14.12.2007 | 21:47
Do's and dont's á snyrtistofum :)
Það koma alls konar furðufuglar til mín á stofuna sem að gera alveg fyndnustu hluti en ég ætla svo sem ekki að fara að tala eitthvað sérstaklega um einn eða neinn hérna en fannst samt skemmtilegt að setja inn nokkra svona do/don't punkta á snyrtistofu, Enjoy
Do's
- Ef að þú ert óánægð með eitthvað segðu okkur þá frá því...við erum alveg hræðilega sorrý ef að við fáum svo kvörtun yfir því að eitthvað hafi eða hafi ekki verið gert....og við erum allar af vilja gerðar ef að það er eitthvað sem hægt er að laga.
- Endilega sofnaðu og hrjóttu eins og þú vilt og ekkert vera að afsaka þig.....við elskum þegar að fólk sofnar í stólunum....því að það þýðir að við erum að vinna vinnuna okkar vel. Við erum eflaust ein af fáum starfsstéttum sem að fílar það þegar viðskiptavinirnir okkar sofna hehe
- Endilega spurðu að öllu sem þér dettur í hug...það er ekkert sem að okkur finnst asnalegt að svara. Og ef að við vitum ekki svarið er mjög líklegt að við vitum hver veit það svo lengi sem að það tengist húð, fótum eða höndum
- Farðu úr skónum og úlpunni o.s.fr. á láttu þér líða vel á meðan þú ert hjá okkur þó að þú sért bara að koma í hálf tíma meðferð. Okkur finnst gaman ef að þér leið vel á meðan
- Ég vil setja þennan punkt þó að ég viti að þetta sé erfitt en það vita þetta ekki allir: Þegar verið er að taka lit af augnhárum þá er best að reyna að slaka eins vel á augunum og mögulegast er hægt því ef að þú ferð að kreista þau aftur þá eru meiri líkur á því að liturinn fari inn í augun og að þig svíði eins og ég veit ekki hvað
Dont's
- Okey okey...það er í fínulagi að fylgjast með því sem að snyrtirinn þinn er að gera við t.d. fæturnar eða hendurnar á þér.....en í Guðs bænum ekki STARA allan tíma...reyndu þá heldur að slaka á og loka augunum eða lesa tímarit ef þau eru í boði eða jafnvel spjalla við okkur....við erum voða hrifnar af því . Það er alltaf ókurteisi að stara...en í lagi að fylgjast örlítið með
- Þú þarft ekkert frekar að tala ef að þú hefur ekkert að segja......það er svo langt síðan við hættum að taka eftir vandræðalegum þögnum að það truflar okkur ekki einu sinni í daglegu lífi...jaaa allavega ekki mig En endilega spjallaðu samt ef þú getur.....enn og aftur haha
- Þó að okkur finnist það meira en í lagi að við séum spurðar um alla skapaða hluti....þá finnst okkur samt móðgandi þegar fólk fer að skipta því þegar við erum að vinna þ.e.a.s þegar fólk segir afhverju geriru þetta svona en ekki hinsegin og það gerir það ennþá verra ef að þú segir..." síðasti snyrtifræðingur sem að ég fór til gerði þetta ekki svona" við erum allar með mismunandi vinnubrögð. En við erum fagfólk og vitum hvað við erum að gera svo treystu okkur bara. Ef að þú ert óánægð(ur) í lok meðferðar aftur á móti þá máttu endilega segja okkur það eins og fyrr segir
- Hversu mikið sem þið eruð málaðar þá finnst okkur það í fína lagi...en bara ekki...geri þið það ekki koma með Kanebo 38° maskara í litun og plokkun....við erum bara með hálf tíma til að gera þetta og það tekur svona 10 min af tímanum að reyna að ná þessu drasli af
- Plís ekki líta niður á okkur sem starfsstétt. Þó að þú eigir meiri peninga en við þá er samt ástæða fyrir því að þú ert að koma til okkar ekki satt???
Jæja ég ætla að láta þetta gott heita í bili. Ef þið eruð með einhverja sögur af snyrtistofu hvort sem að það erum snyrtifræðinga eða annað endilega setjið þær í kommentin Og drattist þið svo á snyrtistofurnar fyrir jólin...þið hafið gott af því í öllu jólastressinu sem að er að ganga yfir þetta land
Góðar stundir....og húð
Athugasemdir
Skemmtilegir punktar! Margt af þessu sem maður hafði ekkert pælt í en þú auðvitað pælt í, því þetta er nú einu sinni vinnan þín
Já um að gera að skella sér í snyrtingu fyrir jólin, það ætla ég allavega að gera! Leyfi samt bretunum ekki að snerta á mér augabrúnirnar takk fyrir!!
Helena (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:18
Nóhh....komdu bara til mín
Hjördís Ásta, 15.12.2007 kl. 12:58
Góðir punktar:) þetta á eila næstum allt við hárgreiðsluna líka
Þorbjörg (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 23:16
gaman að þessu :)
Jóna Hulda (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 10:22
Kanebo 38° segiru? Er að sniðugt??
Magga (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.