Of SLAKT dómskerfi vs. of STRANGT dómskerfi!!

 GreenAcres724Ákvað að hafa smá grín hérna fyrst þar sem þetta er soldið þung færsla hjá mér Wink

Ég veit ekki hvort að það er einu sinni hægt að rífa sig nógu mikið yfir dóms- og lagakerfinu hér á Íslandi þegar verið er að tala um morð og kynferðisafbrot. Ég get orðið svo einstaklega pirruð þegar ég les og heyrir fréttir í fjölmiðlum um einhver ógeð sem myrða, nauðga eða níðast á litlum börnum og fá svo kannski 2 ára dóm þegar fórnarlömbin fá dóm fyrir lífstíð!! Angry

Ég er svo sem ekki að benda á neina sérstaka frétt sem ég hef heyrt nýlega (er bara að vinna og hef of mikinn tíma til að hugsa)

Óhugnalegast finnst mér þó að það heyrist alltaf meira og meira af kynferðisafbrotum gagnvart börnum. Það er eiginlega ótrúlegt hvað þessi brenglun er algeng í heiminum í dag. Það eru til svo margir barnaklámhringir þar sem eru margir meðlimir sem skiptast á myndum, kommentum og fleiru sem tengist þessu viðbjóðslega fetish hjá þeim. GetLost Tölurnar sem maður heyrir hversu mikið af myndum og myndböndum finnast í tölvunum hjá þessum lýð eru ofboðslega háar. Það er ofar mínum skilningi, og eflaust skilur engin sem er með eðlilegan hugsanahátt, hvernig nokkur getur gert barni, sem er svo saklaust og fallegt, eitthvað svona skemmandi og hræðilegt.Crying Og hérlendis fá þessi ógeð eins og fyrr segir alltof slaka dóma miðað við það sem þeir eru að gera!!!

En þó að ég sé að tala um að dómskerfið hér á Íslandi sé slakt þá finnst mér samt óþarfi að fara algörlega út í öfgar í hina áttina. "Kynferðisafbrotamenn" í Bandaríkjunum eru t.d. oft dæmdir alltof harðlega. Þar geturu fengið ansi stranga dóma fyrir að míga á almannafæri (já maður getur sko setið í fangelsi fyrir það að pissa úti....sjáið þið ekki fyrir ykkur að fylla fangelsin á Íslandi af öllum sem kasta af sér þvagi á Þjóðhátíð í Eyjum Joyful) og ef strákur sefur hjá 17 ára kærustunni sinni og er  18 ára sjálfur þá getur hann fengið að dúsa í fangelsi í X - langan tíma. Svo auðvitað þeir sem fremja virkileg - brot- eins og nauðgun eða kynferðisofbeldi gagnvart börnum þeir geta fengið dauðarefsingu í mjög mörgum ríkjum þarna úti. Ég var einu sinni með dauðarefsingum en ég hef eiginlega skipt um skoðun á þessu. Það GETUR gerst að einhver er ranglega sakaður og dæmdur fyrir eitthvað sem hann gerði ekki svo að ég get eiginlega ekki ákveðið mig með dauðarefsingarnar....FootinMouth (by the way ef þið hafði ekki séð myndina -Life of David Gale- þá ættu þið endilega að horfa á hana)

Jæja....aftur að þessu kerfi þarna úti fyrir kynferðisafbrot. Þegar þú loksins losnar út úr fangelsi (og ég ætla nú ekki einu sinni að byrja að tala um hvað fangelsin eru stundum ömurleg þarna úti) alveg sama á hvaða stigi afbrotið er þá ertu skráður í gangnagrunn í minnst 3 - 5 ár minnir mig og þú verður að skrá þig inn í þennan gagnagrunn á mánaðarfresti til að update-a upplýsingarnar um þig og þar á meðal er; nafnið þitt, heimilsfang og af hvaða stigi brotið sem þú framdir er....en það kemur samt ekki fram HVAÐ þú gerðir og það eru alls ekki allir sem taka tillit til á hvaða stigi þetta er. Fólk hefur verið að brenna niður hús hjá fólki sem er skráður kynferðisafbrotamaður í hverfinu hjá þeim og hugsar kannski ekkert út í að þessari manneskju var kannski bara ROSALEGA mál að míga einhvern tíma og var svo óheppin að það keyrði löggugrey fram hjá á meðan. Errm

Því miður á fólk það til að taka lögin í sínar eigin hendur.....ekki misskilja mig ég er skapheit alveg fram í fingurgóma og langar hreinlega að kyrkja og pína þá sem að gera börnum eitthvað svona hræðilegt en mér finnst nú heldur langt gengið að dæma bara hvern sem er án þess að kynna sér málið fyrst!! Sbr. málið sem var í fréttum hér um daginn þar sem að maður var drepinn af því að það gengu -sögusagnir- um að hann væri að nauðga börnum....en það hafði aldrei verið sannað á hann og ekkert sem benti til þess nema að einhver hafði sagt það...það finnst mér ekki sanngjarnt Shocking (veit reyndar engin detail í þessu máli en þetta hljómaði svona í fréttinni)

Ég heyrði umræðu í útvarpinu í vetur sem mér fannst mjög áhugaverð.  Það var verið að ræða hvar hægt sé að draga línuna....jú maður veit hvað manni finnst alveg hræðilegt en hvar byrjar þetta hræðilega?? Það er kannski hægt að segja að "nokkur fífl séu að skemma fyrir hinum". sérstaklega strákum, því að let's face it það eru frekar karlmenn sem eru að brjóta af sér gagnvart börnum, hvar eiga strákar að draga línuna....hvenær er t.d. dóttir þín orðin of stór til að sitja hjá þér eða sonur þinn orðin of stór til að hann sé baðaður....er ekki einum sem finnst það óviðeigandi á einhverjum aldri þegar öðrum finnst það meira en í lagi. Fer þá einhver að öskra -kynferðisafbrot- um leið og hann sér eitthvað sem honum finnst óviðeigandi??Woundering Það eru engar reglur til um þetta...en ég ætla rétt að vona að fíflin sem ég var að tala um sem "eru að skemma fyrir öðrum" verði ekki til þess að fólk hætti að sýna börnunum sínum almennilega væntumþykju með snertingum!! Ég ætla reyndar að leyfa mér að efast um að það gerist svona upp til hópa en kannski er þetta skemma fyrir einstaka fólki einhversstaðar og það finnst mér sorglegt Woundering

Jæja...nóg af þunglyndistali svona rétt fyrir áramótin..hafði bara svo mikinn tíma til að hugsa hérna í vinnunni að ég varð að koma því á netið eins og öllu sem manni dettur í hug í dag hehe Joyful

Gleðilegt ár lömbin mín...vonandi eigi þið góð áramót í kvöld Smile

kv. Dísa áramótaálfurWizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitterí kvitt mín kæra :D

Andrea (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband