"Deit-menningin" á Íslandi

 online_dating_regular_dating

Já...það er kominn vetur og þá er maður náttúrulega ekki úti öll kvöld að hanga og rúnta og asnast.    Svo ég er að hugsa um að byrja að blogga aftur ..jjeeeiijjj. Ég er vissum að þið eruð öll mjög glöð haha Grin

Ég hef nú svo sem ekkert merkilegt að segja frá mínu lífi. Ég er að klára skólan um jólin og er að drukkna í hópaverkefnum út af einhverjum ástæðum.

Og svo er BÆJARdjammið byrjað aftur mmmmmm....Wink Jú og svo er ég reyndar í dansi í world class og ég held að það sé bara hápunktur vikunnar hjá mér Errm

En þar sem að mér leiðist að blogga um mitt eigið líf ætla ég að koma með einhverjar vangaveltur hérna....og by the way EKKI um kreppuna. Ég er að hugsa um að hafa það bannefni á blogginu mínu!!.. Svo engin komment um það takk GetLost

Ég var að ræða við eina vinkonu mína um daginn um deit-menninguna á Íslandi. Við vorum að spá  afhverju í fjandanum það byrjar alltaf allt á öfugum enda á þessu landi hérna...Ég held að svona flest...ég er ekki að alhæfa...en samt flest pör sem ég þekki hafi öll verið full þegar þau hittust fyrst og þá endar kvöldið nú yfirleitt á einn veg er það ekki??

Ok látum það vera að hitta einhvern þegar maður er fullur ef maður hefur rænu á því að vera ekki að rjúka með viðkomandi heim um leið og maður er búin að slefa upp í hann/hana einu sinni...EN hafði þið heyrt um EINHVERN sem hefur hitt einhvern bara á förnum vegi t.d. út í búð og byrjað að spjalla við hann og fengið símanúmer út úr því?? Ég þekki allavega engan. 

En þar sem að við erum nú Íslendingar þá veit ég ekki alveg hvernig fólk myndi bregðast við ef þetta myndi gerast hehe....sé fyrir mér marga fyrirlitningarsvipi, taut um perraskap og jafnvel hræðslu við þann sem spyr hehe LoL En þannig erum við bara....við erum alveg ferlega lokuð þjóð og það er bara alltaf þannig harkan á allt sem við gerum....svo verðum við svo mjúk og góð....alveg heill –rúmfatalager- þegar við loksins skellum í okkur nokkrum staupum og þá allt í einu koma orðin "falleg, ég elska þig, þessi augu" o.s.fr. fram á varirnar á fólki pahh.. Grin

Ég kalla deit-menninguna á Íslandi, ef deit menningu skal kalla, helgardeit-ing. Þú hittir einhvern á djamminu....oftar en ekki ferðu með honum heim og ef kvöldið/nóttin/morguninn (fer eftir því hvenær þið farið heim) er vel heppnað þá kannski færðu númer eða ert spurð/spurður um þitt númer. Svo byrja sms-sendingar á fullu á milli eftir kannski einn, tvo daga og rætt öll heimsins mál á þennan hátt....sem er svo sem ekkert verri en hver annar, bara soldið dýrari, svo á föstudegi er strax spurt klassískasta spurning sem ég veit um (og ekki bara í þessu tilfelli, bara öllum tilfellum þegar maður er að tala við einhvern) "hvað á að gera um helgina?" Og þá eru helgardeit-in byrjuð almennilega Smile Hvað haldið þið…eitthvað til í þessu hjá mér??

En til að gera það öllum ljóst þá er ég svo sem ekkert að kvarta mér finnst þetta ekkert verra svona þar sem að ég er voðalegur Íslendingur í mér haha...ég allavega sé fyrir mér að það myndi koma ansi furðulegur svipur á mig ef einhver myndi labba upp að mér þegar ég væri mygluð í matvörubúð og spyrja um númerið mitt.....ErrmGrin

Já það er ekki fleira í bili krakkar mínir....

Ég vona að ég verði dugleg að blogga núna Tounge

Kv. Dísa Ljósálfur Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehehe..... þetta er ekkert smá rétt hjá þér.... en mikið er ég sammála þér.... ég hugsa að ég myndi slá þann utanundir sem myndi biðja mig um númerið mitt í bónus eða eitthvað;-) Í það minnsta halda að hann væri snarklikkaður...... Gott að þú ert byrjuð að blogga aftur frænka... gaman að forvitnast hérna hjá þér;-)

Katrín Valdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:53

2 identicon

rambaði á bloggið þitt og hreinlega VARÐ að kvitta. því það vill svo skemmtilega til að ég pikkaði kallinn minn upp í nettó grindavík hahahaha.!!! reyndar þá sá ég hann að vinna þar, sótti um vinnu bara útaf honum haha and guess what. húkkaði hann upp. var ekki einu sinni komin með vinnuna þegar við byrjuðum saman. var by the way ekki full eða neitt;) hitti hann meirað segja aldrei fullan fyrr en eftir að við byrjuðum saman svo þar hefur undantekninguna frá þessari reglu hjá þér:) 4 ár með honum mín kæra og eitt barn komið úr því öllu saman hehe.. annars flott blogg hjá þér. gaman að geta fylgst með þér einhverstaðar..

Telma tvíburi og x víkari (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:27

3 identicon

Vááh Telma þetta vissi ég ekki, en skemmtilegt samt :D það þarf alltaf að vera undantekning til að sanna regluna ekki satt ;) En já Hjördís það er eitthvað til í þessu hjá mér og vertu nú alvöru bloggari svo ég hafi eitthvað að gera í sveitinni :)

Andrea (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Hjördís Ásta

Hehe.....já....þetta er sko saga sem ég ætla að segja ÖLLUM Telma mín Þú hittir hann í matvörubúð..það er SNILLD

Andrea: Ég skal gera mitt besta...ég veit ekki hversu oft mér dettur eitthvað í hug til að blogga um....

Hjördís Ásta, 23.10.2008 kl. 00:10

5 identicon

Skemmtileg saga Telma, þetta vissi ég ekki heldur:)

Mér þætti bara gaman ef einhver myndi labba upp að mér í matvörubúð og biðja um númerið mit hehehe..ef það væri heitur gaur allavega En ef það væri eitthvað kríp þá kannski myndi maður slá frá sér

Skemmtilegar pælingar hjá þér Hjödda mín, vona að þú verðir dugleg að blogga!

p.s. ég veit ég má ekki kalla þig Hjöddu en geri það samt

Helena (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 09:12

6 identicon

vá hvað þetta meikar mikið sens svona er þessi Ísenska deit menning hun er bara ekki floknar enn djöfull leiðinleg það vantar smá tilbreytingu i þetta KV.Stufur

Daniel karl sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband