Jóóólin jóóólin alls staðar.....lalala

Það er aldeilis langt síðan að maður hefur bloggað. Ákvað að skella inn einhverju smá hérna Joyful

Það er komið jólaskap í mann sem að er ekki mjög venjulegt fyrir mig....yfirleitt fer bara í taugarnar á mér jólaljósin og jólalögin og þetta stúss svona snemma, það var meira að segja einu sinni sem að jólaandinn kom ekki yfir mig fyrren ég settist niður í kirkjunni á aðfangadagskvöld. En það er eitthvað við árið í ár sem að er öðruvísi...veit ekki hvað það er.

Ég fór heim í sveitina um síðustu helgi og bakaði nokkrar smákökutegundir á meðan mamma var á öðru hundraðinu í þrifunum. Ég tel okkur bara nokkuð góðar og húsið heima er vel á veg komið í jólaundirbúningi held ég....en það er nú meira mömmu að þakka hehe Smile En mér fannst alveg svakalega gaman að baka og það kom mér nú í soldið stuð. En svo er ég farin að syngja hástöfum með jólalögunum í bílnum...og lít út eins og bölvaður bjáni á rauðu ljósi þegar ég tek háu tónana í lögunum W00t

Það eru samt margir með jólahefðir

T.d. heima hjá mér

-það er alltaf sítrónufrómas í eftirrétt á aðfangadagskvöld og í einni skálinni er mandlan falin

-Eftir að búið er að opna allar gjafir (og það má ekki opna þær fyrren að eldhúsið er orðið fínt) þá setjast flestir og lesa bækur sem að þeir fengu í jólagjöf og éta afganginn af frómasnum

-Göngutúr á jóladag er algengur ef að veður leyfir

 Og eflaust er nú eitthvað fleira....en núna væri óskaplega gaman að fá að kvitt frá öllum þar sem að þeir segja að minnsta kosti eina jólahefð af sýnu heimili Joyful

Góða aðventu elskurnar Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Guðmundsdóttir

Jólabarnið er að vakna úr dvala í þér

Jiii... ég veit ekki hvaða hefð ég á að koma með....
Jólin eru eiginlega alltaf eins heima hjá mér!! Ok kem þá bara með nokkrar 

Heima hjá mér

- er alltaf sveppasúpa í matinn í hádeginu á aðfangadag 

- er alltaf farið uppí kirkjugarð með kerti eftir hádegismatinn

- er alltaf rækjukokteill í forrétt á aðfangadagskvöld

- eru pakkarnir ekki opnaðir fyrr en eldhúsið er orðið fínt (eins og hjá þér Dísús minn) sama hvað krakkarnir væla mikið

Okey þetta er komið fínt í bili

En ég vil fá hitting bráðum hjá okkur, man sko varla hvernig þið  lítið út það er svo langt síðan að ég hitti ykkur, má það?

Kv.

Belly og bumbus

Berglind Guðmundsdóttir, 5.12.2007 kl. 16:37

2 identicon

Vei loksins blogg! Maður er svona að detta í jólaskapið...

En heima hjá mér

-förum við á rúntinn um miðjan dag og dreifum jólkortunum.
-er alltaf sér eftirmatur fyrir ma & pa og sér fyrir mig & Björk hehe
-eftir pakkana og eftirmatinn les mamma jólakortin...

Elska svona "hefðir", make me feel so much at home

En það er gaman að lesa hvernig jólin eru hjá öðrum! svo keep going

Helena (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 20:38

3 identicon

Best að kvitta úr því ég er hérna :)

* það borða allir heima hjá ömmu

*pakkarnir eru opnaðir eftir að búið er að ganga frá eldhúsinu

*Jólakortin eru lesið og allir hakka í sig konfektið góða..

* um kvöldið eru svo flestir að glugga í bækurnar og skoða dótið sitt..

meeeeeen ég hlakka til jólanna :D

Bogga,Jói og Patrekur Trausti (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:33

4 Smámynd: Hjördís Ásta

Já hitting já...og sem fyrst takk......kannski ágætis hugmynd með hitting þar næstu helgi...er haggi? Það er víst eitthvað svakalegt að gerast í bænum þá hjá víkur kvikindum...það voru strákarnir allavega að segja. Svo að við getum haft stúlknakvöld og svo fari þeir sem vilja niðrí bæ og hitta elskuleg he*** okkar

Hjördís Ásta, 5.12.2007 kl. 21:38

5 Smámynd: Hjördís Ásta

Mikið er ég annars ánægð með það að það eru aðrir en ég að tala ensku svona í tíma og ótíma....haaa Helena....þú átt eftir að verða alveg jafn slæm og ég og Tinna erum

Hjördís Ásta, 5.12.2007 kl. 23:21

6 identicon

Haha jébb

Ég er farin að standa mig af því þegar ég tala íslensku í símann að finna ekki orð fyrir það sem mig vantar að segja...

Helena (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 14:05

7 identicon

1. Borða

2. Ganga frá

3. Opna Pakka

4. Borða eftirréttinn (sem ég man einhverra hluta vegna ekki hvað heitir...) með möndlunni í ....Ég hef bara tvisvar á ævinni fengið mönduluna sem þýðir að Ragnar hefur fengið hana svona 10 sinnum og mamma líka!

5. Lesa helv.... jólakortin! (þá sit ég og þykist hlusta en er í rauninni að lesa bók!)

6. Fáum okkur kaffi og líkjör.

7. Ég og Ragnar erum voooooða þreytt og förum inn í rúm eða okkur langar rosa mikið út í göngutúr!!!

8. Ég og Ragnar erum búin að stela flösku og annaðhvort drekkum inní í herberginu 

Hljómar kanski ekkert rosa hátíðlegt en svona finst okkur systkynunum samt best að hafa þetta! Mömmu kúr um kvöldið og systkyna sull um nóttina! :) 

elín (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:14

8 Smámynd: Hjördís Ásta

Hehe..hey hefðir eru hefðir þannig er það bara

Hjördís Ásta, 9.12.2007 kl. 19:55

9 identicon

Hmmm ?

Heima hjá mér er alltaf grjónagrautur í  hádeginu, þar sem mandlan er falin.

Síðan eftir hádegið er farið með kerti á leiðin.

Það má alls ekki byrja að opna pakkana fyrr en allt er orðið fínt í eldhúsinu. Sem var virkilega erfitt hérna áður fyrr

Stundum förum við líka í miðnæturmessu, það er að segja ef liðið er ekki of latt til þess

Guðný (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:06

10 identicon

hei skvís! takk fyrir síðast ;) Ég fékk ekki heldur kenny í svanginn :(

p.s. ég er líka búin að blogga ;D jei jei!!

Bexý (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 18:36

11 identicon

hæhæ ákvað að kvitta;)

Heima hjá mér er alltaf eins-

-pabbi fer alltaf í jólaköttin(sturtu eftir kl.6) því hann er að gera einhvað annað en að gera sig reddí svo erum við hin 6 alltaf lengi í sturtu ;)

-kl.6 megum við "börnin" opna eina gjöf hehe og gerum en þó við séum aðeins eldri..... 

- fáum toblerone ís sem mamma gerir í eftirrétt og þar leynist mandlan..mmmmmmhhh ísinn er bestur

-eftir mat og tiltekt, finna allir sér horn til að setja gafirnar í þegar við förum að opna þær :)

gaman af þessu.....annars já við ætlum að hittast 15.des heima hjá Jónu heheh hvernig hljómar það ??? jóóónna;)

(ef ég er léleg í stæ. hvað þá nó komment eða)

Tinna (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband