7.2.2008 | 20:42
Vatnajökull kominn ofan af fjöllum!!!!
Mikið hvað þessi snjór má fara mín vegna....held að þetta sé bara komið gott. Gæti alveg sætt mig við slatta af rigningu þannig að snjórinn fari og svo bara sól...það má alveg vera kalt en ég þoli ekki að hafa skóna mína fulla af snjó og þurfa að skafa svo mikinn snjó af bílnum að helmingurinn festist í fötunum manns og kemur svo með manni inn í bíl.
Ég held ég muni bara ekki eftir svona miklum snjó síðan ég veit ekki hvenær.....það hefur allavega ekki komið svona mikið síðan ég fékk bílpróf. Áðan ætlaði ég sem sagt að dríííífa mig í vinnu og það varð ekki mikið "DRÍF" það......fór út kl. 10 min í 3 og átti að vera mætt niðrí vinnu kl. hálf 4...konan ætlaði sér sko nógan tíma til að skafa sem þurfti líka til....kom að bílnum mínum sem var með snjóskafl upp á þak öðru megin. Ef að það hefði verið álíka skafl hinu megin hefði ég eflaust ekki haft hugmynd um hvar bíllinn var niður kominn á stæðinu Jæja mín tók sig til og fór að skafa og varð náttúrulega eins og snjókall á eftir í fínu kápunni minni (það festist allt í henni...þ.á.m. snjór ) Jæja ég settist inn í bíl með hálfan Vatnajökul með mér og ætlaði sko að mökka út úr stæðinu ég bakkaði hálfan meter ......og -festi mig- Ég hamaðist þarna fram og til baka, fram og til baka.....og komst bara ekki neitt.....og kallaði á "rescue team Sólborg systir" sem að koma og bjargaði bílnum til baka inn í stæðið sitt eftir smá hjakk....en bíllinn var sko ekki á leiðinni eitt né neitt. Svo að ég varð bara að gjöra svo vel og taka TAXA í vinnuna - ég held að ég hafi bara varla komið upp í svona bíl nema ég sé búin að drekka ALLAVEGA tvo til þrjá bjóra
Jæja ég komst á endanum í vinnuna en það var klst of seint og það er nú ekki vinsælt þegar maður vinnur á klukkunni allan daginn en það skilja þetta allir svo sem og ég varð meira að segja ekkert sein með þá kúnna sem að komu til mín eftir það. En eins og ég segi....það er komið gott af snjónum....því miður er búist við meiru í nótt
En annars er frá því að segja að ég er orðin SVEINN takk fyrir kærlega....stóð mig bara með þó nokkurri príði á sveinsprófinu um daginn og þarf aldrei að hafa áhyggjur af því meir Og er byrjuð á "lokunum" á stúdentsprófinu....sem að ég stefni á um næstu jól. Svo að þetta verður bara brilliant þegar það er allt búið.
Endilega kommentið þið greyin mín....ég blogga svo voðalega sjaldan þegar það kommentar enginn....og þeir sem þykjast vera að njósna um mig...mega alveg kommenta líka. Finnst það bara gaman
Kv. Skelfir
Athugasemdir
æji mér finnst þessi snjór bara fínn :) ég held það sé bara af því ég þarf ekki að vera vakna eldsnemma á morgnanna til þess að skafa, ég þarf í rauninni ekki að fara neitt, þannig snjórinn má vera fyrir mér :) en ég segi enn og aftur, til hamingju með sveinsprófið ljúfan :)
Jóna Hulda (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:49
hehe ég er svooo sammála þér með að þessi snjór má sko alveg fara að fara ... mér finnst reyndar ótrúlegt að ég hafi komist allaleið til reykjavíku í morgun og tilbaka um miðjan dga hehe... það var svoldið fyndið að þegar ég var næstum komin í bæinn í morgun ( var á reykjanesbrautinni) þá heyrði ég í útvarpinu að það væri búið að loka henni hehe samt var alltílæ með akreinarnar í bæinn en ég mætti svona 200 stopp bílum á leið til kefl. þannig að sú akgrein var á kafi og þeir hafa pottþétt lokað til að hleypa öllum þessum föstu bílum yfir á hina akgreinina svo það væri nú hægt að riðja hina og líka bara svo að fólk kæmist nú hvert sem það var að fara heheh
Jæja við vonum að það fari nú að rigna hressilega :D
sigga (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:52
Flott blogg og á til hamingju med sveinsbréfid
Ingvar og Eygló (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:54
Takk og takk krakkar mínir
Hjördís Ásta, 7.2.2008 kl. 20:55
Mér finnst snjórin bara fínn... við erum alveg vinir, en kítumst kannski smá ;) Var einmitt að koma úr smá skemmtigöngu, þar sem bílinn kemst ekki nema í 200m fjarlægð frá húsinu... En það hlýtur að vera hell að reyna að mæta í vinnuna á réttum tíma :P
Til hammó með sveininn aftur ;)
Andrea Karls, 7.2.2008 kl. 21:20
Ððððð ég HATA snjó! Er guðs lifandi fegin að sleppa við hann því ekki hefur snjóað einu korni hérna og mun ekki gera. Bara bongóblíða
Hehe það hlýtur að hafa verið skondið að fara í leigara bláedrú
Helena (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:09
Já, sammála þér...hann er ekki svo skemmtilegur þegar kemur að því að þurfa að skafa, fá yfir sig fullt af snjó, fá snjó ofaní skóna, festa sig og þannig frameftir götunum En samt svo fínn svona stundum
Magga (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:26
Okey...hann er ágætur svo lengi sem að ég þarf ekki að mæta einhversstaðar í honum
Hjördís Ásta, 8.2.2008 kl. 13:38
Til hamingju með sveinsprófið :)
Hildur (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:53
jæja.. þó "ég" sé búin að kommenta áður, verð ég bara aðeins að tjá mig hérna hehe...
allavega, ég verð nú bara að segja að upp að vissu marki öfunda ég þig af snónum.. maður sér nú ekkert of mikið af honum hérna hjá okkur.. en ég er hins vegar búin að vera ferlega dugleg að hjálpa taxa stjórunum að komast af eins og þú... og þó er ég ekkert búin að fá mér í glas síðan... já síðan fyrir lööööngu!!
stórt ´knús til þín, og til stóru sys sem bjargar málunum
Eygló dk (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 19:14
Kvitt og kvitt... þú ert ágæt;) Til hamingju með Sveinsprófið, gleymdi að kyssa þig til hamingju í dag, sorry:o*
Jóna Sólveig (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:03
Kvitt og njósn ;P
Bogga (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.