetta og vera SANNUR sveitakrakki þá verð ég auðvitað að rakka borgina aðeins niður hohoho.....Reykjavík er pínulítið ÞORP miðað við stórborgirnar út í heimi svo ég veit ekki hvað þið eruð að rífa ykkur hahaha Grin

Og ef fólk er eitthvað að rakka mig niður fyrir það að vera úr sveitinni þá segji ég alltaf bara eina settningu og hlæ svo allsvakalega 

"jahhh ég er allavega ekki GANGSTÉTTAKRAKKI" múahahahahaha Wink

Bara svona smá vangaveltur hjá mér börnin mín....mér finnst indælt að búa hérna í Kópavoginum....enda valdi ég mér það sjálf....en mér finnst bannað að dæma það sem maður þekkir ekki þó það sé nú yfirleitt tilfellið...eða hvað??

Kv. Dísa litla ljósálfur


"Deit-menningin" á Íslandi

 online_dating_regular_dating

Já...það er kominn vetur og þá er maður náttúrulega ekki úti öll kvöld að hanga og rúnta og asnast.    Svo ég er að hugsa um að byrja að blogga aftur ..jjeeeiijjj. Ég er vissum að þið eruð öll mjög glöð haha Grin

Ég hef nú svo sem ekkert merkilegt að segja frá mínu lífi. Ég er að klára skólan um jólin og er að drukkna í hópaverkefnum út af einhverjum ástæðum.

Og svo er BÆJARdjammið byrjað aftur mmmmmm....Wink Jú og svo er ég reyndar í dansi í world class og ég held að það sé bara hápunktur vikunnar hjá mér Errm

En þar sem að mér leiðist að blogga um mitt eigið líf ætla ég að koma með einhverjar vangaveltur hérna....og by the way EKKI um kreppuna. Ég er að hugsa um að hafa það bannefni á blogginu mínu!!.. Svo engin komment um það takk GetLost

Ég var að ræða við eina vinkonu mína um daginn um deit-menninguna á Íslandi. Við vorum að spá  afhverju í fjandanum það byrjar alltaf allt á öfugum enda á þessu landi hérna...Ég held að svona flest...ég er ekki að alhæfa...en samt flest pör sem ég þekki hafi öll verið full þegar þau hittust fyrst og þá endar kvöldið nú yfirleitt á einn veg er það ekki??

Ok látum það vera að hitta einhvern þegar maður er fullur ef maður hefur rænu á því að vera ekki að rjúka með viðkomandi heim um leið og maður er búin að slefa upp í hann/hana einu sinni...EN hafði þið heyrt um EINHVERN sem hefur hitt einhvern bara á förnum vegi t.d. út í búð og byrjað að spjalla við hann og fengið símanúmer út úr því?? Ég þekki allavega engan. 

En þar sem að við erum nú Íslendingar þá veit ég ekki alveg hvernig fólk myndi bregðast við ef þetta myndi gerast hehe....sé fyrir mér marga fyrirlitningarsvipi, taut um perraskap og jafnvel hræðslu við þann sem spyr hehe LoL En þannig erum við bara....við erum alveg ferlega lokuð þjóð og það er bara alltaf þannig harkan á allt sem við gerum....svo verðum við svo mjúk og góð....alveg heill –rúmfatalager- þegar við loksins skellum í okkur nokkrum staupum og þá allt í einu koma orðin "falleg, ég elska þig, þessi augu" o.s.fr. fram á varirnar á fólki pahh.. Grin

Ég kalla deit-menninguna á Íslandi, ef deit menningu skal kalla, helgardeit-ing. Þú hittir einhvern á djamminu....oftar en ekki ferðu með honum heim og ef kvöldið/nóttin/morguninn (fer eftir því hvenær þið farið heim) er vel heppnað þá kannski færðu númer eða ert spurð/spurður um þitt númer. Svo byrja sms-sendingar á fullu á milli eftir kannski einn, tvo daga og rætt öll heimsins mál á þennan hátt....sem er svo sem ekkert verri en hver annar, bara soldið dýrari, svo á föstudegi er strax spurt klassískasta spurning sem ég veit um (og ekki bara í þessu tilfelli, bara öllum tilfellum þegar maður er að tala við einhvern) "hvað á að gera um helgina?" Og þá eru helgardeit-in byrjuð almennilega Smile Hvað haldið þið…eitthvað til í þessu hjá mér??

En til að gera það öllum ljóst þá er ég svo sem ekkert að kvarta mér finnst þetta ekkert verra svona þar sem að ég er voðalegur Íslendingur í mér haha...ég allavega sé fyrir mér að það myndi koma ansi furðulegur svipur á mig ef einhver myndi labba upp að mér þegar ég væri mygluð í matvörubúð og spyrja um númerið mitt.....ErrmGrin

Já það er ekki fleira í bili krakkar mínir....

Ég vona að ég verði dugleg að blogga núna Tounge

Kv. Dísa Ljósálfur Wizard


How to lose a guy in 10 days

Ég ætla að giska á að allflestar stelpur og kannski einhverjir strákar líka hafa séð myndina How to lose a guy in 10 days LoL

Hvað er MEÐ þessa mynd??...jæja okey myndin er mjög fyndin og skemmtileg....en er þetta í alvöru byggt á einhverju sem að hefur gerst einhversstaðar í alvörunni??? Ég vil helst ekki trúa því Tounge

.....Fyrir þá sem hafa ekki séð hana fjallar myndin um stelpu sem er að REYNA að vera óþolandi stelpa til þess að strákur hætti með henni. Hún notar öll hugsanlega brögð til þess að hann segi henni upp. Svo ætlar hún að skrifa blaðagrein um þetta allt saman til þess að -stelpur sem að gera þessi mistök geri þau ekki aftur- .....ok.....mér þætti gaman að vita eitt...

Er einhver stelpa þarna úti sem að hagar sér svona eins og hún gerir. Ok nokkur atriði sem að hún gerir í myndinni (og við erum að tala um að hún gerist á 10 dögum):

  • Hún fer með hluti heim til hans og skilur þá eftir þar......bleikt teppi, bangsa, mynd af sér....o.s.fr. - Ok er einhver svo skammarlaus að hann FARI bara með mynd af sér heim til einhvers og setji hana þar?? Grin
  • Hún truflar hann á karlakvöldi þ.e. hún lætur strákana slökkva í vindlum, hætta að borða pizzu og í staðin að éta gúrkusnittur - uuuu maður truflar ekki strákakvöld....er það ekki bara óskrifuð regla eða....ég veit að ég myndi ekki vilja að kærastinn minn myndi koma á stelpukvöld með mér....eða hvað?? GetLost
  • Hún býr til myndaalbúm úr myndum af sér og honum til að sjá hvernig börnin þeirra líta út - Don't even get me started on that one...!!!
  • Platar hann á Celine Dion tónleika Pinch - eeeeeeee......í alvöru?? Strákar og Celine Dion...??
  • Nefnir "his thing"....princess Sofia!!! - já.....NEI....það er bara illgirni sko hahahaha Grin

What the hell?? Ef að einhverjar stelpur þarna úti gera þetta.....who and where are they???

Ég allavega veit ekki um neina stelpu sem hefur hagað sér svona við strák en ef þið vitið það plís segið þið mér þá sögur.....og fyrir þá stráka sem hafa virkilega lent í einhverju svona þá forkenni ég þeim innilega hehe...

Mjög fyndin mynd....þó maður fái kjánahroll svona af og til þar sem að stelpan lætur eins og algjört fífl hehe Joyful En ég fór bara að spá í þessu þegar ég var að horfa á myndina....hvort að það væru acctually einhverjar stelpur þarna úti sem að láta svona eins og fífl......endilega segið þið mér ef að þið vitið um eitthvað svona ég er sko SPENNT að heyra af því Happy

Kv. Dísa litla ljósálfur


Það er leikur að læra....

Þegar ég var yngri átti ég alveg óskaplega erfitt með að einbeita mér af því að læra svo að á endanum sættist ég á það að vera svona það sem ég kalla 6 - 7 manneskja. Fannst það alveg ágætar einkunnir og ef að ég fékk hærra varð ég himinglöð Joyful

Svo fór ég í snyrtifræðina og þar er krafist ansi mikils af manni t.d. varðandi mætingu og annað. Maður varð að læra heima annars fékk maður ekki hátt enda mikið af þessu námi ekki eitthvað sem að maður getur bara lært af lífsins skóla, sem er náttúrulega mjög leiðinlegt því að það er mikið af þessu sem er gott og gagnlegt að kunna Happy

Núna er ég aftur komin í dagskóla til að reyna að verða stúdent til að teljast til "almennilegrar manneskju" á Íslandi í dag, svona ef þið vitið hvað ég á við Wink Og er að fá endalaust af 9 og 10 sem að er náttúrulega alveg frábært fyrir "6-7" eins og mig hehe. En ég hef aðeins verið að velta því fyrir mér hvort ætli þetta tengist því nú að maður var ekki látin komast upp með neitt hangs í snyrtingunni eða er þetta af því að ég er orðin eldri og finnst þess vegna forréttindi að fá að læra.

Ég veit það ekki, en ég veit að ég hef mun meiri áhuga núna heldur en ég hafði þegar ég byrjaði fyrst í framhaldsskóla. Ég efast um að mér hefði fundist Brennu-Njálssaga svona skemmtileg þegar ég var 17 ára, hefði örugglega ekki nennt að skilja hana en það er nú meira snilldarritið....mér finnst hún alveg merkileg og mjög fyndin í þokkabót LoL Líklega er þetta af því að ég er orðin þroskaðri.

Annars er ég alveg á því að það ætti að hafa frjálsa mætingu í framhaldsskólum. Allavega eftir 18 ára aldurinn....finnst að krakkar ættu að vera búnir að taka út nógu mikinn þroska til að ákveða sjálfir hvort að þeir mæti, það vita það allir sem eru orðnir aðeins eldri að þú lærir miklu meira á því að mæta í tímana heldur en að sitja heima hjá þér að rembast við að skilja eitthvað sem að kennarinn þinn getur kannski útskýrt fyrir þér á 2 mínútum. Nema að fólki finnist það betra og fyrir þá sem að finnst það ætti fjarnám að kosta miklu minna heldur en það gerir.

En ég hef mjög gaman af því að vera sest aftur á skólabekk það er eitt sem víst er......mæli með því fyrir alla sem eru að velta því fyrir sér að fara aftur í nám Joyful

Kv. Dísa litla skólastúlka


Vinna í göllunum til að byggja upp sjálfstraustið...

Ég og bróðir minn áttum mjög skemmtilegt símasamtal í gær. Við ræddum allt á milli Þetta kalla ég sko sjálfstraust !!!himins og jarðar en mér fannst soldið skemmtilegar pælingar hjá okkur í gangi um sjálfstraustið.

Hvað er það sem að byggir upp sjálfstraustið hjá okkur. Auðvita ætti maður að hafa gott sjálfstraust þegar maður veit að maður er góð manneskja og vinnur í sér svona af og til. En því miður er það ekki alltaf tilfellið. Ég tel mig svo sem hafa fínt traust á sjálfri mér og finnst ekki óþægilegt að vera ég sjálf á neinn hátt en ég veit af göllunum hjá mér og reyni að vinna í þeim ef að ég get....á það til dæmis til að vera með eitthvað yfirlæti við fólk alveg óvart....eða meira ég hljóma eins og ég þykist vita eitthvað betur heldur en það þegar ég segi eitthvað þó að ég ætli mér það alls ekki.....stór galli þar á ferð og ég er að gera mitt besta við að vinna í þessu!!! Langar ekki að að fólk hafi það álit á mér að það rigni sífellt upp í nefið á mér Pinch

Þessum galla vissi ég ekki af fyrst um sinn fyrren mér var sagt frá honum og varð náttúrulega voðalega reið og sár þegar mér var sagt frá þessu og fór þar af leiðandi að taka betur eftir þessu og fattaði það sjálf að þetta var nú tilfellið hvort sem mér líkaði það betur eða verr.

Ef að einhver er nógu hugrakkur til að segja þér frá galla í fari þínu þá er líklegt að viðkomandi þyki væntum þig og vilji bara að þú bætir þig sem persónu....og ef maður er að því....stuðlar það þá ekki að bættu sjálfstrausti um leið. Það ættu allir að taka þetta til athugunnar og ekki hreyta til baka í þann sem þorir að segja þér sannleikan um sjálfan þig Joyful 

Þó svo það sé ekki alltaf gaman að heyra það þá verðuru bara að vera nógu sjálfsöruggur til að geta sagt við sjálfan þig....já þetta get ég sko lagað. Og ekki gera þau mistök að segja "ég er bara svona"......þú getur ekki breytt neinum nema sjálfum þér....það kenndi mamma mér fyrir löngu síðan og það er góð lexía. Smile

Já gott fólk....farið þið nú og vinnið í sjálfum ykkur sem mest þið megið...það er enginn fullkominn en maður getur samt reynt að vera góð manneskja fyrir það Joyful

Eigið góðan dag og endilega kommentið þið á þetta Wink


Vatnajökull kominn ofan af fjöllum!!!!

Mikið hvað þessi snjór má fara mín vegna....held að þetta sé bara komið gott. Gæti alveg sætt mig við slatta af rigningu þannig að snjórinn fari og svo bara sól...það má alveg vera kalt en ég þoli ekki að hafa skóna mína fulla af snjó og þurfa að skafa svo mikinn snjó af bílnum að helmingurinn festist í fötunum manns og kemur svo með manni inn í bíl.

Ég held ég muni bara ekki eftir svona miklum snjó síðan ég veit ekki hvenær.....það hefur allavega ekki komið svona mikið síðan ég fékk bílpróf. Áðan ætlaði ég sem sagt að dríííífa mig í vinnu og það varð ekki mikið "DRÍF" það......fór út kl. 10 min í 3 og átti að vera mætt niðrí vinnu kl. hálf 4...konan ætlaði sér sko nógan tíma til að skafa sem þurfti líka til....kom að bílnum mínum sem var með snjóskafl upp á þak öðru megin. Ef að það hefði verið álíka skafl hinu megin hefði ég eflaust ekki haft hugmynd um hvar bíllinn var niður kominn á stæðinu Woundering Jæja mín tók sig til og fór að skafa og varð náttúrulega eins og snjókall á eftir í fínu kápunni minni (það festist allt í henni...þ.á.m. snjór GetLost) Jæja ég settist inn í bíl með hálfan Vatnajökul með mér og ætlaði sko að mökka út úr stæðinu ég bakkaði hálfan meter ......og -festi mig- Pinch Ég hamaðist þarna fram og til baka, fram og til baka.....og komst bara ekki neitt.....og kallaði á "rescue team Sólborg systir" sem að koma og bjargaði bílnum til baka inn í stæðið sitt eftir smá hjakk....en bíllinn var sko ekki á leiðinni eitt né neitt. Svo að ég varð bara að gjöra svo vel og taka TAXA í vinnuna - ég held að ég hafi bara varla komið upp í svona bíl nema ég sé búin að drekka ALLAVEGA tvo til þrjá bjóra Errm

Jæja ég komst á endanum í vinnuna en það var klst of seint og það er nú ekki vinsælt þegar maður vinnur á klukkunni allan daginn en það skilja þetta allir svo sem Smile og ég varð meira að segja ekkert sein með þá kúnna sem að komu til mín eftir það. En eins og ég segi....það er komið gott af snjónum....því miður er búist við meiru í nótt GetLost

En annars er frá því að segja að ég er orðin SVEINN takk fyrir kærlega....stóð mig bara með þó nokkurri príði á sveinsprófinu um daginn og þarf aldrei að hafa áhyggjur af því meir Grin Og er byrjuð á "lokunum" á stúdentsprófinu....sem að ég stefni á um næstu jól. Svo að þetta verður bara brilliant þegar það er allt búið.

Endilega kommentið þið greyin mín....ég blogga svo voðalega sjaldan þegar það kommentar enginn....og þeir sem þykjast vera að njósna um mig...mega alveg kommenta líka. Finnst það bara gaman Wink

Kv. Skelfir


Bókalestur er góður fyrir tennur og bein

Jeminn eini.....ég held að ég gæti aldrei látið líða heilt ÁR án þess að líta í bók....jaaa svona þegar ég hugsa um það get ég eiginlega ekki sleppt því í mánuð nema það sé þeim mun meira að gerast hjá mér þann mánuðinn Woundering

En að lesa ekki bækur er náttúrulega bara val þess sem að les ekki. Ég vorkenni þeim samt sem að finnst leiðinlegt að lesa jafnvel þó að þeim sjálfum finnist þeim engin vorkunn. Mér finnst ekkert skemmtilegra að detta inn í bók og búa SJÁLF til heilan heim í kringum hana....hús, persónur og annað í bókinni. Þó að mér finnist bíómyndir alveg svakalega skemmtilegar þá eru bækur öðruvísi að því leitinu til að þú ákveður allt sjálfur.....s.s.það er ekki búinn til heimur fyrir þig þú býrð hann til sjálfur. Wizard

Og svo finnst mér líka alltaf pínu "sorglegt" þegar fólk segir....."til hvers að lesa bókina...ég bíð bara eftir myndinni" .....en en en...það er nánast undantekningarlaust sem að vantar alveg heilan helling inn í myndirnar sem að kemst ekki fyrir innan þess tímaramma sem er ætlast til í bíómyndum. Meira að segja þessar svakalega löngu og flottu myndir sem LOTR eru þá vantaði  samt svakalega mikið inn í þær. En það er alveg sama hvað ég segi við þetta sama fólk það nennir ekki að lesa bækurnar......

og svona fyrir utan það.....ef að myndin myndi svo ekki koma út efast ég stórlega um að þessar sömu manneskjur myndu hugsa með sér...."nú jæja....þá er kannski bara eins gott að lesa bókina" svo að þetta er lost cause anyway Wink

Annars ætla ég bara að segja það hér og nú....mér er alveg sama hvort að fólk les eða ekki en þið sem gerið það ekki vitið ekki afhverju þið eruð að missa....og þetta veit ég vegna þess að leeeengi vel las ég ekki en ákvað svo einn daginn að byrja á því og hef ekki hætt síðan Joyful Og að mínu mati hafa allir gott af því að lesa eitthvað....fólk verður vandaðra í talsmáta og lærir að nota heilan almennilega og hana nú Halo


mbl.is Líta aldrei í bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf jafn sorglegt!!!

7-25-07-drunken-crash-1Ég hef aldrei og mun líklega aldrei skilja þá þörf fólks að setjast undir stýri alveg á herðablöðunum og stofna sér og öðrum í hættu. Ég tala náttúrulega bara fyrir sjálfa mig þegar ég segi að ég hef yfirleitt...nei afsakið alltaf það mikið vit fyrir mér undir áhrifum að mér dettur þetta ekki einu sinni í hug. En núna veit ég auðvita ekki hvernig annað fólk er......tek það skýrt fram!!

En það er óafsakanlegt að láta eins og fífl við að keyra hvort sem að það er að keyra alveg eins og vitleysingur og nálgast það að keyra á 200km hraða eða að setjast upp í bíl og þykjast "ekki vera neitt svo svakalega fullur" Ef þú ert það ekki ættur að hafa vit á því að asnast ekki til að keyra eftir að hafa drukkið!! Og ef að það á nú að fara að tala um að fólk sem er svo dauðadrukkið að það hafi ekki vit fyrir sér þá eiginlega verð ég að segja að ef að fólk er að því komið að drepast áfengisdauða þá getur það varla sett bíl í gang, hvað þá bakkað honum út úr stæði....held að það sé algengara eins og ég segi hérna fyrir ofan að þetta sér fólk sem að telur sig vera eitthvað "betra" í því að keyra en aðra sem hafa fengið sér aðeins neðan í því.

Ættu ekki allir sem að halda að þeir séu "betri ökumenn en aðrir" að þessu leitinu til að hugsa sig tvisvar um þar sem að það hefur oft ó svo oft komið fyrir að slys hafa orðið á fólki af því að einhver hugsaði "æææ ég er ekki búin að drekka svo marga"

Annars fannst mér annað soldið áhugavert í þessari frétt að flestir sem að umræðir í henni eru á þrítugsaldri og yfir og þó ég hafi nú ekkert fyrir mér í því er það oftast skrifað um 25 ára aldurinn og uppúr....annars er viðkomandi í kringum tvítugt. Og svo er alltaf verið að saka grey krakkana sem eru nýkomnir með bílpróf um að vera verstir í umferðinni. Auðvita kemur þetta fyrir en ég er ekkert vissum að þeir séu neitt verri eða betri í umferðinni en aðrir aldursflokkar eða hvað???

En bottom line hjá mér er......

Ekki láta eins og bölvaður hálviti í umferðinni bara af því að þú telur þig vera "svo hæfan ökumann"

p.s. ég vil taka fram að þessi mynd hér að ofan er úr slysi sem varð eftir ölvunarakstur sem varð í sumar nánar tiltekið 25 júlí síðast liðinn

 


mbl.is Ók ölvaður um miðborgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband