Verknámsnemar á samningi!!!

Já....lágmarkslaun eru nú bara nokkuð há miðað við nema í ýmsum verknámsgreinum og þar get ég talið snyrtinemar (þar sem að ég þekki það af reynslu), hárgreiðslunemar og kokkanemar svo eitthvað sé nefnt.

Launin sem að þar eru í boði eru miklu lægri heldur en lágmarkslaun úti á vinnumarkaðnum og þar sem að ég er snyrtifræðingur ætla ég að tala um það frá því sjónarhorni. Það eru margar stelpur sem að fara í snyrtifræði (já mest megnis stelpur þannig er það bara sorrý strákar mínir sem að hafa lært þetta) og það eru nú ekki fáar af þeim sem að eru með börn og mjög oft jafnvel einstæðar með börn. Svo að þá eru þær ekki einu sinni bara að sjá fyrir sjálfri sér og þessi láglaunaða vinna endist í 10 mánuði og á meðan eiga hún og barnið greinilega bara að svelta því vinnan er oftar en ekki 9-6 vinna og mjög oft vinna á laugardögum líka. Ekki geta þessar stelpur farið í kvöldvinnu þá myndu þær aldrei sjá barnið og þyrftu sífellt að vera að biðja einhvern um að passa fyrir sig. Þetta er náttúrulega fyrir neðan allar hellur og það eru margar sem að hætta á samningstímanum því að þær eiga ekki fyrir leigu og hvað þá mat!

Það á náttúrulega að hækka launin hjá þessum nemum sem að ég taldi upp og eflaust fleirum....því smiðir og fleiri fá ágætislaun meðan þeir eru á samningi jaaaa þeir allavega drepast ekki á meðan! Það var meira að segja hérna fyrir nokkrum árum sem að snyrtifræðingar fengu ENGIN laun á meðan á samningstíma stóð...

Svo það þarf að laga MARGT þegar kemur að láglaunafólki og þessu kerfi bara öllu saman í þessu þjófélagi (annars þarf að laga ansi margt í þessu þjóðfélagi yfir höfuð en ég ætla ekki úti það hérna)

Later Cool


mbl.is Lágmarkslaun duga ekki fyrir húsaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Heyr heyr.  Þetta verður að teljast agalegt að nemar í sumum fögum sem eru í læri séu með lægri laun en lágmarkslaun!  Sérstaklega þó einstæðar mæður.  Svona lág laun sem nemi ýtir ekki beint undir að fólk fari í 3-4 ára nám ef það nær varla að halda sér uppi, því markaðinn vantar auðvitað fólk í þessum geira alveg eins og öðrum geirum atvinnulífsins og ef fólk út sömu stétt og sá sem er í læri, borgar svona léleg laun, sýnir bara hvað hann lítilsvirðir stéttina... Kemur alla vega þannig út í mínum augum. 

Fyrir neðan allar hellur! 

ViceRoy, 5.11.2007 kl. 13:40

2 identicon

Hver er þá hvatningin fyrir staðina að taka við nemum, það kostar að hafa nema. Það má ekki gleyma því að þetta er partur af náminu, Ekki væru þeir að fá neitt ef þeir væru bara á skólabekk. Þetta eru ekki fullgildir starfsmenn svo þeir fá ekki borgað sem slíkur. Hinsvegar mættur þeir hækka eftir hvern mánuð í takt við það sem þeir læra.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Hjördís Ásta

En núna eru t.d. snyrtifræðinemar búnir að læra allt sem að þeir eiga að læra þeir eru í rauninni bara að safna þessum 1600 tímum til þess að mega taka sveinspróf og þeir eru ekki búnir að gera annað í tvö ár áður en að æfa sig það er það sem að skólinn gengur út á samhliða fagbóklegu námi...svo að þetta ætti ekki að vera neitt öðruvísi heldur en með nuddnema þeir eru á sama kaupi og fulllærðir nuddarar eftir því sem að ég best veit og mér finnst bara ekkert athugavert við það!

Hjördís Ásta, 5.11.2007 kl. 21:48

4 identicon

Kviiittt mín kæra

Þessi skítalaun verknámsnema eru náttúrulega fyrir neðan allar hellur....og já þó þau séu mjög lítil fyrst finnst mér að þau megi nú alveg hækka með tímanum. En þú ert að fá bara sömu upphæð alltaf ekki satt...! Held þið verið að fara í mótmælagöngu bara

Helena (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 20:56

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

En skyldu stofurnar ekki vera að selja nemana út á sama verði og fullnuma snyrtifræðinga? Kæmi mér ekki á óvart.

Þórir Kjartansson, 6.11.2007 kl. 21:06

6 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt á rafrænu innliti Hækka verður þessi skítalaun nema.Styð það.

Ólafur fannberg, 6.11.2007 kl. 21:09

7 identicon

Orð í tíma töluð, dóttir góð. Þú átt alla mína samúð og meira til eins og þú veist

mamma (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:32

8 Smámynd: Hjördís Ásta

Pabbi: jújú stendur heima...það er nákvæmlega sama greiðsla tekin fyrir eitthvað sem að nemi gerir og sem að fullnuma snyrtifræðingur gerir

Hjördís Ásta, 7.11.2007 kl. 07:55

9 identicon

Já Svona var thetta líka í trésmídagreininni Hjørdis min og ekki thad langt sidan. Ég var t.d ekki á neinum svaka launum en ég hafdi thad betra en snyrtifrædingarnir. En menn sem voru i námi 10- 20 (man thetta ekki allveg) árum á undan mér voru ekki med hærri laun en thu ert med i dag. Satt ad segja var buid ad berjast fyrir thví í mørg ár ad fá laun trésmídanema hækkud vegna thess ad thau dugdu ekki fyrir í og á, nú thurfid thid bara ad gera thad sama.

Gangi thér vel i baráttunni ;)

Ingvar (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 11:19

10 Smámynd: Hjördís Ásta

Takk Ingvar minn  Þó svo að það sé náttúrulega soldið asnalegt að þurfa að berjast fyrir þessu í hverri grein fyrir sig....ætti ekki bara að reyna að samræma þetta svona soldið haaa?? hehe

Hjördís Ásta, 7.11.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband