Alltaf jafn sorglegt!!!

7-25-07-drunken-crash-1Ég hef aldrei og mun líklega aldrei skilja þá þörf fólks að setjast undir stýri alveg á herðablöðunum og stofna sér og öðrum í hættu. Ég tala náttúrulega bara fyrir sjálfa mig þegar ég segi að ég hef yfirleitt...nei afsakið alltaf það mikið vit fyrir mér undir áhrifum að mér dettur þetta ekki einu sinni í hug. En núna veit ég auðvita ekki hvernig annað fólk er......tek það skýrt fram!!

En það er óafsakanlegt að láta eins og fífl við að keyra hvort sem að það er að keyra alveg eins og vitleysingur og nálgast það að keyra á 200km hraða eða að setjast upp í bíl og þykjast "ekki vera neitt svo svakalega fullur" Ef þú ert það ekki ættur að hafa vit á því að asnast ekki til að keyra eftir að hafa drukkið!! Og ef að það á nú að fara að tala um að fólk sem er svo dauðadrukkið að það hafi ekki vit fyrir sér þá eiginlega verð ég að segja að ef að fólk er að því komið að drepast áfengisdauða þá getur það varla sett bíl í gang, hvað þá bakkað honum út úr stæði....held að það sé algengara eins og ég segi hérna fyrir ofan að þetta sér fólk sem að telur sig vera eitthvað "betra" í því að keyra en aðra sem hafa fengið sér aðeins neðan í því.

Ættu ekki allir sem að halda að þeir séu "betri ökumenn en aðrir" að þessu leitinu til að hugsa sig tvisvar um þar sem að það hefur oft ó svo oft komið fyrir að slys hafa orðið á fólki af því að einhver hugsaði "æææ ég er ekki búin að drekka svo marga"

Annars fannst mér annað soldið áhugavert í þessari frétt að flestir sem að umræðir í henni eru á þrítugsaldri og yfir og þó ég hafi nú ekkert fyrir mér í því er það oftast skrifað um 25 ára aldurinn og uppúr....annars er viðkomandi í kringum tvítugt. Og svo er alltaf verið að saka grey krakkana sem eru nýkomnir með bílpróf um að vera verstir í umferðinni. Auðvita kemur þetta fyrir en ég er ekkert vissum að þeir séu neitt verri eða betri í umferðinni en aðrir aldursflokkar eða hvað???

En bottom line hjá mér er......

Ekki láta eins og bölvaður hálviti í umferðinni bara af því að þú telur þig vera "svo hæfan ökumann"

p.s. ég vil taka fram að þessi mynd hér að ofan er úr slysi sem varð eftir ölvunarakstur sem varð í sumar nánar tiltekið 25 júlí síðast liðinn

 


mbl.is Ók ölvaður um miðborgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sammála þér. Eins og sagt er, eftir einn ei aki neinn! greinilega ekki allir sem fara eftir því, því miður

Magga (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 17:51

2 identicon

Fólk er fífl!!! Og ég mun aldrei fara ofan af þeirri skoðun!!

p.s. ég bloggaði fyrir þig esskan ;)

Bexý (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband