Fuss....Ísland dýrast....núúúú?

Ég held að það þurfi sko enga könnunn frá einhverjum bjánum til að segja þeim sem að búa á Íslandi að það sé dýrt að búa þar. Og svo dirfast þeir að segja að Ísland sé ríkasta land í heimi og nota þá staðreynd að það komi frá neyslu heimilana....

Ég get næstum hengt mig upp á það að helmingurinn af því sem er keypt inn á heimilin sé ekki keypt í beinhörðum peningum. Aldeilis ekki...ég held að það sé ekkert land sem að kemst nálægt því hvað við erum að eyða miklu með peningum sem að við eigum ekki.....yfirdráttarheimildir, lán, vísakort...það þarf að borga þetta allt á endanum en það er ekki þar með sagt að fólk eigi peningana til þess. Nei nei....blessuð veri þið....það er bara tekið eitt lánið til viðbótar.

Ef að við gerum könnun um þetta...hvað eru margir hérna sem að þurfa ekki að borga neitt aukalega í byrjun mánaðar?? Rétt upp hönd....það eru voðalega fáir....það er nú meira að segja þannig að krakkar undir lög aldri eru búnir að steypa sér í margra milljóna skuldir langt fyrir aldurfram með því að kaupa bíla eða Guð má vita hvað....þessir flottu kaggar eru keyptir í byrjun sumars og svo sér maður þetta allt í blöðunum á sölu um haustið og ekki eru það margar auglýsingar sem að stendur ekki við "yfirtökur á láni"......hvar annars staðar en á Íslandi eru KRAKKAR að borga af lánum...mér er alveg sama hver skrifaði upp á lánin eða á hvaða nafni þau eru...það eru krakkarnir sem eru að borga af þessu og hafa auðvita ekki efni á þessu því að HEYYY þau eru ekki orðin bankastjórar og mjööög litlar líkur á því að þau verði það einhver tíma.

Það er bara alltof dýrt að búa hérna og það kemur ekki EINUM Íslendingi á óvart!!! Og hana nú!!GetLost


mbl.is Dýrast að búa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Do's and dont's á snyrtistofum :)

Það koma alls konar furðufuglar til mín á stofuna sem að gera alveg fyndnustu hluti en ég ætla svo sem ekki að fara að tala eitthvað sérstaklega um einn eða neinn hérna en fannst samt skemmtilegt að setja inn nokkra svona do/don't punkta á snyrtistofu, Enjoy Joyful

Do's

  • Ef að þú ert óánægð með eitthvað segðu okkur þá frá því...við erum alveg hræðilega sorrý ef að við fáum svo kvörtun yfir því að eitthvað hafi eða hafi ekki verið gert....og við erum allar af vilja gerðar ef að það er eitthvað sem hægt er að laga. Sideways
  • Endilega sofnaðu og hrjóttu eins og þú vilt og ekkert vera að afsaka þig.....við elskum þegar að fólk sofnar í stólunum....því að það þýðir að við erum að vinna vinnuna okkar vel. Við erum eflaust ein af fáum starfsstéttum sem að fílar það þegar viðskiptavinirnir okkar sofna hehe Sleeping
  • Endilega spurðu að öllu sem þér dettur í hug...það er ekkert sem að okkur finnst asnalegt að svara. Og ef að við vitum ekki svarið er mjög líklegt að við vitum hver veit það svo lengi sem að það tengist húð, fótum eða höndum Happy
  • Farðu úr skónum og úlpunni o.s.fr. á láttu þér líða vel á meðan þú ert hjá okkur þó að þú sért bara að koma í hálf tíma meðferð. Okkur finnst gaman ef að þér leið vel á meðan Smile
  • Ég vil setja þennan punkt þó að ég viti að þetta sé erfitt en það vita þetta ekki allir: Þegar verið er að taka lit af augnhárum þá er best að reyna að slaka eins vel á augunum og mögulegast er hægt því ef að þú ferð að kreista þau aftur þá eru meiri líkur á því að liturinn fari inn í augun og að þig svíði eins og ég veit ekki hvað Pinch

Dont's

  • Okey okey...það er í fínulagi að fylgjast með því sem að snyrtirinn þinn er að gera við t.d. fæturnar eða hendurnar á þér.....en í Guðs bænum ekki STARA allan tíma...reyndu þá heldur að slaka á og loka augunum eða lesa tímarit ef þau eru í boði eða jafnvel spjalla við okkur....við erum voða hrifnar af því W00t. Það er alltaf ókurteisi að stara...en í lagi að fylgjast örlítið með Wink
  • Þú þarft ekkert frekar að tala ef að þú hefur ekkert að segja......það er svo langt síðan við hættum að taka eftir vandræðalegum þögnum að það truflar okkur ekki einu sinni í daglegu lífi...jaaa allavega ekki mig Tounge En endilega spjallaðu samt ef þú getur.....enn og aftur haha Grin
  • Þó að okkur finnist það meira en í lagi að við séum spurðar um alla skapaða hluti....þá finnst okkur samt móðgandi þegar fólk fer að skipta því þegar við erum að vinna þ.e.a.s þegar fólk segir afhverju geriru þetta svona en ekki hinsegin og það gerir það ennþá verra ef að þú segir..." síðasti snyrtifræðingur sem að ég fór til gerði þetta ekki svona" við erum allar með mismunandi vinnubrögð. En við erum fagfólk og vitum hvað við erum að gera svo treystu okkur bara. Ef að þú ert óánægð(ur) í lok meðferðar aftur á móti þá máttu endilega segja okkur það eins og fyrr segir Joyful
  • Hversu mikið sem þið eruð málaðar þá finnst okkur það í fína lagi...en bara ekki...geri þið það ekki koma með Kanebo 38° maskara í litun og plokkun....við erum bara með hálf tíma til að gera þetta og það tekur svona 10 min af tímanum að reyna að ná þessu drasli af Blush
  • Plís ekki líta niður á okkur sem starfsstétt. Þó að þú eigir meiri peninga en við þá er samt ástæða fyrir því að þú ert að koma til okkar ekki satt???GetLost

Jæja ég ætla að láta þetta gott heita í bili. Ef þið eruð með einhverja sögur af snyrtistofu hvort sem að það erum snyrtifræðinga eða annað endilega setjið þær í kommentin W00t Og drattist þið svo á snyrtistofurnar fyrir jólin...þið hafið gott af því í öllu jólastressinu sem að er að ganga yfir þetta land FootinMouth

Góðar stundir....og húð Tounge


Jóóólin jóóólin alls staðar.....lalala

Það er aldeilis langt síðan að maður hefur bloggað. Ákvað að skella inn einhverju smá hérna Joyful

Það er komið jólaskap í mann sem að er ekki mjög venjulegt fyrir mig....yfirleitt fer bara í taugarnar á mér jólaljósin og jólalögin og þetta stúss svona snemma, það var meira að segja einu sinni sem að jólaandinn kom ekki yfir mig fyrren ég settist niður í kirkjunni á aðfangadagskvöld. En það er eitthvað við árið í ár sem að er öðruvísi...veit ekki hvað það er.

Ég fór heim í sveitina um síðustu helgi og bakaði nokkrar smákökutegundir á meðan mamma var á öðru hundraðinu í þrifunum. Ég tel okkur bara nokkuð góðar og húsið heima er vel á veg komið í jólaundirbúningi held ég....en það er nú meira mömmu að þakka hehe Smile En mér fannst alveg svakalega gaman að baka og það kom mér nú í soldið stuð. En svo er ég farin að syngja hástöfum með jólalögunum í bílnum...og lít út eins og bölvaður bjáni á rauðu ljósi þegar ég tek háu tónana í lögunum W00t

Það eru samt margir með jólahefðir

T.d. heima hjá mér

-það er alltaf sítrónufrómas í eftirrétt á aðfangadagskvöld og í einni skálinni er mandlan falin

-Eftir að búið er að opna allar gjafir (og það má ekki opna þær fyrren að eldhúsið er orðið fínt) þá setjast flestir og lesa bækur sem að þeir fengu í jólagjöf og éta afganginn af frómasnum

-Göngutúr á jóladag er algengur ef að veður leyfir

 Og eflaust er nú eitthvað fleira....en núna væri óskaplega gaman að fá að kvitt frá öllum þar sem að þeir segja að minnsta kosti eina jólahefð af sýnu heimili Joyful

Góða aðventu elskurnar Halo

 


Verknámsnemar á samningi!!!

Já....lágmarkslaun eru nú bara nokkuð há miðað við nema í ýmsum verknámsgreinum og þar get ég talið snyrtinemar (þar sem að ég þekki það af reynslu), hárgreiðslunemar og kokkanemar svo eitthvað sé nefnt.

Launin sem að þar eru í boði eru miklu lægri heldur en lágmarkslaun úti á vinnumarkaðnum og þar sem að ég er snyrtifræðingur ætla ég að tala um það frá því sjónarhorni. Það eru margar stelpur sem að fara í snyrtifræði (já mest megnis stelpur þannig er það bara sorrý strákar mínir sem að hafa lært þetta) og það eru nú ekki fáar af þeim sem að eru með börn og mjög oft jafnvel einstæðar með börn. Svo að þá eru þær ekki einu sinni bara að sjá fyrir sjálfri sér og þessi láglaunaða vinna endist í 10 mánuði og á meðan eiga hún og barnið greinilega bara að svelta því vinnan er oftar en ekki 9-6 vinna og mjög oft vinna á laugardögum líka. Ekki geta þessar stelpur farið í kvöldvinnu þá myndu þær aldrei sjá barnið og þyrftu sífellt að vera að biðja einhvern um að passa fyrir sig. Þetta er náttúrulega fyrir neðan allar hellur og það eru margar sem að hætta á samningstímanum því að þær eiga ekki fyrir leigu og hvað þá mat!

Það á náttúrulega að hækka launin hjá þessum nemum sem að ég taldi upp og eflaust fleirum....því smiðir og fleiri fá ágætislaun meðan þeir eru á samningi jaaaa þeir allavega drepast ekki á meðan! Það var meira að segja hérna fyrir nokkrum árum sem að snyrtifræðingar fengu ENGIN laun á meðan á samningstíma stóð...

Svo það þarf að laga MARGT þegar kemur að láglaunafólki og þessu kerfi bara öllu saman í þessu þjófélagi (annars þarf að laga ansi margt í þessu þjóðfélagi yfir höfuð en ég ætla ekki úti það hérna)

Later Cool


mbl.is Lágmarkslaun duga ekki fyrir húsaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Angels and Demons vs. Da vinci code

Ég get ekki beðið eftir þessari!! Cool 

Dan Brown er náttúrulega bara snilldar höfundur og allar bækurnar hans mjög góðar.....en Da vinci code og angels and demons eru samt mun betri en hinar tvær (held alveg örugglega að hann sé ekki búin að skrifa fleiri - en ef svo er endilega látið mig vita!!)

A&D er tæknilega séð fyrri bókin en DVC fékk svo mikla athygli að hin varð einhvern vegin undir sem er náttúrulega ekki nógu gott því hún er sko ekkert síðri og maður verður spenntur á fyrstu síðu bókarinnar....sem sagt ekkert verið að láta mann bíða eftir spennunni. En ef þið eruð hvoruga bókina búin að lesa og ætlið að lesa báðar þá ættuð þið að lesa A&D fyrst...því það er oft verið að vitna eitthvað í hana í DVC og maður tekur örugglega ekki eftir því eða þá skilur ekkert í því nema vera búin að lesa hina fyrst (annars veit ég það ekki alveg...ég las fyrri bókina fyrst) Smile A&D endar frekar einkennilega (róleg ætla ekki frekar út í þá sálma) sem að gerir það að verkum að DVC er heldur betri en A&D en ef endirinn væri öðruvísi þá þætti mér hún mun betri það er alveg á hreinu! Joyful

Svo að ég er spennt yfir þessari mynd...mér fannst alveg ótrúlegt hvernig framleiðendur fyrri myndarinnar gátu náð öllum mikilvægum atriðum inn í myndina þar sem að það gerist nú frekar oft að þegar myndir eru gerðar eftir bókum þá vantar alltaf svo mikið inn í þær.....svona t.d. eins og Harry Potter....þeir sem þykjast geta bara beðið eftir myndunum um Harry og láta þar við sitja vita ekki af hverju þeir eru að missa það vantar svo mikið inn í....og ég ætla nú ekki einu sinni að byrja að tala um Eragon myndina...það var nú bara eitthvað CRAP!! GetLost

En þetta átti ekki að vera nöldurfærsla....

bara það að ég get ekki beðið eftir Angels and Demons!HaloDevil

CUUUUUUUTCool


mbl.is Englar og djöflar í tökur í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingar

Hafið þið einhver tíma pælt eitthvað almennilega í auglýsingum í sjónvarpinu. Ég sver það að stundum skil ég hvorki upp né niður í því hvað er verið að auglýsa JAFNVEL þó að það komi í endan á auglýsingunni frá hvaða fyrirtæki hún er.

Ég hef verið þannig alveg frá því að ég var lítil að ég horfði á auglýsingar með athygli....kannski ekki á sömu forsendum núna og þá en það er ekki aðalmálið og þegar ég er að horfa á nakið fólk þar sem að það teygir sig og reygir aftur á bak og áfram þá verður mér ekki hugsað til þess að ég þurfi nú að fara að sjúkratryggja mig skal ég segja ykkur og mig langar ekkert frekar að skipta við banka ef það er verið líkja eftir bíómynd eins og nýjar auglýsingar frá einum bankanum hérna á Íslandi núna því að ég veit alveg að ég stjórna lífi mínu og það er svo sannarlega ekki eins og  einhver bíómynda drusla GetLost

En ef að auglýsingar eru góðar á annað borð og miklar hugmyndir á bakvið þær þá finnst mér alveg verulega gaman að horfa á þær (já ég veit....sad....mér finnst gaman að auglýsingum, laugh I don't care) Einar skemmtilegustu auglýsingar sem að ég horfi á eru Coka Cola auglýsingar...þær eru næstum alltaf skemmtilegar og alveg ferlega mikið lagt í þær líka....fer ekki í jólafíling fyrren ég er búin að sjá eina góða jólaauglýsingu frá Coka Cola Company Joyful

Það er leikur sem að ég fer stundum í við sjálfa mig (kannski aðra ef að þeir eru jafn steiktir og ég) þegar ég sit í bíó að bíða eftir því að myndin byrji og það er að giska á hvað hver auglýsing er að auglýsa áður en það kemur fram W00t(prófið þetta það er ferlega gaman eins hægt með bíómynda auglýsingar) en eftir því sem á líður þá verður þetta erfiðara og erfiðara því að demmit fólk er byrjað að fá svo heimskulegar hugmyndir að auglýsingum að mér finnst það merkilegt að fyrirtæki vilji setja þetta í sjónavarpið eða hvar sem að er auglýst með logo-inu sínu á Woundering Ég er næstum því vissum að fólkið sem að gerir svona allra verstu auglýsingarnar (ætla ekki að fara að upplýsa eitthvað meira um það hvað mér finnst slæmar auglýsingar, gæti sært einhvern Pinch) það hafa setið saman einhverjar nokkrar hræður eitt kvöldið með annað hvort áfengi eða eitthvað sterkara og hlegið sig máttlaust yfir einhverju meðan það er í galsa svo skilar það inn hugmyndinni og kvikmyndaliðið sem er sett í að filma þetta veit svona varla hvað er í gangi með þetta er það er verið að borga því og þess vegna gerir það þetta án þess að heyrist múkk Whistling

Já auglýsingar geta verið spes og sumar fara meira að segja pínu í taugarnar á mér það verður að segjast....

Ekki meira í bili

kv. Hjördís gagnrýnandi Cool


Klukkití klukk klukk kluuukk :Þ

Já systir mín (Jónína Sólborg) var svo indæl að klukka mig en það getur verið alveg eins IN YOUR FACE SIS....af því að þvert við allt annað fólk finnst mér alveg stór skemmtilegt að gera klukk haha W00t

Jæja...ég á sem sagt að nefna 8 hluti sem að enginn veit um mig í blogg heiminum...

  1. Ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað með höndunum....þegar ég held á penna þá "klikka" ég honum, ef ég held á flösku ríf ég af henni miðana...verð að gera eitthvað...teikna vera í tölvu....keep myself busy! Wizard
  2. Þegar ég er að tannbursta mig þá þarf ég alltaf að fara að gera eitthvað annað á meðan...og það er erfitt að gera eitthvað annað þegar maður er að tannbursta sig...eins og t.d. að setja í sig eyrnalokka eða eitthvað svollis....Pinch 
  3. Mér finnst öll dýr sæt og skemmtileg....jafnvel þó að þau séu scary...ég get ekki meitt eða drepið neitt dýr....jaaa kannski flugur en ég hendi köngulóm út frekar en að stíga á þær....InLove
  4. Ókurteisi og óheiðarleiki fer mest í taugarnar á mér í heiminum.....annað í fari fólks get ég yfirleitt höndlað GetLost
  5. Ég get helst ekki komist í gegnum heilan dag án þess að hlusta eitthvað á tónlist og helst syngja sem hæst með....þið ættuð að sjá mig þegar ég er ein í bílnum Whistling
  6. Ég er með thing fyrir kjólum...ég get aldrei keypt mér of mikið af þeim...en samt....á ég of mikið af þeim...if you know what I mean... Woundering
  7. Ég elska sólina og sumarið og hitan....(öfugt við suma sem ég þekki Tounge)
  8. uuuuuu já og ég safna uglum af öllum stærðum og gerðum.....á orðið ansi margar Grin

Jæja....þá var það ekki fleira

og á mogga blogginu ætla ég að klukka

Berglindi    ooooog

Andreu (bara ef þú hefur tíma og uuuu rafmagn þarna í Indlandi elskan Wink)

Jónu Ágústu

 Og svo ekki á mogga blogginu

Helenu

Möggu

 

Ekki meira í bili :)

 


Things that annoy me!!!!!

 graffiti-kid_10_12_2007_08_06_06_32763 

watchPeople who point at their wrist while asking for the time. I know where my watchWiiJacket is buddy, where the hell is yours? Do I point at my crotch when I ask where the bathroom is?

People who are willing to get off their ass to search the entire room for the TV remote because they refuse to walk to the TV and change the channel manually.


When people say "Oh you just want to have your cake and eat it too". Screw off. What good is a goddamn cake if you can't eat it? What, should I eat someone else's cake instead?


When people say "It's always in the last place you look". Of course it is. Why the hell would you keep looking after you've found it? Do people do this? Who and where are they?

movie_theaterWhen people say, while watching a movie "Did you see that?" No dicknose, I paid $9.00 to come to the theatre and stare at the frigging ceiling up there. What did you come here for?

When something is "new and improved", which is it? If it's new, then there has never been anything before it. If it's an improvement, then there must have been something before it.

When a cop pulls you over and then asks if you know how fast you were going? AbobbyYou should know asshole, you frigging pulled me over.

When people say "Life is short." What the hell?? Life is the longest damn thing anyone ever does!! What? Are they going to do something that's longer?

When people ask "Can I BORROW a piece of paper?" Sure, but please don't return tbus_cartoon_000he favor! It's one god damn piece of paper! When you are waiting for the bus and someone ask you "Did the bus come yet?" If the bus came I would not be standing here asshole!

People who ask "Can I ask you a question?" Didn't really give me a choice there, did ya buddy?

Fannst þetta svo ofboðslega fyndið að ég bara varð að setja þetta hérna inn W00t Þetta er alveg ferlega pirruð manneskja sem að samdi þetta það er ekki hægt að segja annað Joyful

Og kommenta svo...mér er alveg sama hvort að ég þekki ykkur og hvort að þið séuð á moggablogginu eða ekki....ég vil endilega sjá komment Wink

L8er


Að mæta eða ekki að mæta í vinnu???

Ég veit ekkert um vonda yfirmenn en ég get sagt það að ég hef aldrei skilið fólk sem að hringir sig inn veikt þegar það er það ekki. Og en frekar get ég hneykslast á fólki sem að hringir sig inn veikt ef að það er ÞUNNT!!! ÞAAAð elskurnar mínar er sjálfskaparvíti og telst ekki sem veikindi af neinu tagi. Ef að manneskja á að mæta í vinnu þá væntanlega veit hún það með margra daga og vikna fyrirvara og ætti ekki að drekka svo mikið áfengi að það geri einhvern veikan....það þarf enginn að segja mér það að hann viti ekki takmörk sín ef að hann ætlar á annað borð í eitthvert mikilvægt boð kvöldið fyrir vinnudag, því miður hef ég enga samúð með þessu fólki. Angry

Sérstaklega finnst mér skítt að þetta fólk er einhver staðar til þarna úti og er að koma óorði á annað fólk sem að er samviskusamt. Sem manneskja á milli tvítugs og þrítugs finnst mér þetta alveg ferlega óþolandi af því að það hefur komið fyrir mig að ég verð veik um helgi og get ekki mætt í vinnu þá og það er bara STIMPLAÐ á mann "jaaaá já...þessi hlýtur að hafa verið á fillerýi í gær".....maður þarf eiginlega að MÆTA til þess að sýna frammá að maður sé í alvöru veikur en ekki þunnur eins og flestir halda að maður sé ef að maður getur ekki hunskast í vinnu á laugardegi eða sunnudegi. En þessi stimpill er líka bara settur á fólk sem að er á það sem kallast "djamm-aldrinum". GetLost

Annars hef ég unnið á þó nokkrum vinnustöðum með mismunandi góðum yfirmönnum og ég get alveg sagt það að það þýðir EKKERT að vera eitthvað að reyna að - hefna sín- á þeim slæmu því að þeim gæti ekki verið meira sama.....nema þú farir að standa þig það illa í vinnunni að það sé eftirtektarvert....þá reka þeir þig bara (ekki það að ég hafi verið rekin....Tounge) en segjum sem svo að ein persóna sé að vinna að einhverju verkefni sem að hann/hún þarf að ljúka og sé vísvitandi að vinna það illa þá kemur það bara henni/honum sjálfum í koll seinna...því að það er enginn annar sem að á að vera að gera þetta. Eins og ég segir......leiðinlegir yfirmenn eru nú bara þannig gerðir að þeim er -~{skíííítsama}~- svo að persónulega held ég að fólk ætti bara að vinna vinnuna sína og gera það vel og mæta vel...því að ef að þér líkar ekki vinnan þín þá geturu bara hunskast til þess að fá þér aðra vinnu því að það er ÞÚ sem að velur hana og enginn annar Cool

Ég vona innilega að ég hafi ekki verið að særa neinn með þessu bloggi en ef að svo er......ættiru þá ekki að hugsa um hvort að þú sért í réttri vinnu??? Halo

Góðar stundir W00t


mbl.is Hefna sín á slæmum yfirmönnum með því að svíkjast um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýragarðsferð í Danaveldi

Heima hjá ErluAfhverju er alltaf svona gaman að fara til útlanda. Meira að segja bara yfir eina helgi. Ég var að koma frá DK og mig langaði sko barasta ekki neitt heim aftur hefði alveg getað hugsað mér að hanga þarna í svona svo sem tvær vikur í viðbót með tærnar upp í loft Joyful 

 En þó svo að ég sé ferðalaga týpan þá fer það samt ekki fram hjá mér að fólk er alveg brjál þegar kemur að utanlandsferðum. Þetta er nú komið út í ansi miklar öfgar á sumum heimilum finnst mér. Að fara til útlanda 4 sinnum á ári eða meira getur bara ekki verið hollt fyrir budduna.....ég veit allavega að ég myndi ekki hafa efni á því og hvernig fær fólk svona mikið frí úr vinnu?? Það mætti halda að það hafi bara ekkert að gera í vinnunni. En annars er það svo sem ekki mitt að dæma...kannski er ég bara öfundsjúk af því að ég þarf að vinna fyrir mér til þess að lifa af Blush

En annars var ég í fimmtugs afmæli úti hjá systur hennar móður minnar og það var alveg hreint rosalega gaman. Vorum í þessu líka fína sumarhúsi með sundlaug, saunu og fullt af svefnplássi fyrir Sundlauginalla sem að vildu, mæli með þessu ef að þið ætlið til Danmerkur í bráð W00t 

Dýragarðsferðin var líka ekkert smá frábær. Við frænkurnar (me and Eygló) hættum okkur út á hraðbrautina með ekkert okkur til hjálpar til að rata nú nema auðvita fyrir utan hana TomTom sem er GPS tæki Tounge Annars var TomTom ekki neitt sérstaklega skemmtileg í ferðinni sífellt að grípa fram í samtölum hjá okkur og endaði svo með því að láta okkur fara einhverja kolvitlausa leið þannig að við enduðum úti í skógi fyrir framan stórt hlið sem las "adgang forbudt" GetLost En við björgðum okkur og fundum leiðina út sjálfar alveg sama þó að kvikindið segði okkur að snúa við svona 59 sinnum....þá slökktum við á henni Grin

Dýragarðurinn var alveg sérlega spes....þarna vorum við í miklum frumskógi þar sem að sólin rétt náði að skína milli trjána og safarí-bíllinn okkar (lítill rauð drusla..sem að komst vart áf100_0228ram) fór með okkur hinar mestu torfærur. Við sáum allskyns villidýr (og núna er ég ekkert að ýkja) en brunuðum svo bara áfram þegar þau ætluðu að stökkva á bílinn. Auðvita vorum við það hugrakkar að við tókum myndir áður en að við fórum á harðarhlaupum frá hverju dýrinu á fætur öðru (svona eins og t.d. brjáluðum svönum sem að lágu á eggjum Grin) En við komumst að mestu ómeiddar útúr skóginum þeim fyrir utan nokkur tígrisklór og brotnar tær eftir brjálaðan flokk geita sem að stillti sér upp á veginum rétt áður en að við komumst í burtu frá þessum brjálaða frumskógi Wink

En svona í fullri alvöru þá var þessi dýragarður þannig að maður keyrði í gegnum hann og mátti stoppa og fara út svo lengi sem að ekki væru nein lífshættuleg dýr á því svæði en á lífshættulegum svæðum mátti maður samt stoppa bílinn, skrúfa niður rúður og taka myndir....miiiiklu skemmtilegra en þessTigersar sífelldu myndir af BÚRUM í forgrunni og svo lítill haus af ljóni þar bakvið einhver staðar GetLost Hef aldrei verið svona nálægt tígrisdýrum sem að gætu hreinlega bara stokkið á mig...en ég var auðvita óhult inn í bíl á meðan tilbúin að mökka ef að þau kæmu of nærri mér Whistling

En núna tekur aftur við minn colorful hversdagsleiki....því að minn er ekki grár ónei....hef aldrei skilið afhverju fólki finnst hann vera svona grár. Ef að ekki væri hversdagsleiki þá gæti maður aldrei haft gaman af því sem að væri sérstakt að gerast í lífinu hjá manni eða hvað??? FootinMouth Svo að maður á bara að reyna að hafa sem mest gaman af því sem að maður er að gera svona dagsdaglega og hafa ENNÞÁ meira gaman ef að maður gerir eitthvað eins og fara í Danaveldi og eiga það á hættu að láta tígrisdýr bíta af sér hausinn í dýragarði Cool Og allir saman nú......

"always look on the brigth sides of life" flaut, flaut, flaut, flaut Whistling

svanur

 Ein svona í lokin sem að er ein af mínum uppáhalds Smile

Eigið þið góða viku elskurnar mínar (þar sem að mín byrjaði bara í dag...kom heim í gær frá DK) Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband